Hver er ég?

Á þessari vefsíðu verða sagðar sögur úr eldhúsinu mínu en ég hef gaman að því að spá í uppskriftir, elda og baka.  Fyrst og fremst er vefsíðan fyrir sjálfa mig til þess að halda utan um uppskriftirnar mínar en það er gaman ef aðrir geta aðrir nýtt sér þær líka. Að auki vonast ég til að þetta matarblogg verði mér hvatning til að prófa og þróa nýjar uppskriftir.

Ég heiti Dröfn Vilhjálmsdóttir, er gift Elfari og börnin okkar eru fjögur, Alexander f. 1987, Ósk f. 1994, Vilhjálmur Jón f. 2000 og Jóhanna Inga f. 2004. Ég er geislafræðingur og starfaði sem slíkur í tíu ár. Árið 2013 tók ég hins vegar meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og starfa nú á skólabókasafni. Netfangið mitt er drofn72[hjá]hotmail.com fyrir þá lesendur sem vilja hafa samband. Einnig er hægt að skilja eftir athugasemdir við færslurnar, öllum bloggurum finnst frábært að heyra frá lesendum sínum! 🙂

Höfundarréttur: Allar ljósmyndir á Eldhússögum eru mínar eigin nema annað sé tekið fram. Við deilingu mynda og uppskrifta af síðunni skal alltaf getið heimilda og tengill látinn fylgja með á viðkomandi uppskrift á Eldhússögum. Öll notkun og dreifing uppskrifta og ljósmynda af síðunni í markaðstengdum tilgangi er óheimil án leyfis frá mér.

84 hugrenningar um “Hver er ég?

 1. Jeminn einasti hvað verður gaman að fylgjast með eldhússögunum! Þú ert auðvitað snillingur í eldhúsinu.
  Það verður alltaf það sama í matinn heima hjá mér nema einum degi síðar ;o)
  Luv
  B

  • hæ hæ Dröfn gaman að sjá bloggið þitt. Virkilega aðlaðandi og fallegt og spennandi. Til hamingju með þetta 🙂
   kærleikskveðja
   Jensa mamma Halldórs Benedikts

 2. Já verður svo gaman að fylgjast með þér elsku Dröfn mín, flottar myndirnar lika. Þú ert nú líka svo „spes“!! 😉

 3. Aðeins byrjuð að prófa þessar girnilegu uppskriftir hjá þér. Gerði Hasselback kartöflur sem runnu ljúflega niður. Næst er það bananakakan og 4 hæða kakan. Slefa svo yfir hinu þangað til að ég prófa þær.

 4. Sæl Dröfn. Ég goolaði þig,var að leita að ameriskri ostaköku. Er mjög hrifin af “ Cheescake Factory “ því valdi ég þína uppskrift. Ég læt þig vita hvernig mér finst hún.
  Takk kærlega að deila uppskriftini.
  Kveðja Guðný

 5. Elsku Dröfn mín, Mikið ROSALEGA er þetta flott síða hjá þér!!! Ég hlakka til að prufa mig áfram í uppskriftunum. Eitt besta safn sem ég hef augum litið, eins og gert að mínum óskum. Til hamingju og takk fyrir mig.. 🙂

  Svanberg.

 6. Flott blogg hjá þér frænka, ég fylgist með af græðgi og ánægju 🙂

 7. Eg er ad fara ad gera sukkuladiköku fra ter- agalega margt girnilegt tarna sem eg tarf ad profa- halla

 8. Everything looks so delicious, I wish I could understand the recipes, – luckily we have Google translater to help. 🙂 Are they all typical dishes from Island?

  • Thank you! Yes, Google translate is very helpful! 🙂 Some of my recipes are typical dishes from Iceland but most of them are global cuisines recipes.

 9. Alveg frábær síða hjá þér! Mun svo sannarlega fylgjast með í framtíðinni með vatnið í munninum 🙂 Einstaklega spennandi uppskriftir og svakalega girnilegar myndir!

 10. Ég var rekast á þessa síðu hjá þér í dag og get varla beðið að prófa eitthvað af þessum uppskriftum. Þetta er alveg frábær síða hjá þér og rosalega girnilega uppskriftir og flottar myndir 🙂

 11. Sæl ég er búin að prófa Sebrakökuna, ostakjötbollurnar og fiskbollur með karrý og mér finnst þessar uppskriftir alveg frábærar. Og ætla næst að prófa svíþjóðarkökuna 🙂
  Takk fyrir mig.
  Kveðja Ragnheiður .

  • Sæl Guðrún Edda! Takk fyrir kveðjuna frá Svíþjóð, mikið gladdi mig að heyra þetta! 🙂 Ég var einmitt að horfa allskonar tegundir af Ballerina kexi úti í Krónu áðan og hugsa hvað það væri hægt að gera marga sniðuga eftirrétti úr því! Góð hugmynd hjá þér að nota það í réttinn! 🙂

 12. Frábært vefsíða hjá þér og ég fæ alltaf vatn í munninn við að lesa þessar girnilegu uppskriftir! Kærar þakkir fyrir að deila þessu með okkur hinum 🙂 🙂
  kær kveðja,
  Bryndís Guðmundsdóttir

 13. Kæra Dröfn! Gleðilega hátíð til þín og fjölskyldu þinnar. Mér finnst uppskriftirnar þínar
  algerlega æðislegar. Eg er sjálf (68 ára) og elska matartilbúning. Takk- takk

  Steinunn

 14. Sæl… Þakka fyrir frábæra síðu. Fann hana fyrir fimm dögum og er búin að prufa fjóra rétti hjá þér sem allir hittu í mark. Þetta er uppáhalds síðan mín þessa daganna, þægilegar og góðar uppskriftir sem verða prufaðar ein af annari út árið……takk fyrir mig

  • En hvað það var skemmtilegt að heyra Þórný Alda! Svona góð kveðja gleður og vermir, kærar þakkir! 🙂 Vonandi líkar þér þær uppskriftir sem í kjölfarið koma! Gleðilegt ár!

 15. Sæl Dröfn, er nýdottin inn á síðuna þína og líst rosalega vel á, ætla að prófa kjöthleifinn sem þú varst að setja inn við fyrsta tækifæri!
  Bestu kveðjur,
  Ingibjörg Ágústsdóttir

 16. Sæl Dröfn,
  Ég má til með að þakka þér fyrir þennan uppskriftavef. Ég nota hann mjög mikið og er alltaf jafnánægð með niðurstöðuna. Myndirnar sem þú setur með eru líka mjög flottar og tæknilega vel gerðar. Ég dáist líka að þér fyrir úthaldið, það er meira en að segja það að halda úti svona vef, alein.
  Bestu kveðjur,
  Halla Björg Baldursdóttir

  • Sæl Halla Björg og takk fyrir góða kveðju!
   Ég er sérstaklega ánægð með hólið frá þér þar sem ég hef hlustað á mjög góðan fyrirlestur hjá þér í skjalastjórnaráfanga í HÍ. Ég veit því að þú veist hvað þú ert að tala um þegar kemur að vefstjórn, heimasíðugerð og reyndar ljósmyndun líka! 🙂 Ég hins vegar kann ekkert í ljósmyndun. Ég tek því þessu hrósi með þökkum og afar breiðu brosi! 🙂
   Kveðja, Dröfn

 17. Sæl Dröfn.
  Þetta matarblogg er alveg frábært og ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að hafa svona gaman af því að elda. Ef eitthvað stendur til hjá mér þá kíki ég á síðuna þína og ég er búin að prufa margar uppskriftir og allar hafa þær verið frábærar. Núna er það sjóræningjasúpan sem verður borin fram fyrir spilaklúbbinn í kvöld 🙂 Vona að þú haldir þessu ótrauð áfram – ég stóla á þig !
  Takk fyrir mig,
  Inga Lára

   • Sjóræningjasúpan sló í gegn og allar vildu þær fá slóðina á matarbloggið þitt 🙂 Ég held sko áfram að stóla á þig og nýta mér uppskriftirnar þínar. Takk fyrir mig !
    Inga Lára

 18. Búin að prufa margt hjá þér allt gott sem hefur verið prufað,verð að segja þú ert snillingur og gaman að sjá hvað þetta er allt vel unnið takk fyrir mig.

 19. Vá hvað mér líst vel á þetta blogg ! Rakst á það um daginn þegar ég var að googla karrýsósu og ákvað að prófa þína uppskrift. JEMUNDUR EINI hvað hún er sjúúúúklega góð! besta karrýsósa sem ég hef fengið 🙂 bætti reyndar við svona 1tsk af karrý og set 2dl mjólk og 2,5 af vatni, loves it ! Svo er ég búin að skrolla í gegnum nokkrar mega girnilegar uppskriftir hjá þér og hlakka til að prófa fleira 😀 keep up the good work!

  Kveðja, Sigrún ókunnug 😉

 20. Er búin að vera að skoða bloggið og búin að prófa nokkrar uppskriftir héðan sem allar hafa hitt í mark. Ætla næst að gera nautahakksrúlluna með beikoninu og sveppunum. Hlakka til að fylgjast með þessu bloggi í framtíðinni.

 21. mikið er gaman að fylgjast með íslenskt matarblogg þegar maður býr í Hollandi! ætla sko að láta hollendinga smakka marengs bombuna 🙂

  • Takk fyrir kveðjuna Yrsa Rut, gaman að heyra að síðan mín er heimsótt í Hollandi! Ég mæli með marengskökunni handa Hollendinum! 🙂

 22. Er nýbúin að kynnast vefnum þínum og finnst hann frábær. Dásamlegar uppskriftir, hef prófað nokkra rétti frá þér. Hlakka til að fylgjast með þér í vetur. Takk dásamlega kona fyrir uppskriftirnar og að leyfa okkur hinum að njóta með þér 🙂

  • En hvað þetta var falleg kveðja Helga Guðrún, kærar þakkir! 🙂 Vonandi heldur þú áfram að finna eitthvað gott hér á síðunni.

 23. Yndislega falleg síða og góðar og girnilegar uppskriftir. Ein spurning, þú átt svo ofboðslega fallegt leirtau, hvaðan er þetta? Plís ekki segja útlenskt og fæst ekki á Íslandi 🙂

 24. Takk fyrir þetta! Ég var stödd í Belgíu í vikunni og keypti fyrsta hlutann, æðislegt að fá að vita að þetta fáist á Islandi, nú er ég byrjuð að safna 🙂

 25. Frábær síða hjá þér og yndislegar, ljúffengar uppskriftir. Er ég búin að prufa margar uppskriftir og slá þær allar í gegn heima hjá mér. Mig langar að vita hvar þú kaupir Rose Poultry kjúklinginn og finnst þér vera einhver munur á honum og ísl. kjúkling ?
  Kær kveðja,
  Sigrún

  • Gaman að heyra Sigrún og takk fyrir kveðjuna! 🙂

   Ég fæ Rose Poultry eiginlega í flestum verslunum, Krónunni, Bónus, Nettó og Hagkaup. Þó eru ekki alltaf til allar tegundirnar af honum í Krónunni og Bónus, stundum bara bringurnar. Þegar ég bjó í Svíþjóð keypti ég alltaf sambærilegan frosin kjúkling og líkaði svo vel. Aðallega útaf tvennu, mér fannst hann vera ákaflega meyr og svo finnst mér mjög þægilegt að eiga alltaf slíkan kjúkling til taks í frystinum. Svo finnst mér hann líka bragðbetri, kannski er það eitthvað bragð sem ég hef vanist á í Svíþjóð! 🙂 En að sjálfstögðu er hægt að nota hvaða kjúkling sem er í uppskriftunum þó svo að ég skrifi við sumar uppskriftir að ég hafi notað þennan frá Rose Poultry. 🙂

 26. Líst ákaflega vel á síðuna þína, maður fær hálfgerðan valkvíða hvar maður eigi að byrja. Treysti því að mitt matvanda barn verði alsælt og hætti að hæla matnum í skólanum eftir kvöldmatinn í kvöld 😀

  • Hahaha! 🙂 Ég er spennt að vita hvaða rétt þú valdir og hvort að hann hafði yfirhöndina í samkeppninni við skólamatinn samkvæmt barninu! 😉

 27. Sæl aftur.
  Sendi þér línu í fyrradag en finn hana ekki aftur núna ? Var að segja þér frá því að ég hefði prufað mosarellafylltu bollurnar þínar og að ég var að leita að uppskrift að pizzasósu. Eru margir staðir á blogginu sem maður getur skilið eftir skilaboð ? En í stuttu máli sagt. Þá er ég enn mikill aðdáandi þinn og vona að þú haldir áfram þessu frábæra bloggi: Ég treysti á þig þegar minn hugmyndabanki er uppurinn 🙂

  • Sæl Inga Lára! Jú, þú skrifaðir „komment“ undir kaflanum „uppskriftir“. 🙂 Kærar þakkir fyrir kveðjuna! Varðandi pizzuna þá hef ég ekki sett inn pizzur hér á síðuna, mér hefur fundist það eitthvað svo „basic“. En það er góð hugmynd hjá þér að ég setji inn uppskrift að þeim pizzabotni og pizzasósu sem ég nota. 🙂

 28. Sæl Eldhús gyðja!

  Ég er farin að nota síðuna þína óspart til að læra að elda mat 🙂 ólst upp við grjónagraut og basic pakka fóður hjá einstæðum föður 🙂 Mér finnst alveg dásamlegt að skoða síðuna og var að setja saman matseðil fyrir smá fjölskylduboð sem ég ætla að vera með í næstu viku,..humar með hvílaukssmjöri,,,hægeldað læri og súkkulaði pannacotta….Takk fyrir að gera mér kleyft að vera svona metnaðarfullur kokkur með fallegum myndum og góðum lýsingum!

  • Kærar þakkir Júlía fyrir þessa dásamlegu kveðju, mikið gleður hún mig! Mér finnst með ólíkindum að ég sé að „kenna“ einhverjum að elda, frábærlega gaman! 🙂 Gangi þér vel með matarboðið, þetta eru afar vel valdir réttir! 🙂

 29. Vegna berjabökunnar 28. jan. 2014:
  Nanna Rögnvaldardóttir notar orðið ‘mylsnubaka’ og mér hefur þótt það gott orð yfir það sem á ensku heitir ‘crumble’. Ég hef alltaf haldið að þetta væri líka það sem Svíar kalla ‘smulpaj’. Þá er búið til ‘mylsnudeig’ (yfirleitt þannig að köldum smjörbitum er blandað í þurrefnin) og mylsnu dreift yfir bökufyllinguna (ávexti, ber). Kannski lýsir þetta nafn ekki alveg eins vel deigi sem er búið til með bráðnu smjöri en ég hef ekkert á móti orðinu ‘mylsnubaka’ um það líka.

  • Ég var ekki búin að fletta upp þessari þýðingu hjá Nönnu. „Crumble pie“ og „smulpaj“ er það sama og kannski er þá mylsnubaka ekki svo galin þýðing hjá mér eftir allt saman ef að meistari Nanna hefur komist að sömu niðurstöðu! 🙂 Deigið er einmitt ofast gert úr köldu smöri blandað þurrefnum en að þessu sinni bræddi ég smjörið. Hins vegar verður áferðin ekkert ólík hefbundnu mylsnubökum þannig að orðið á líklega vel við þessa böku! 🙂 Takk fyrir innleggið!

 30. Sæl!!!!
  Og takk fyrir frábæra síðu. Nýti mér hana óspart. Einstaklega skemmtilega fram sett og aðgengileg. Í raun á ég ekki nógu sterk lýsingar orð til að lýsa hrifningu minni á þessari síðu. Hver uppskriftin annari betri.
  Bestu kveðjur og þakkir!!!!
  Eva Björg Guðmundsdóttir Dalvík

 31. Flott síða en vildi bara benda á eitt… Fyrir okkur Íslendingana sem búum ekki á landinu þá væri voða gott að sjá líka mælieiningar í grömmum eða ml eftir því sem við á. Sem dæmi ef það stendur 1 poki ostur eða 1 dós sýrður rjómi þá veit ég ekki hvað það er í grömmum þar sem umbúðirnar erlendis eru svo misstórar þá myndi þetta hjálpa mikið :o)

  • Sæl Edda. Ég hef einmitt í seinni tíð reynt að gefa alltaf upp mælieiningar líka en klikka örugglega stundum á því – ég skal bæta mig í því! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.