

Súkkulaðið var allstaðar að.
Nóg af rauðvíni!
Íslenskt gæðasúkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi ásamt allskonar erlendu gæðasúkkulaði.
Konurnar ánægðar með hlaðborðið
Gúrmei!
Ég og gestgjafinn góði.
Uppskrift dagsins er hins vegar bragðmikil og góð gúllassúpa. Það er hægt að skipta út gúllasinu fyrir nautahakk og þá þarf súpan bara að malla í stutta stund áður en hún er tilbúin.
Uppskrift:
- 600 g gúllas
- 1 rauð paprika, skorin í bita
- 1 gulur laukur
- ca. 6 meðalstórar kartöflur
- ca. 3 meðalstórar gulrætur
- 1 msk paprika (krydd)
- 1 1/2 tsk cummin (ath. ekki kúmen)
- salt & pipar
- chili krydd eftir smekk (ég notaði chili explosion)
- 2 msk ólívuolía
- 1 líter kjötkraftur (nautakraftur og vatn)
- 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
- 2 msk smjör
- 1-2 msk tómatpúrra
- sýrður rjómi
Kjötið er skorið í minni teninga ef með þarf. Kartöflur, laukur og gulrætur flysjaðar og skornar í meðalstóra teninga. Kjöt, laukur og paprika er steikt upp úr olíu í stórum potti og öllum kryddunum bætt út í. Þegar kjötið hefur fengið lit er nautakraftinum og tómatpúrrunni bætt út í pottinn og suðan látin koma upp. Þá er smjörinu og hvítlauknum bætt út í. Látið malla í ca. 50 – 60 mínútur – súpan verður enn betri ef hún fær að malla lengur! Þegar um það bil 20 mínútur er eftir af suðutímanum eru kartöflunum og gulrótunum bætt út súpuna. Borin fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.
Ji hvað þetta súkkkulaði- og rauðvínsboð er frábær hugmynd!
Já, það fannst okkur líka Ásdís! 🙂
Fullkomin tímasetning, var akkúrat að spá hvað ég ætti að gera við hakkið sem fer að renna út.. geri þessa í kvöld!
Svo hlakka ég til að lesa um Bandaríkjaferðina ykkar, ég fór einmitt sjálf í 3ja vikna roadtrip um 10 fylki síðasta sumar og það var algjör draumur!
Spennandi að vita hvernig súpan verður með nautahakki! Já, ég held að þessi ferð verði algjör draumur! 🙂
Mjög góð súpa! Notaði ærgúllas og lambakjötssoð sem kom mjög vel út. Takk fyrir frábæran vef.
En hvað það var skemmtilegt að heyra Ingibjörg, takk fyrir að skilja eftir kveðju! 🙂
Æðisleg súpa, einföld og bragðmikil ! Takk fyrir uppskriftina.Vildi bara benda á að þú gleymir að nefna hvenær maður á að bæta tómatpúrrunni við í leiðbeiningunum 😉
Frábært að heyra Maren og takk fyrir ábendinguna! 🙂
Hvað myndir þú áætla að þessi uppskrift væri fyrir marga?
Um það bil 3-4