Waldorfsalatið var fyrst búið til árið 1896 fyrir fjáröflunarball sem haldið var á Waldorfhótelinu í New York. Upprunalega var salatið með eplum, sellerí, vínberjum og valhnetum. Þessu var blandað saman við majónes sem hefur á síðari árum vikið fyrir sýrðum rjóma. Mér finnst langbest og ferskast að sleppa selleríi og bæta við ananas í staðinn. Waldorf salat ómissandi með til dæmis kalkúni og hamborgarhrygg.
Uppskrift:
- 3-4 græn epli, flysjuð og skorin í litla bita
- góður klasi af grænum, steinlausum grænum vínberjum, skorin í tvennt
- 1 stór dós ananas, skorinn í litla bita
- 2 dósir sýrður rjómi
- þeyttur rjómi
- valhnetur til skreytinga, má sleppa
Öllu blandað saman saman.
Bakvísun: Gljáður hamborgarhryggur með kóksósu | Eldhússögur