Gulrótarbrauð með hunangi og hörfræjum


Þetta holla og safaríka brauð er afar einfalt að baka enda er það gerlaust. Það er ákaflega gómsætt á meðan það er enn dálítið heitt, smurt með alvöru smjöri! En það helst safaríkt lengi og það er hægt að rista brauðið þegar á líður. Alexander fannst þetta voða girnilegt brauð og var spenntur að smakka það með heimatilbúnu kæfunni sem var í ísskápnum. Sem betur fer spurði hann um leyfi hvort hann mætti fá sér af þessari girnilegu kæfu. Annars hefði hann hann smurt fersku pressugeri á brauðið! 🙂 Ég hafði keypt pressuger í Hagkaup sem er selt eftir vikt og það leit greinilega út eins og góður kæfubiti!

Já og svo minni ég á að á forsíðu þessarar vefsíðu hægra megin er hægt að ,,læka“ Eldhússögur á Facebook og fylgjast þannig með hvenær nýjar uppskriftir koma inn! 🙂 Nú eða verða áskrifandi í gegnum tölvupóst, þá er hægt að skrá netfangið sitt efst til hægri á síðunni.

Uppskrift (2 brauð):

 • 4 1/2 dl hveiti 
 • 3 dl rúgmjöl
 • 3 dl heilhveiti
 • 1 1/2 dl haframjöl
 • 1/2 msk salt
 • 4 msk hörfræ
 • 1 1/2 msk lyftiduft
 • 1 1/2 msk matarsódi
 • 2 dl mjólk
 • 3 dl súrmjólk eða hrein jógúrt
 • 1 dl hunang
 • 3 dl rifnar gulrætur

Hitið ofninn í 170 gráður. Hveiti, heilhveiti, rúgmjöli, haframjöli, salti, hörfræjum, lyftidufti og matarsóda blandað saman í skál. Mjólk, súrmjólk, hunangi og gulrótum bætt út í. Hrærið saman og skiptið deiginu milli tveggja smurðra brauðforma. Brauðformin sem ég nota eru 25 x 11 cm, mæld að ofan, þau mjókka aðeins niður. Bakið við 170 gráður í 40-50 mínútur. Látið brauðið kólna dálítið í formunum.

12 hugrenningar um “Gulrótarbrauð með hunangi og hörfræjum

 1. Sæl og blessuð og takk fyrir frábært matarblogg! Ég er að vandræðast með stærðirnar á formunum hjá þér….ekki myndirðu vera svo elskuleg að leyfa stærðunum á bökunarformunum fylgja með uppskriftunum og þá sérstaklega brauðformunum!??

  • Takk fyrir það Ragnheiður! Gott að þú bentir mér á þetta, ég skal láta stærðirnar fylgja með héðan í frá! 🙂 Brauðformin sem ég nota eru 25 x 11 cm (mæld að ofan, þau mjókka aðeins niður).

  • Sæl Steina. Já, það er rétt. Fyrir brauð sem eru með lyftidufti og matarsóda í stað gers þá er yfirleitt notað ca. 1 1/2 tsk af hvoru í eitt form. Þetta eru tvö form og þá passar ágætlega að hafa 1 1/2 msk. Það væri mögulega hægt að minnka þetta aðeins og hafa að 3 tsk af hvoru.

 2. Brauðið í ofninum og ilmar dásamlega.
  Fór að velta því fyrir mér hvort bakað er með eða án blásturs?
  Takk fyrir dásamlegar uppskriftir.
  kv. Anna

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.