Hægeldaðar kalkúnabringur


IMG_5145

Mér finnst kalkúnamáltíðir rosalega góðar. Stundum hentar að hafa eldunina auðveldari en að elda heila kalkún. Mér finnst þá afar handhægt og ljúffengt að matreiða kalkúnabringur og elda þær þá við vægan hita í lengri tíma, það gerir þær ákaflega meyrar og safaríkar.  Mér hefur fundist best að kaupa bara venjulegar bringur, ófylltar, því þær hafa reynst meyrari að mínu mati. En þessi eldunaraðferð virkar auðvitað líka fyrir fylltar bringur. Ég gef líka upp uppskrift að einfaldri og góðri kalkúnasósu, unnin úr tilbúnum kalkúnasósugrunni.

Meðlætið sem ég tel upp hér með heilsteikta kalkúninum smellpassar líka með kalkúnabringunum.

img_0796

Uppskrift f. ca 4

  • 1 kalkúnabringa (u.þ.b. 900 g)
  • kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
  • salt & pipar
  • 100 kryddsmjör með hvítlaukskryddi
  • 2 msk fljótandi kalkúnakraftur + 2 dl vatn
  • 1/2 laukur, skorinn í strimla
  • kjöthitamælir

Bringan tekin úr kæli um það bil hálftíma fyrir eldun. Hún er þá krydduð með kalkúnakryddi, salti og pipar. Ofn hitaður í 100 gráður við undir- og yfirhita. Vatnið soðið og blandað saman við kalkúnakraftinn, hellt í eldfast form ásamt lauknum. Helmingurinn af kryddsmjörinu er hitaður á pönnu og bringan brúnuð við háan hita í stutta stund. Þá er hún lögð í eldfasta formið. Restinni af kryddsmjörinu er dreift yfir bringuna og ofan í formið. Sett inn í ofn við 90 gráður, gott er að ausa yfir bringuna nokkrum sinnum á meðan eldun stendur. Þegar kjarnhiti bringunnar er 68 gráður (tekur ca 70-90 mín fyrir meðalstóra bringu) er hún tekin út og leyft að hvíla í minnst 10 mínútur þar til skorin. Mér finnst gott að hafa kjarnhitann eins lágan og hægt er að komast upp með. Pakka svo bringunum strax þétt í álpappír í 10-15 mínútur áður en þær eru skornar.

Kalkúnasósa

  • 1 bréf kalkúnasósugrunnur
  • 2 dl vatn
  • 3 dl rjómi
  • 3-4 msk rjómaostur
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1 tsk rifsberjahlaup
  • salt og pipar
  • ca. 1 msk fljótandi kalkúnakraftur (meira við þörfum)
  • 20 g smjör
  • soð frá kalkúnabringunum
  • sósujafnari

Sósugrunninum er hellt út í 2 dl vatni og hrært á meðan suðan kemur upp. Þá er rjómanum og rjómaosti bætt út í. Því næst er sinnepi og rifsberjahlaupi bætt út í sósuna og hún krydduð eftir smekk. Fljótandi kalkúnakrafti er bætt út í ásamt soðinu og sósan smökkuð til. Sósan er látin krauma á meðan köldu smjörinu er bætt út í, hrært á meðan. Sósujafnari notaður við þörfum.

IMG_5149

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.