Hér á Íslandi er varla haldin afmælisveisla án þess að bjóða upp á góðan brauðrétt eða tvo. Fyrir afmælisveislur geri ég vanalega venjulegan brauðrétt í eldföstu móti, rúllutertubrauð og svo einn annan brauðkynsrétt, til dæmis tortillur, ostasalat, skonsutertu eða annað slíkt. Ég er alltaf á höttunum eftir góðum uppskriftum af brauðréttum. Í framhaldi af því er ég búin að þróa mína eigin uppskrift af brauðrétti í eldföstu móti sem ég er ánægð með.
Brauðréttur í eldföstu móti:
- 250 gr. sveppir
- 1 búnt ferskt brokkolí
- 1 stk. stór rauð paprika
- 1 blaðlaukur
- ca 200 gr skinka, skorin í stimla
- 1 piparostur, skorin í litla bita
- 1 brieostur eða camembert, rifinn niður
- 1-2 pelar rjóma
- smjör
- grænmetiskraftur, 1-2 teningar
- kryddblanda, t.d. Best á allt eða Töfrakryddið frá Pottagöldrum
- brauð, ca. 2/3 af heimilisbrauði
- hunangs dijon sinnep
- rifinn ostur
Búið til samlokur úr brauðinu, smurðar með dijon snnepi, gætið þess að nota ekki of mikið af sinnepinu. Skerið skorpuna af (má halda henni) og rífið samlokurnar eða skerið í litla ferninga. Setjið brauðið í botninn á eldföstu smurðu móti. Skerið sveppi, papriku, brokkolí og púrrlauk í litla bita og steikið ásamt skinkunni í smjöri á pönnu. Bætið piparostinum, brieostinum og grænmetiskraftinum útí, kryddið og látið ostin bráðna. Rjóminn er settur út í að síðustu og athugið að sósan á að vera þunn. Hellið sósunni yfir brauðið og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Þessi uppskrift passar í mjög stórt eldfast form eða tvö minni.
Uppskriftina af rúllutertubrauðinu sem ég geri hér kemur, að mig minnir, upphaflega úr brauðréttabók Hagkaup en ég gerði smá breytingar á henni. En í brauðréttabókinni eru margar góðar uppskriftir. Þar er til dæmis líka uppskrift af rúllutertubrauði með pepperóní sem er líka mjög góð.
Rúllutertubrauð
- 1 stk. rúllutertubrauð
- 1 stk. beikon smurostur
- 2 msk. rjómi
- 4 msk. majónes
- 250 g beikon skinka
- 4-6 lúxus beikonsneiðar
- 1/2 dós grænn aspas
- 100 gr sveppir skornir smátt