Gulrótarbrauð með hunangi og hörfræjum


Þetta holla og safaríka brauð er afar einfalt að baka enda er það gerlaust. Það er ákaflega gómsætt á meðan það er enn dálítið heitt, smurt með alvöru smjöri! En það helst safaríkt lengi og það er hægt að rista brauðið þegar á líður. Alexander fannst þetta voða girnilegt brauð og var spenntur að smakka það með heimatilbúnu kæfunni sem var í ísskápnum. Sem betur fer spurði hann um leyfi hvort hann mætti fá sér af þessari girnilegu kæfu. Annars hefði hann hann smurt fersku pressugeri á brauðið! 🙂 Ég hafði keypt pressuger í Hagkaup sem er selt eftir vikt og það leit greinilega út eins og góður kæfubiti!

Já og svo minni ég á að á forsíðu þessarar vefsíðu hægra megin er hægt að ,,læka“ Eldhússögur á Facebook og fylgjast þannig með hvenær nýjar uppskriftir koma inn! 🙂 Nú eða verða áskrifandi í gegnum tölvupóst, þá er hægt að skrá netfangið sitt efst til hægri á síðunni.

Uppskrift (2 brauð):

 • 4 1/2 dl hveiti 
 • 3 dl rúgmjöl
 • 3 dl heilhveiti
 • 1 1/2 dl haframjöl
 • 1/2 msk salt
 • 4 msk hörfræ
 • 1 1/2 msk lyftiduft
 • 1 1/2 msk matarsódi
 • 2 dl mjólk
 • 3 dl súrmjólk eða hrein jógúrt
 • 1 dl hunang
 • 3 dl rifnar gulrætur

Hitið ofninn í 170 gráður. Hveiti, heilhveiti, rúgmjöli, haframjöli, salti, hörfræjum, lyftidufti og matarsóda blandað saman í skál. Mjólk, súrmjólk, hunangi og gulrótum bætt út í. Hrærið saman og skiptið deiginu milli tveggja smurðra brauðforma. Brauðformin sem ég nota eru 25 x 11 cm, mæld að ofan, þau mjókka aðeins niður. Bakið við 170 gráður í 40-50 mínútur. Látið brauðið kólna dálítið í formunum.

12 hugrenningar um “Gulrótarbrauð með hunangi og hörfræjum

 1. Sæl og blessuð og takk fyrir frábært matarblogg! Ég er að vandræðast með stærðirnar á formunum hjá þér….ekki myndirðu vera svo elskuleg að leyfa stærðunum á bökunarformunum fylgja með uppskriftunum og þá sérstaklega brauðformunum!??

  • Takk fyrir það Ragnheiður! Gott að þú bentir mér á þetta, ég skal láta stærðirnar fylgja með héðan í frá! 🙂 Brauðformin sem ég nota eru 25 x 11 cm (mæld að ofan, þau mjókka aðeins niður).

  • Sæl Steina. Já, það er rétt. Fyrir brauð sem eru með lyftidufti og matarsóda í stað gers þá er yfirleitt notað ca. 1 1/2 tsk af hvoru í eitt form. Þetta eru tvö form og þá passar ágætlega að hafa 1 1/2 msk. Það væri mögulega hægt að minnka þetta aðeins og hafa að 3 tsk af hvoru.

 2. Brauðið í ofninum og ilmar dásamlega.
  Fór að velta því fyrir mér hvort bakað er með eða án blásturs?
  Takk fyrir dásamlegar uppskriftir.
  kv. Anna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.