Panna cotta þrenna


IMG_2792 Þó nýtt ár sé hafið með háleitum markmiðum og áramótaheitum þá á ég eftir að deila með ykkur nokkrum ekki-megrunarréttum frá hátíðunum. Á gamlárskvöld vorum við hjá foreldrum mínum og fengum dásamlega góðan kalkún. Ég sá um forréttinn og eftirréttinn. Í eftirrétt var ég búin að lofa ömmu að hafa panna cotta og að sjálfsögðu sveik ég það ekki. Ég ákvað að prófa mig áfram með að hafa panna cotta í nokkrum lögum og það tókst mjög vel. Hins vegar mæli ég ekki með því að ferðast í bíl með fimmtán panna cotta í háum og völtum glösum! Sem betur fer gerði ég einn auka rétt þvi eitt glasið ákvað að leggjast í kjöltu mér á þessari stuttu bílferð frá heimili okkar heim til foreldra minna.

Það er ákaflega auðvelt að búa til panna cotta og það sama á við þó svo að rétturinn sé í þremur lögum. Það eina sem er tímafrekt er að hvert lag þarf að fá tíma til þess að þykkna og það tekur 2-3 tíma en það tekur bara nokkrar mínútur að útbúa hverja blöndu. Ég gerði fyrsta lagið kvöldið áður og hin tvö daginn eftir. Ég ákvað að gera eina blöndu með vanillu og hvítu súkkulaði, þá næstu með hindberjum og þá síðustu með Toblerone súkkulaði. Það er einmitt svo skemmtilegt við panna cotta að það eru endalausir möguleikar á því að bragðbæta búðinginn og einnig hægt að bera hann fram með ótal tegundum af sósum, berjum eða öðru gúmmelaði.IMG_2786

Uppskrift f. ca. 8-10:

Panna cotta með vanillu og hvítu súkkulaði

  •  5 dl rjómi
  • 1 msk hunang
  • 2 msk vanillusykur (má nota venjulegan sykur)
  • 1 vanillustöng
  • 80 gr. hvítt súkkulaði, saxað
  • 3 matarlímsblöð

Matarlímsplötur settar í kalt vatn í minnst 5 mínútur. Vanillustöng klofin í tvennt, kornin innan úr báðum helmingunum skafin úr með beittum hníf. Rjómi, hunang, vanillusykur og hvítt súkkulaði ásamt vanillukornunum sett í pott, hitað að suðu og hrært í á meðan. Þegar blandan er komin að því að sjóða er potturinn tekinn af hellunni. Mestur vökvinn kreistur úr matarlímsblöðunum og þeim bætt út í pottinn og hrært þar til þau eru bráðin saman við blönduna. Hellt í glærar skálar eða falleg glös og kælt í ísskáp í minnst 2-3 klukkutíma

Panna cotta með hindberjum:

  • 5 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 300 g frosin hindber sem hafa verið afþýdd
  • 3 matarlímsblöð

Matarlímsplötur settar í kalt vatn í minnst 5 mínútur. Hindberin eru maukuð vel í matvinnsluvél eða með töfrasprota (líka hægt að mauka þau með gaffli). Rjómi, sykur og maukuð hindber sett í pott, hitað að suðu og hrært í á meðan. Þegar blandan er komin að því að sjóða er potturinn tekinn af hellunni. Mestur vökvinn kreistur úr matarlímsblöðunum og þeim bætt út í pottinn og hrært þar til þau eru bráðin saman við blönduna. Hellt varlega yfir vanillu/hvítt súkkulaðipanna cotta og kælt áfram í ísskáp í minnst 2-3 klukkutíma.

Panna cotta með Toblerone:

  • 5 dl rjómi
  • 1/2 dl sykur
  • 150 g Toblerone
  • 3 matarlímsblöð
  • fersk ber og þeyttur rjómi

Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn. Rjómi og sykur sett í pott og látið ná suðu. Þá er potturinn tekinn af hellunni, súkkulaðið brotið í litla bita og þeim bætt út í pottinn. Hrært þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Því næst er vökvinn kreistur úr matarlímsblöðunum, þeim bætt út í pottinn og hrært þar til þau hafa bráðnað saman við blönduna. Því næst er blöndunni hellt varlega yfir hindberja panna cotta og sett inn í ísskáp í minnst 3 tíma áður en rétturinn er borinn fram. Borið fram með ferskum berjum (og þeyttum rjóma fyrir þá sem vilja).

IMG_2806

Vinsælustu eftirréttirnir


20130102-061307Nú þegar árinu er senn að ljúka er við hæfi að taka saman vinsælustu og bestu uppskriftirnar héðan af Eldhússögum á árinu. En þar sem að mér finnst sjálfri svo dæmalaust gaman að skoða svona vinsældarlista þá ákvað ég að gera fleiri en einn lista í ár. Ég er sjálf að skipuleggja hvaða eftirrétt ég á að útbúa fyrir gamlárskvöld og ákvað í framhaldi af því að gaman gæti verið að taka saman lista yfir 15 vinsælustu eftirréttina hér á Eldhússögum frá upphafi. Kannski getið þið nýtt ykkur uppskrift af þessum lista fyrir gamlárskvöld! 🙂

1. Snickerskaka

SnickerskakaLangvinsælasta uppskriftin á Eldhússögum frá upphafi er þessi gómsæta Snickerskaka en uppskriftin hefur verið skoðuð yfir 30 þúsund sinnum. Kakan sómir sér vel sem sætur eftirréttabiti með þeyttum rjóma eftir góða máltíð.

2. Karamellu marengsterta

Karamellu marengsterta

Þessi dásemdar marengsterta er hér um bil jafn vinsæl og Snickerskakan góða. Ástæðan er sú að hún er bara nákvæmlega eins og frábærar marengstertur eiga að vera – algjör æðibiti!

3. Frönsk súkkulaðikaka

IMG_5368Það hefur ekki borið mikið á þessari uppskrift á Eldhússögum en hægt og í hljóði hefur hún klifrað upp á topp tíu listann yfir mest skoðuðu uppskriftirnar á síðunni. Ég hef ekki hitt nokkurn fyrir sem ekki dásamar þessa köku, hún er algjörlega öruggt spil við allar aðstæður!

4. Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi

IMG_8695Frábær súkkulaðikaka sem er frábær nýbökuð og heit en jafnvel enn betri daginn eftir. Ekki spillir fyrir hversu auðvelt er að búa hana til, það þarf enga hrærivél! Endilega prófið aðrar útgáfur af Pippinu, til dæmis nýja Pippið með Irish Cream, það passar vel fyrir gamlárskvöld!

5. Kladdkaka með karamellukremi

img_7456Ég er ekkert hissa á því að sænska kladdkakan (klessukaka) með karamellukremi sé svona vinsæl eins og raun ber vitni. Kakan er ljúffeng og karamellukremið út úr þessum heimi gott!

6. Klessukaka með Daimrjóma

Klessukaka með daimrjómaNæst í röðinni er önnur kladdkaka, að þessu sinni með Daimrjóma. Það þarf varla að skýra út hvers vegna hún er vinsæl, myndirnar ljúga ekki! 😉

7. Pavlova

IMG_3270

Þið eruð kannski farin að sjá regluna í þessum lista … súkkulaðikökur í bland við smá marengs – augljóst hvað er vinsælast hjá landanum! 🙂 Pavlova er auðvitað klassísk, stökkur marengsinn með „chewy“ miðju, þeyttur rjómi og fersk ber, gerist ekki betra!

8. Banana-karamellubaka

IMG_3190

Þessa uppskrift setti ég hér inn á Eldhússögur í árdögum síðunnar eins og sést á myndunum. En í guðanna bænum látið ekki myndirnar fæla ykkur frá, þessi baka er svo ótrúlega ljúffeng enda er þetta áttunda mest lesna eftirrétta uppskriftin.

9. Súkkulaðikaka með Pipp bananakremi

IMG_1086Þessi ljúffenga kaka hlaut fyrstu verðlaun í uppskriftasamkeppni Nóa og Siríus og uppskriftin var birt í bæklingnum þeirra. Það þarf varla að hafa um þetta fleiri orð, ekki lýgur Nói … hvað þá Siríus! 🙂

10. Heit súkkulaðikaka með mjúkri miðju

IMG_7432

Enn ein súkkulaðikakan á topplistanum – hvað get ég sagt ágætu lesendur – þið elskið einfaldlega súkkulaði! 😉 Þessi litla dásemd er auðvitað frábær eftirréttur fyrir gamlárskvöld. Það er hægt að undirbúa hann fyrirfram og stinga formunum bara beint í ofninn í ca. 12-15 mínútur áður en hann er borinn fram.

11. Einfaldur Snickerseftirréttur með perum

IMG_1089Þetta er ljúffengur og ákaflega einfaldur eftirréttur sem hentar sérstaklega vel ef maður er með marga í mat. Það er hægt að útfæra hann á nokkra vegu en mér finnst best að nota mars súkkulaðið og niðursoðnar perur.

12. Súkkulaðikaka með “fudge” kremi

IMG_9261

Já, þetta er að gerast – enn ein súkkulaðikakan á topplistanum! Þessi kaka er hálfgerð blanda af öllum þessum súkkulaðikökum í listanum hér að ofan. Þið verðið ekki svikin ef þið veljið þessa fyrir gamlárskvöld, ég ábyrgist það! 🙂

13. Brownie-kaka með hindberjarjóma

IMG_0594

Það er ekki nóg með að þessi kaka sé einstaklega gómsæt heldur er hún augnayndi að auki. Hún er einfaldari að útbúa en halda mætti, endilega prófið!

14. Pavlova í fínu formi

IMG_8322Hér er Pavlova í eldföstu móti – einföld, ljúffeng og falleg!

15. Döðlueftirréttur

IMG_8025

Ef þið hafið ekki enn uppgötvað hversu góðar döðlur eru í eftirrétti þá er núna tækifærið! Þessi réttur er svolítið retró og ó svo góður. Karamellusósan setur sannarlega punktinn yfir i-ið í þessum rétti.

Þar með er topplistinn yfir 15 mest lesnu eftirrétta-uppskriftirnar hér á Eldhússögum tæmdur. Hins vegar langar mig að bæta við sex uppskriftum (og mig langaði að hafa þær mikið fleiri!) sem mér finnst að eigi heima ofarlega á þessum lista. Trúið mér, þessar uppskriftir eru skotheldar! 🙂

Hvítt súkkulaðifrauð með hindberjasósu

IMG_1917

Gott og fallegt – fallegt og gott! Hvað get ég sagt, hindber, rjómi og hvítt súkkulaði, þetta er bara ómótstæðileg blanda!

Súkkulaðipannacotta með karamellu

Súkkulaðipannacotta með karamelluPannacotta er svo ótrúlega einfalt að útbúa en að sama skapi dásamlega gott. Ég bauð ömmu þessa útgáfu og henni fannst þetta besti eftirrétturinn sem hún hefur bragðað … þá erum við að tala um á 85 árum – ef það er ekki góð einkunn þá veit ég hvað! 😉

Ostakökubrownie með hindberjakremi

Ostakökubrownie með hindberjakremi

Ég þarf varla að útskýra af hverju þessi kaka er á mínum topplista, hér er hreinlega allt það sem er gott sett saman í eina dásemdarköku!

Súkklaðimús með karamelliseruðum perum

IMG_9051 Ég er með nokkarar útgáfur af súkkulaðimús á síðunni minni og hefði viljað setja þær allar hingað á listann. Mjúk og bragðgóð súkkulaðimús er svo frábær endir á ljúffengri máltíð. Ég valdi samt þessa útgáfu af súkkulaðimús. Hér er hún færð upp á annað stig með því að lauma gómsætum karamelliseruðum perum í botninn – algjört gúrmei!

Bismarkbaka með súkkulaðisósu

IMG_6924

Ákaflega hátíðlegur og góður eftirréttur sem ég bauð upp á gamlárskvöldi í fyrra og á jólunum árið áður. Það hlýtur að vera afar góð einkunn! 🙂

Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum

IMG_6042Ég kom næstum því sjálfri mér á óvart með því að setja ís á þennan lista, venjulega er ís nefnilega eini eftirrétturinn sem ég stenst auðveldlega. En þetta er enginn venjulegur ís skal ég segja ykkur – núggatið gerir hann ómótstæðilegan! Bætið síðan súkkulaðisoðnu perunum við og rétturinn verður toppurinn á gamlárskvöldi! 🙂

Hátíðarmatur og nýjung á Eldhússögum


Jólastofa

Það styttist óðfluga í jólin og líkt og flestir þá er ég farin að huga að matarinnkaupunum fyrir jólin. Hátíðar snúast um hefðir og ég þarf ekkert að finna upp hjólið þegar matseðillinn er settur saman. Við snæðum hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag en á annan í jólum er misjafnt hvað ég útbý, oft hef ég góða fiskmáltíð sem hentar vel eftir kjötmáltíðirnar dagana á undan. Allar uppskriftirnar að þessum réttum eru hér á Eldhússögum en í dag kynni ég frábæra nýjung sem ég er ákaflega spennt yfir. Ég er komin í samstarf við sommalier (vínþjón) sem ætlar að hjálpa mér að para saman góð vín með uppskriftunum mínum. Eins og ég hef talað um áður þá finnst mér voða gott að dreypa á smá léttvíni með góðri máltíð en þekking mín á vínum er afar lítil. Það verður því ákaflega gaman að geta fengið faglega hjálp við val á vínum með máltíðunum og ekki síður að geta gefið ykkur ábendingar um hvaða vín henta með uppskriftunum sem ég gef upp.

_LKI3259-2Vínþjónninn sem kominn er í samstarf við Eldhússögur heitir Sævar Már Sveinsson framreiðslumeistari sem hefur sérhæft sig í léttvínum. Sævar hefur unnið titilinn vínþjónn ársins 5 ár í röð og keppt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Hann hefur meðal annars starfað á Hótel Holti, Sommelier Brasserie og á Grillinu á Hótel Sögu. Sævar mun para saman vín með réttunum hér á Eldhússögum miðað við það hráefni sem er í uppskriftunum svo að vínið falli vel að matnum og öfugt. Þá hefur Sævar í huga atriði eins og; sætu, sýru, beiskju og seltu. Oftast gildir sú regla að setja vín með matnum sem hefur álíka eiginleika. Það þýðir að réttur með sætu meðlæti passar vel með víni með sætum ávaxtakeim og svo framvegis.

Sævar er þegar búinn að skoða nokkrar uppskriftir að hátíðarmat hér á Eldhússögum og para við þær ljúffeng léttvín.

Tillögur að gómsætum hátíðarmat og drykk sem henta vel yfir jól og áramót:

Hamborgarhryggur

Gljáður hamborgarhryggur með kóksósu

Hangikjöt

Hangikjöt með kartöfluuppstúf

IMG_0796

Kalkúnn með brúnuðum kartöflum, sætkartöflumús, gljáðum gulrótum, waldorfsalati, rósakáli með beikoni og himneskri sósu

IMG_7407

Hægeldað lambalæri með kartöflum, rjómasósu, grænmeti og sætum kartöflum

IMG_7549

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti

Roastbeef

Roastbeef með bearnaise sósu, kartöflugratíni og spínatsalati með jarðaberjum

IMG_2678

Grillað nautaribeye með heimagerðri bearnaise sósu og chilikartöflum með papriku

IMG_8244

Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

IMG_0755

Ofnbakaður humar með heimatilbúnu hvítlaukssmjöri

IMG_0748

Freyðandi myntu- og sítrónudrykkur

IMG_6042

Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum

IMG_1917

Hvítt súkkulaðifrauð með hindberjasósu

Eftirréttir fyrir gamlárskvöld


Núna eru áramótin að bresta á og ég sé á heimsóknunum á síðuna mína að margir eru að leita að góðum eftirréttum fyrir gamlárskvöld. Á mínum 15-topplista eru eftirfarandi eftirrréttir. Ég gat ekki gert upp á milli þeirra þannig að þeir eru ekki í neinni sérstakri röð:

Browniekaka með hindberjarjóma

IMG_0594

Mascarponeþeytingur með berjum og Toffypops

IMG_9068

Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi

IMG_8701

Súkkulaðitvenna með hindberjum

IMG_8453

Pavlova í fínu formi

IMG_8322

Hindberjabaka með Dulce de leche karamellusósu

cropped-img_71572.jpg

Ostakaka með mangó og ástaraldin

IMG_7757

Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum

IMG_6042

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

IMG_5967

Frönsk súkkulaðikaka

IMG_5368

Súkkulaðifrauð

IMG_3961

Pavlova

IMG_3270

Banana-karamellubaka

IMG_3193

Dásamleg kirsuberjaterta

IMG_7176

Bakaðar perur með mjúkum marengs og súkkulaði

IMG_4782