Hver er ég?

Á þessari vefsíðu verða sagðar sögur úr eldhúsinu mínu en ég hef gaman að því að spá í uppskriftir, elda og baka.  Fyrst og fremst er vefsíðan fyrir sjálfa mig til þess að halda utan um uppskriftirnar mínar en það er gaman ef aðrir geta aðrir nýtt sér þær líka. Að auki vonast ég til að þetta matarblogg verði mér hvatning til að prófa og þróa nýjar uppskriftir.

Ég heiti Dröfn Vilhjálmsdóttir, er gift Elfari og börnin okkar eru fjögur, Alexander f. 1987, Ósk f. 1994, Vilhjálmur Jón f. 2000 og Jóhanna Inga f. 2004. Ég er geislafræðingur og starfaði sem slíkur í tíu ár. Árið 2013 tók ég hins vegar meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og starfa nú á skólabókasafni. Netfangið mitt er drofn72[hjá]hotmail.com fyrir þá lesendur sem vilja hafa samband. Einnig er hægt að skilja eftir athugasemdir við færslurnar, öllum bloggurum finnst frábært að heyra frá lesendum sínum! 🙂

Höfundarréttur: Allar ljósmyndir á Eldhússögum eru mínar eigin nema annað sé tekið fram. Við deilingu mynda og uppskrifta af síðunni skal alltaf getið heimilda og tengill látinn fylgja með á viðkomandi uppskrift á Eldhússögum. Öll notkun og dreifing uppskrifta og ljósmynda af síðunni í markaðstengdum tilgangi er óheimil án leyfis frá mér.

86 hugrenningar um “Hver er ég?

  1. Bakvísun: Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella | Eldhússögur

  2. Sæl Dröfn. Þú er bara snillingur ! Tók frá A – Ö Roastbeefið með kartöflugratínið og spínatsalatinu og það gerði þvílíka lukku. Elska bloggið þitt !!

  3. Sæl mig langar svo að spyrja þig útí reyktan hátíðarkjúkling, nú byrjaði èg að elda hambhrygginn og Hangikjötið í ofni í fyrra eftir þínum ráðleggingum með mjög góðum árangri 😀 nú er èg hinsvegar með reyktan kjúkling á gamlárs sem ég hef alltaf haft smá vatn á en langar að prufa hina aðferðina. Hefuru e-ja pælingu um hita eða lengd á svoleiðis kvikindi? 😀

    • Sæl Anný. Því miður hef ég ekki elda reyktan kjúkling og er því líklega ekki besta manneskjan að gefa ráð um þetta. Ég reikna með að þetta sé kaldreyktur kjúklingur og því óeldaður. Ég held að sjálf myndi ég prófa að elda hann í steikarpoka eða í steikarpotti í ofni við 170 gráður, ca, 40 mín per kíló (best að nota kjöthitamæli). En til að vera viss þá gætir þú alltaf spurt matargúrúið hana Nönnu Rögnvaldar, hún er með spurt og svarað dálk hér: http://nannarognvaldar.wordpress.com/spurningar-og-kannski-svor/

  4. Sæl, verð að segja að þetta er frábært blogg hjá þér, alveg sama hvaða uppskriftir ég googla þá líst mér alltaf best á þínar, ég er því hætt að leita annars staðar og fer bara beint á þína síðu að leita að einhverju girnilegu sem er líka gaman að elda.
    Kveðjur frá Margreti í Jöklaselinu (þetta er örugglega eitthvað seljahverfis) 😉

  5. Sæl vertu og kærar þakkir fyrir skemmtilegar og ljúffengar uppskriftir, hef prófað þær margar og líkað mjög vel. Langar bara að spyrja, miðarðu magn ekki yfirleitt við þína fjölskyldustærð? Ég á alltaf erfitt með að átta mig á magni og er alltaf logandi hrædd um að hafa ekki nóg, sit svo uppi með að troða afgöngum í sjálfa mig í marga daga (þegar ég hef kannski tvöfaldað eða þrefaldað uppskrift til öryggis 😉 !!!! Á dögum matarsóunarumræðunnar er voða gott að það sagt hvað uppskriftin mettar marga miðað við venjulegar viðmiðanir og reynslu kokksins……

  6. Hej! Du ringde mig idag angående tolk.
    Elisabet Brekkan har haft såna uppdrag vet jag. Hälsningar Erika

  7. Bakvísun: SÆNSK BOLLUDAGS „SEMLA“ – Trölli.is

  8. Sæl og takk fyrir frábæra síðu 😃

    Ég ætlaði að gera þorskinn með pistasíuhnetunum en uppskriftin opnast ekki. Getur þú athugað eða sent mér hana?

    Mkv Ásdís

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.