Ég eldaði þennan kjúklingarétt fyrir okkur Elfar í kvöld. Börnin langaði svo ofsalega mikið í Dominos pizzur en við hjónin erum ekki hrifin af þeim. Svo enduðu krakkarnir nú öll á því að laumast aðeins í réttinn, þrátt fyrir pizzurnar, enda er hann afskaplega góður. Mér finnst oft erfitt að finna góða sósu með svona núðlukjúlingaréttum. En þessi sósa er rosalega góð! Það er hægt að nota frosið wok grænmeti en auðvitað er mikið betra að hafa það ferskt. Þessi réttur er ekki bara góður heldur afar fljótlegur að elda. Ég var jafnlengi að búa til þennan rétt eins og stóru krakkarnir voru að sækja pizzurnar, ca. 15 mínútur. Frábær réttur sem er svo gott að grípa í þegar maður vill búa til fljótlegan er samt rosalega góðan kvöldmat! 🙂
Uppskrift:
- 600 gr kjúklingabringur eða kjúklingalundir
- 2-3 gulrætur
- góður biti af hvítkálshaus
- 250 gr sveppir
- lítill brokkolí haus
- ferskt engifer, fingurstór biti
- 4 hvítlauksrif
- 1 pakki soðnar eggjanúðlur (250 gr)
- 3-4 msk ólifuolía
- 2 tsk sesamolía
- 2 msk oystersauce
- 5-6 msk góð sojasósa
- 1 msk hoisin-sósa
- 1 tsk sykur
Líst ekkert smá vel á þennan. Hvernig eggjanúðlur notarðu?
Já ég mæli klárlega með þessum! 🙂 Ég notaði Blue Dragon medium egg noodle, fékk þær í Krónunni.
Bjarni eldadi tetta handa okkur Brynju adan. Tetta er ekkert sma gott og brynja litla sagdi“ takk pabbi fyrir ad elda svona godan mat“- vid erum i sma vandraedum med 4 ara stelpu matvendni og reynum nu i sma tima ad elda eh sem henni likar vid eftir ad vid fengum heidarlegt svar a tvi af hverju hun bordar svo litid -“ tid eldid alltaf svo vont“— höfum lofad i sma tima ad baeta ur tvi.
Dröfn: mer finnst tetta blogg storkostlegt… Hinn nudluretturinn sem tu settir inn um daginn var lika mjög godur.
haha … „þið eldið alltaf svo vont“ það er ekki verið að skafa utan af því! 🙂 Dásamlegt að Brynju sætu hafi líkað rétturinn. Mæli líka með tortillutertunni, kjötbollunum í tómatsósunni og oregano kjúklingaréttinum, það er eitthvað sem krökkunum hérna líkar vel.
Þessi hljómar vel hvað er ostron sósa ostru sósu?
kv.Hrönn
er það ostru sósa átti þetta að vera hjá mér 🙂
Æ, þetta var tilraun til að þýða nafnið á sósunni sem er ekki sniðug hugmynd! 🙂 það stendur Oystersouce á flöskunni. Takk fyrir að benda mér á þetta, ég er búin að laga þetta! 🙂
Kærar þakkir fyrir okkur. Ég er búin að sjá svo margt girnilegt hjá þér og ákvað núna um helgina að prufa einn rétt og var þessi fyrir valinu. Við hjónin vorum himinlifandi með réttinn og þóttu hann mjög einfaldan í gerð og mjög bragðgóður á meðan strákarnir okkar voru ekki eins glaðir. Þeir hefðu eflaust glaðst yfir Dominos pizzum 😉
Takk aftur fyrir okkur!
Verði ykkur að góðu Gunnhildur mín, gaman að ykkur líkaði rétturinn! Já, þau geta verið gikkir þessi börn! 🙂
Mamma eldaði þennan í kvöld fyrir hana og pabba. Þau sleiktu upp úr pottinum. Mamma eldar aldrei af bloggum og nú er hún farin að tala um að gera þorskinn líka og kjúklingasúpuna….hún er greinilega seld…. komin í Drafnarklúbbinn:)
Best að ég prófi núðlurnar næst.
Lov jú
Æ, krútt hún mamma þín! 🙂 En hvað þetta var skemmtilegt að heyra, vonandi verður hún áfram dyggur meðlimur í klúbbnum og prófar fleiri uppskriftir! Lov jú tú!
Mjög góður réttur. Fékk aldeilis klapp á bakið frá heimilisfólkinu eftir þessa máltíð.
Gaman að heyra Sveinn! Vonandi heldur þú áfram að slá í gegn hjá heimilisfólkinu með uppskriftum héðan! 🙂
Bakvísun: uppskriftir | ghafdis
Uppáhalds núðluréttur okkar! Ég nota Barilla Taglietelle eggjapasta og þetta klikkar aldrei! Þægilegt að útbúa og allir borða sig sprengsadda! Alltaf!