Hér á Íslandi er varla haldin afmælisveisla án þess að bjóða upp á góðan brauðrétt eða tvo. Fyrir afmælisveislur geri ég vanalega venjulegan brauðrétt í eldföstu móti, rúllutertubrauð og svo einn annan brauðkynsrétt, til dæmis tortillur, ostasalat, skonsutertu eða annað slíkt. Ég er alltaf á höttunum eftir góðum uppskriftum af brauðréttum. Í framhaldi af því er ég búin að þróa mína eigin uppskrift af brauðrétti í eldföstu móti sem ég er ánægð með.
Brauðréttur í eldföstu móti:
- 250 gr. sveppir
- 1 búnt ferskt brokkolí
- 1 stk. stór rauð paprika
- 1 blaðlaukur
- ca 200 gr skinka, skorin í stimla
- 1 piparostur, skorin í litla bita
- 1 brieostur eða camembert, rifinn niður
- 1-2 pelar rjóma
- smjör
- grænmetiskraftur, 1-2 teningar
- kryddblanda, t.d. Best á allt eða Töfrakryddið frá Pottagöldrum
- brauð, ca. 2/3 af heimilisbrauði
- hunangs dijon sinnep
- rifinn ostur
Búið til samlokur úr brauðinu, smurðar með dijon snnepi, gætið þess að nota ekki of mikið af sinnepinu. Skerið skorpuna af (má halda henni) og rífið samlokurnar eða skerið í litla ferninga. Setjið brauðið í botninn á eldföstu smurðu móti. Skerið sveppi, papriku, brokkolí og púrrlauk í litla bita og steikið ásamt skinkunni í smjöri á pönnu. Bætið piparostinum, brieostinum og grænmetiskraftinum útí, kryddið og látið ostin bráðna. Rjóminn er settur út í að síðustu og athugið að sósan á að vera þunn. Hellið sósunni yfir brauðið og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Þessi uppskrift passar í mjög stórt eldfast form eða tvö minni.
Uppskriftina af rúllutertubrauðinu sem ég geri hér kemur, að mig minnir, upphaflega úr brauðréttabók Hagkaup en ég gerði smá breytingar á henni. En í brauðréttabókinni eru margar góðar uppskriftir. Þar er til dæmis líka uppskrift af rúllutertubrauði með pepperóní sem er líka mjög góð.
Rúllutertubrauð
- 1 stk. rúllutertubrauð
- 1 stk. beikon smurostur
- 2 msk. rjómi
- 4 msk. majónes
- 250 g beikon skinka
- 4-6 lúxus beikonsneiðar
- 1/2 dós grænn aspas
- 100 gr sveppir skornir smátt
Sæl Dröfn. Mig langar svo að prófa brauðréttinn þinn en bý í útlöndum. Gætirðu sagt mér hvaða krydd eru í þessu töfrakryddi / best-á-allt-kryddi ? Ég bakaði banana-súkkulaðikökuna þína í dag fyrir afmæli sonar míns. Sló þvílíkt í gegn. Takk, takk!
Bestu kveðjur frá Belgíu.
Alda
Sæl Alda, í „Best á allt“ er salt, pipar, paprika, rósmarín, mynta, timjan, steinselja, hvítlaukur, kóríander, cayenna pipar og púðursykur. Þú þarft bara að nota eitthvað af þessum kryddum eða einhverja aðra góða kryddblöndu. Takk fyrir kveðjuna! 🙂 Dröfn.
í sambandi við rúllutertubrauðið, notar þú bara aspassafann en ekki aspasinn ? og eins hef ég aldrei heyrt um beikonskinku ?
Sæl Alda! Það vantaði inn í lýsinguna hvenær aspasnum væri bætt út í, ég er búin að bæta því við núna, takk fyrir að benda mér á þetta! 🙂
Beikonskinkan er frá SS: http://www.ss.is/vorur/kjotvorur/?ew_0_cat_id=82196&ew_0_p_id=E749CD5B-6385-4A6A-9114-181E6366B6A8
Brauðrétturinn sló sko heldur betur í gegn í 3ára afmæli sonar míns og fékk ég bara eina teskeið því afmælisbarnið fannst hann svo góður. Gerði hann þá bara aftur í saumaklúbb og VVVÁÁÁ hann er yndislegur og allir að hrósa honum. Takk fyrir æðislegar uppskriftir get endalaust gleymt mér hér inni 😉
En hvað það var frábært að heyra Halla Björk! 🙂 Takk kærlega fyrir góða kveðju! 🙂
Þvílíkt góður brauðréttur hjá þér búinn að prófa hann krakkarnir og við að sjálfsögðu elskum hann takk fyrir keep up the good work kv Jósef
En hvað það var gaman að heyra Jósef, takk fyrir góða kveðju! 🙂
Hvernig hunangsdijon sinnep notarðu? Ertu að meina svone honey mustard dressingu? Leitaði í tveimur búðum og fann ekkert sem hét honey dijon
Sæl Katla
Það er eins og þetta http://www.worldsfoods.com/shop/pc/Maille-Honey-Dijon-Mustard-8-oz-Pack-of-6-128p1086.htm heitir sem sagt Honey Dijon, mig minnir að ég hafi séð það í Krónunni – þori samt ekki að fullyrða það. En það þarf ekki endilega að nota svoleiðis, mjög vel líka hægt að nota venjulegt dijon eða bara sleppa því alveg. 🙂
Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur
Ég gerði brauðréttinn fyrir afmælið mitt um daginn og hann sló algjörlega í gegn. Mæli svo sannarlega með honum. Notaði venjulegt dijon sinnep í staðinn fyrir hunangs dijon. Takk fyrir frábæra síðu. 🙂
En hvað það var gaman að heyra Guðný Björg, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Sæl Dröfn, Ég ætla að prófa brauðréttinn í eldfasta mótinu. Ég er samt í smá vandræðum þar sem tvær manneskjur sem koma í veisluna (þar sem brauðrétturinn verður eldaður) eru með sveppaofnæmi. Ég verð semsagt að skipta út sveppunum fyrir eitthvað annað.
Nú eru góð ráð dýr og langar mig því til að spyrja þig, hvað myndir þú hafa í staðinn fyrir sveppina, finnst þetta sérstaklega erfitt þar sem þeir eru svolítið stór partur af uppskriftinni eða heil 250gr.
kv. Róbert Már
Notaðu bara meira af hinum hráefnunum, papriku, brokkolí og blaðlauk, ca. X 1,5! 🙂
Sæl Dröfn, ein spurning varðandi brauðréttinn, veistu hvort sé í lagi að útbúa hann daginn fyrir veisluna? Með kveðju, Harpa
Það er ekkert mál, hann verður bara betri við það. 🙂
Bakvísun: Mexíkóskur brauðréttur | Eldhússögur
Sæl Dröfn! Ég er spennt fyrir þessum vinsæla brauðrétti og geturðu sagt mér hvað þín uppskrift dugar fyrir marga ( fullorðna)?
Kveðja Anna
Sæl Anna. Ég er með þennan í stóru formi og á svolítið erfitt með að áætla magnið. Líklega gæti maður náð í allavega 15 góða skammta af réttinum. Svo reikna ég alltaf með að fólk fái sér ríflega af brauðréttum þannig að í t.d. 25 manna afmælum er ég með ca. tvo svona rétti og allavega 2 rúllutertubrauð – það er sjaldnast mikill afgangur! 🙂
Hæ hæ, hefur þú nokkuð prófað að frysta þessa rétti (áður en þeir fara inn í ofn í síðasta stiginu). Bara að spá hvað ég gæti gert fyrirfram til að flýta fyrir og minnka stress
Sæl Berglind Björk. Ég hef prófað að frysta brauðréttinn í eldfasta mótinu og það gekk bara vel (ég frysti hann óhitaðann). Varðandi rúlluna þá gæti hún blotnað of mikið þegar hún þiðnar og ekki haldið laginu. Hins vegar er ekkert mál að hræra í gumsið kvöldið áður og setja svo á rúlluna rétt fyrir veisluna. Gangi þér vel! 🙂
Góðan dag!
Mikið eru þetta lofandi brauðréttir. Rúllutertubrauð virðast ekki auðfundin þar sem ég bý (í Svíþjóð). Ætli ég gæti útfært réttinn þannig að ég setji fyllinguna ofan í snittubrauð og baki í ofni? Eða væri önnur leið betri?
Með kveðju og þökkum fyrir allar fínu uppskriftirnar sem hér er að finna!
Inga.
Fyrirgefðu hvað ég svara seint. Ég hugsa að þú getir notað snittubrauð en það er hætta á að það verði fremur hart. Ég myndi eiginlega bara breyta réttinum í venjulegan brauðrétt, þ.e. setja brauð í botn á eldföstu móti og hella fyllingunni yfir (passa bara að hún sé fremur blaut) og svo ost yfir. En svo er ég líka að hugsa um hvort það sé hægt að nota brauð eins og notað er í smörgåstårta, þetta aflanga. Mögulega væri hægt að setja fyllinguna á milli þriggja laga, setja svo smá fyllingu efst og enda á rifnum osti.
Bakvísun: Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti | Eldhússögur
Brauðrétturinn er sjúklega góður! 🙂 Geri hann hér eftir í öllum afmælum 🙂
Frábært að heyra, takk fyrir kveðjuna! 🙂