Ostakökudesert með Dumle Snacks


IMG_0618

Þar sem að við höfum verið mikið heima við í sumar höfum við haldið óvenju mörg matarboð upp á síðkastið. Um daginn hringdi Elfar í mig úr vinnunni, rétt fyrir kvöldmatinn, og spurði hvort að hann mætti taka með sér heim í mat fyrrum vinnufélaga sinn frá Stokkhólmi sem væri staddur hér á landi með fjölskyldu sinni. Ég er alveg hætt að æsa mig of mikið yfir matarboðum og bað hann endilega að gera það. Með aldrinum þá fer mann nefnilega að finnast einna mikilvægast njóta samverunnar við skemmtilegt fólk og ekki gera hlutina of flókna. Ég get þó ekki sagt að mér finnist maturinn farinn að skipta mig minna máli, hann skiptir mig alltaf miklu máli! 😉 En stundum er hið einfalda best. Ég skaust því út í fiskbúð og bjó til góðan fiskrétt. Mig langaði svo mikið að gera ostaköku í eftirrétt en hana þarf að gera með fyrirvara. Ég ákvað því að nota hráefni sem notuð eru í ostaköku og útbúa eitthvað fljótlegt úr þeim. Úr varð þessi stórgóði eftirréttur sem sló í gegn. Þennan desert tekur enga stund að gera en er afar ljúffengur, ég mæli með honum! 🙂

Uppskrift f. 6:

  • 2 dósir Philadelphia rjómaostur (400 g)
  • 1 dós grísk jógúrt (350 ml)
  • 1 dl rjómi
  • 1 vanillustöng, klofin og fræin skafin úr
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1/2 dl flórsykur
  • 150 g Digestive kex
  • 300 g jarðarber (og/eða önnur ber)
  • 175 g Dumle snacks

Rjómaosti, grískri jógúrt og rjóma er þeytt saman ásamt fræjunum úr vanillustönginni, vanillusykri, flórsykri þar til blandan verður kremkennd. Digestive kexið er mulið smátt. Dumle snacks er saxað smátt, jarðarberin skorin í bita. Því næst er öllum hráefnunum blandað í 6 skálar. Best er að byrja á því að dreifa hluta af mulda kexinu í botinn, þá rjómaostablöndunni því næst Dumle snacks og loks jarðarberjunum. Þetta er endurtekið einu sinni eða tvisvar eða þar til hráefnið klárast.

IMG_0623

Rabarbarapæ með stökkum hjúpi úr brúnuðu smjöri


IMG_4000

Síðastliðin tvö sumur höfum við farið í fremur langar utanlandsferðir en nú í sumar höfum við verið heima og notið þess afar vel. Sumrin á Íslandi eru svo stutt en svo dásamlega björt og falleg að í raun ætti maður bara að fara til útlanda á veturna. Yngsta barnið okkar fór hins vegar í ferðalag og það ekkert lítið ferðalag. Hún fór til Colombus í Bandaríkjunum í sumarbúðir barna og var þar í heilan mánuð, 11 ára gömul! Þegar hún orðaði þetta við mig fyrst fyrir tæpu ári síðan, þá hefði hún allt eins getað spurt hvort hún mætti fara til tungslins, svo fráleitt fannst mér að hún færi án okkar til útlanda svona lengi og svona ung. En þegar ég fór að kynna mér starfsemi CISV þá gat ég ekki annað en hrifist af hugmyndafræðinni. Allir sem höfðu farið í slíkar búðir, sem ég heyrði og las um, sögðu þetta vera það magnaðasta sem þau hefðu gert á ævinni. Ég ákvað að láta ekki mína hræðslu standa í vegi fyrir ævintýragirni dóttur minnar og úr varð að hún fór í þetta frábæra ferðalag.

heimkoma

Komin heim!

Markmið CISC er að stuðla að friði og réttlæti í heiminum í gegnum vinskap og samstarf ólíkra menningarbrota, óháð pólitískum eða trúarlegum skoðunum. Það er hugsun á bakvið að börnin séu 11 ára í þessum búðum því þá eru þau nógu þroskuð til þess að taka á móti þessum boðskap en ennþá það mikil börn að þau eru tilbúin að taka þátt í leikjunum sem búðirnar eru byggðar upp á og þetta er líka sá aldur sem börn mynda lífslangan vinskap á. Ég heyrði hér um bil ekkert í Jóhönnu í heilan mánuð og var því spennt að vita hvernig hún hefði upplifað búðirnar. Þegar hún loksins kom heim spurði ég hana hvort þetta hefði verið skemmtilegra eða leiðinlegra en hún hefði gert ráð fyrir. Hún svaraði að dvölin hefði verið miklu skemmtilegri en hún hélt; „ég lærði svo miklu meira um að vera þakklát, hugsa um aðra og verða betri manneskja” :). Hún eignaðist bestu vinkonur frá Indónesíu, Portugal, Costa Rica, Bandaríkjunum og löndum um allan heim og er ákveðin í því að halda áfram í samtökunum. Samtímis því sem hún var í Bandaríkjunum voru CISV sumarbúðir haldnar hér á landi með aðsetur í Mýrhúsaskóla. Ég fór nokkrum sinnum þangað í sjálfboðaliðavinnu í eldhúsið og gat þá fengið innsýn í hvað Jóhanna var að upplifa í sínum sumarbúðum. Ein helgi er svokölluð ”homestay” helgi. Þá fara börnin heim til fjölskyldu og við fengum til okkar þrjár yndislegar 11 ára stelpur frá Brasilíu, Ítalíu og Egyptalandi eina helgi. Við skemmtum okkur vel með þeim þessa helgi, sýndum þeim Reykjavík og mynduðum Facebook-tengsl við fjölskyldur þeirra í Kairo, Sao Paolo og Ferrara. Vinskapurinn sem myndaðist þesssa helgi kristallar einmitt markmið samtakanna svo vel.

cisv

Þar sem ég stóð í eldhúsinu í Mýrhúsaskóla einn daginn, í bongóblíðu, og bjó til súpu í kvöldmatinn fyrir börnin sem voru í sumarbúðum hér fór ég að hugsa um hversu gaman það væri að geta boðið þeim upp á almennilega íslenska grillveislu. Ég sá það nú strax í hendi mér að það myndi duga skammt að dröslast með grillið mitt á staðinn enda voru þetta 70 manns með fararstjórum og búðarteymi. Búðirnar eru reknar í sjálfboðaliðavinnu með lágmarksrekstrarfé. Í bríeríi ákvað ég því að senda Tomma hjá Hamborgarabúllunni tölvupóst, segja honum frá þessum frábæru samtökum og yndislegu börnum sem væru hér stödd allsstaðar að úr heiminum og spyrja hvort hann gæti hugsað sér að koma með grillvagninn sinn og bjóða þeim upp á hamborgaraveislu. Ég bjóst ekkert endilega við svari, enda þekki ég Tomma ekki neitt og þetta var fremur frökk bón, að biðja um ókeypis hamborgaraveislu fyrir 70 manns. Ég fékk hins vegar svar um hæl, ”Ekkert mál, hvenær hentar að við komum?”!! Algjörlega mögnuð viðbrögð og svo frábært að til sé fólk sem er tilbúið að gefa svona af sér án þess að vænta nokkurs tilbaka. Hamborgarabúllan mætti á staðinn í bongóblíðu á ”galadegi” búðanna og bauð upp á ógleymanlega grillveislu. Frábær minning og upplifun fyrir börnin sem dvöldu hér á Íslandi. Takk Tommi og Búllan!!

búllan

En svo ég snúi mér að uppskrift dagsins. Ég komst að því mér til mikillar ánægju að ég er með rabarbara í nýja garðinum mínum. Ég fann á sænskum uppskriftavef uppskrift að spennandi rabarbaraböku með brúnuðu smjöri. Brúnað smjör er svo svakalega gott, það kemur svo góður karamellu/hnetukeimur að smjörinu þegar það er brúnað. Ég var því spennt að prófa þessa uppskrift og hún sló algerlega í gegn hér heima. Stökkur hjúpur með karamellukeimi á móti súrum rabarbaranum var frábærlega gott. Það væri hægt að velta rabarbaranum upp úr smá sykri, jafnvel kanelsykri en okkur fannst gott að hafa hann dálítið súran á móti stökka og sæta hjúpnum.

IMG_3990
Uppskrift: 

  • 500 g rabarbari, skorin í bita
  • 150 g smjör
  • 1 1/2 dl haframjöl
  • 1 1/2 dl sykur
  • 1 1/2 dl hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 dl ljóst síróp 
  • 2 msk mjólk
  • örlítið salt

IMG_3988IMG_3989

Ofn hitaður í 175 gráður við blástur. Rabarbarinn skorinn í bita og honum dreift í smurt eldfast mót. Smjörið sett í pott og brætt við fremur háan hita þar til það byrjar að malla vel, þá er fylgst vel með smjörinu, jafnvel aðeins lækkað undir því ef með þarf. Eftir 2-3 mínútur verður það gullinbrúnt með hnetuilmi. Þá er potturinn tekinn af hellunni, mesta froðan veidd af og brúnaða smjörinu hellt í skál, ekki með botnfallinu. Því næst er haframjöli, sykri, hveiti, lyftidufti, sírópi, mjólk og salti bætt út í og allt hrært saman. Þessu er dreift yfir rabarbarann og bakað við 175 gráður í um það bil 45 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.

IMG_3996IMG_3995

Nýtt eldhús


131CE662-EB25-4DF2-B9A0-DA3AA1B1D644

Ég var fyrir löngu búin að lofa því að sýna myndir af nýja eldhúsinu mínu. Þann 1. desember síðastliðinn fengum við húsið okkar afhent og þá tók við krefjandi tímabil því við tókum allt húsið í gegn, allt frá nýjum vatnslögnum upp í ný gólfefni, innréttingar, hurðar ásamt því að endurnýja baðherbergin og rafmagn. Þann 1. mars fluttum við inn en þá var húsið ekki alveg tilbúið en mjög langt komið. Núna líður okkur eins og að loksins séu síðustu bitarnir í púslinu að komast á sinn stað. Í síðustu viku útskrifaðist Alexander úr læknisfræði og við náðum því markmiði að vera eiginlega búin að öllu fyrir útskriftarveisluna. Við erum vægast sagt afar ánægð með útkomuna á húsinu og líður ákaflega vel í því.

IMG_3773

Ég er einstaklega ánægð með eldhúsið. Þegar við settum upp nýtt eldhús í gamla húsinu okkar fyrir átta árum og þá völdum við innréttingar með hvítum fulningahurðum (hurðar sem eru ekki sléttar heldur með listum). Við vorum mjög ánægð með það eldhús. Mér finnst sá stíll afar klassískur og það er sama hvað ég skoða margar eldhúsinnréttingar, mér finnst þær alltaf langfallegastar og hvítt fer aldrei úr tísku líkt og allskonar viðarlitir gera.

88506FF9-9760-4F8E-8788-08DFC1669F20

Við vorum því ákveðin í því að fá okkur svipaðar innréttingar í nýja húsið. Við skoðuðum innréttingar hjá öllum sem selja eldhúsinnréttingar en það eru þó ekki allir með fulninga-innréttingar. Þar sem að ég vildi meðal annars sérstakan tækjaskáp sem myndi passa á ákveðinn vegg þá vildi ég helst sérsmíðaðar innréttingar. Tækjaskápurinn sést hér að neðan og er algjör snilld.

FullSizeRender-3IMG_3740

Ekker af þeim fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem ég kannaði sérsmíðar fulninga-innréttingar í þeim stíl sem við vildum nema Björninn. Við enduðum því á að að velja það fyrirtæki, innréttingarnar frá þeim eru með fallegum fulningum (þær eru nefnilega misfallegar) og þeir eru snillingar í að hanna og smíða nákvæmlega það sem maður þarf. Ekki var verra að tilboðið frá þeim var einna lægst af öllum tilboðunum sem við fengum og þó voru það flest hin tilboðin frá fyrirtækjum með tilbúnum einingum, ekki sérsmíðuðum – þar af var eitt tilboð sem var rúmlega tvöfalt hærra en frá Birninum! Við teiknuðum upp innréttinguna í samvinnu við Pál hjá Birninum sem reyndist okkur rosalega vel. Innréttingin kom út jafnvel enn betur en við bjuggumst við. Ég get því virkilega mælt með Birninum, algjörlega frábærar innréttingar en ekki síst góð þjónusta en hún er svo mikilvæg í svona ferli.

IMG_3779

Við ákváðum að fá okkur granítborðplötur. Ég er þó ekki hrifin af háglans granítplötum. Við völdum okkur leður-granít en þá er platan mött og mjög hlýleg, það glamrar líka mjög lítið á henni og óhreinindi sjást lítið á henni en oft sést mikið á glansandi graníti. Við keyptum hana hjá Granítsteinum í Hafnarfirði og ég gæti ekki verið ánægðri með borðplötuna, hún er algjört æði! Ég mæli virkilega með þessari leður-áferð og granítið er auðvitað snilldarefni.

IMG_3794

Þessar myndir hér að neðan eru teknar af eldhúsinu frá stofunni sem er hálfri hæð ofar. Áður var engin opnun út í garð úr stofu eða eldhúsi/borðstofu. Við tókum því gluggann þarna vinstra meginn á myndinni, opnuðum vegginn og settum rennihurð þannig að það er hægt að ganga út í garð.

eldhusfyrir

IMG_0832IMG_379175B0A39F-BD97-4876-9154-C915E79A2747glerhurd

Borðstofuhornið var lítið og þar var gluggi og litlar svalir sem voru einungis rúmur meter á breidd og þær nýttust því ekkert. Við ákváðum að taka vegginn og setja glerskála yfir svalirnar í staðinn. Þannig myndum við fá miklu meiri birtu, losna við svalir sem voru bara snjókista en síðast en ekki síst fá stærri borðstofu. Við vissum ekki beint hvar við áttum að byrja, að þurfti að jú að kanna hvort þetta væri framkvæmanlegt, finna skála sem passaði, fá fólk í framkvæmdirnar, verkfræðing til að kanna burðarþol og meira. Við snérumst dálítið í hringi með þetta þar til að okkur var bent á að tala við Sigurð Hafsteinsson hjá Vektor. Hann var algjör bjargvættur í þessu máli, teiknaði þetta upp ásamt hitalögnum í gólfi og sótti um byggingarleyfi. Hann hjálpaði okkur líka að velja skála en við keyptum hann frá PGV en þar fengum við frábæra þjónstu, mæli með þeim.

opinnveggur

veggopnunIMG_3782IMG_3752IMG_376199D7D423-9BC2-4D19-915B-1D7C0CD25691IMG_3764IMG_3777

Hér sést sár eftir vegg í eldhúsinu sem við tókum niður og það opnaði eldhúsið mikið.

IMG_0827IMG_5913IMG_3804

Auk þess sem við endurnýjuðum neyslulagnir þá endurnýjuðum við rafmagnið sem gaf okkur og kost á góðri lýsingu í eldhúsið. Meðal annars með því að setja rafmagn í kassann fyrir ofan eyjuna.

IMG_9717IMG_3751

Það voru snillingar frá Rafvolt sem sáu um rafmagnið hjá okkur, ég mæli með þeim!

IMG_0826IMG_3738

Þeir settu líka lýsingu inn í tækjaskápinn sem er með skynjara og í glerskápana og þeir unnu þetta í góðri samvinnu við Björninn.

IMG_3765

Ég leitaði með logandi ljósi af fallegum höldum og endaði á að finna þessar í Brynju. Ég vildi fá dálítið gamaldags útlit og fannst fallegt hvernig liturinn á þessum tónuðu við borðpötuna og parketið.

IMG_3766IMG_3769

Ég lét Pál fyrst teikna eyjuna upp með bara helming þessara glerskápa og þá væri hægt að sitja með barstólum við hinn endann. Eftir miklar vangaveltur hætti ég við það. Mig langaði að hafa fleiri glerskápa og svo fannst mér það stílhreinast að hafa ekki barstóla við eyjuna.

IMG_3812

Rafvirkjarnir voru líka svo sniðugir að setja svona tengla í eyjuna þannig að hægt sé að stinga tækjum þar í samband.

IMG_3749IMG_3748

Birtan í skálanum er dásamleg. Núna er allt fallega grænt fyrir utan en á veturna er skálinn eins og rammi utan um málverk.

IMG_3762

IMG_2103IMG_2104IMG_2105IMG_2106

Fleiri myndir.

eldhusfrastofu88506FF9-9760-4F8E-8788-08DFC1669F20

IMG_3790IMG_3792IMG_3758IMG_3750IMG_3754IMG_3744IMG_3745

Ég er lítið fyrir gráu tónana sem eru vinsælir núna og við völdum þennan ljósbláa lit á veggina í eldhúsið en okkur fannst hann svo fallega sænskur. 🙂

IMG_3729IMG_3735

Stofan er hálfri hæð ofar en elhúsið og það er gat á milli sem hefur aldrei verið neitt fyrir frá því húsið var byggt fyrir 35 árum. Við settum glervegg fyrir gatið og erum mjög ánægð með útkomuna.

IMG_0825IMG_3778678CBD92-510C-4791-9483-2F2B0F985120

IMG_3902IMG_3901IMG_3897IMG_3894

Í stofunni valdi ég bleikan lit sem fer út í beislit, jafnvel gráan. Hann er mjög breytilegur eftir birtu og ég er rosalega ánægð með hann. Við settum hátalara og bassabox í loftið á stofunni – mjög góð lausn fyrir manneskjur eins og mig sem þoli illa snúrur! 😉

IMG_3786IMG_3787IMG_3888IMG_3885