Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin


Pannacotta er ljúffengur eftirréttur upprunninn frá Ítalíu. Þetta er nokkurskonar vanillubúðingur en pannacotta þýðir ,,soðinn rjómi” á ítölsku. Þetta er einfaldur eftirréttur, rjómi, sætuefni og vanilla er soðið saman ásamt matarlími og síðan kælt. Yfirleitt er pannacotta borið fram með berum eða ávöxtum. Það er líka hægt að bragðbæta búðinginn með til dæmis kaffi, kanel, kakó eða kardimommu en hér nota ég hvítt súkkulaði. Þessi blanda, rjómi, ekta vanilla, hvítt súkkulaði og ástaraldin, gerir eftirréttinn skotheldan fyrir alla sælkera!

 Uppskrift f. 4

  •  5 dl rjómi
  • 1 msk hunang
  • 2 msk vanillusykur
  • 1 vanillustöng, vanillukornin skafin innan úr stönginni
  • 80 gr. hvítt súkkulaði, saxað
  • 2 plötur matarlím
  • 4 ástaraldin (passion fruit)

Matarlímsplötur settar í kalt vatn í minnst 5 mínútur. Vanillustöng klofin í tvennt, kornin innan úr báðum helmingunum skafinn úr með beittum hníf. Rjómi, hunang, vanillusykur og hvítt súkkulaði ásamt vanillukornunum sett í pott, hitað að suðu og hrært í á meðan. Þegar blandan er komin að því að sjóða er potturinn tekinn af hellunni. Mestur vökvinn kreistur úr matarlímsblöðunum og þeim bætt út í pottinn og hrært þar til þau eru bráðin saman við blönduna. Hellt í skálar eða bolla og kælt í ísskáp í minnst 3 klukkutíma. Áður en pannacottað er borið fram eru ástaraldinin skorin í tvennt, innvolsið skafið úr og dreift yfir.

4 hugrenningar um “Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

  1. Bakvísun: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur

  2. Bakvísun: Súkkulaðipannacotta með karamellu | Eldhússögur

  3. Þessi eftirréttur algjört gúmmelaði, rosalega góður, sló svo sannarlega í gegn hjá okkur um jólin 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.