Gúllassúpa


GúllassúpaVikan hefur liðið hratt að vanda. Öllum kvöldunum í síðustu viku eyddi ég fyrir framan tölvuna við að skipuleggja sumarfrí okkar fjölskyldunnar. Við erum að fara í langa og ótrúlega spennandi Bandaríkjaferð næsta sumar. Við munum heimsækja tvær stórborgir í nokkra daga og eyða nokkrum vikum í minni borg þar sem við gerum húsaskipti. Jóhanna Inga dóttir mín á sér þrjá drauma. Það er að borða á veitingastað á Ítalíu, sjá Effelturninn í París og fara upp í frelsisstyttuna í New York. Sá hinn síðastnefndi mun rætast næsta sumar og öll fjölskyldan er yfir sig spennt yfir væntanlegu ævintýri sumarsins.
Um helgina fór ég í skemmtilegt konuboð. Í vinnunni vorum við nokkrar starfssystur að ræða rauðvín og súkkulaði í kaffitímanum – hvað annað! Í kjölfarið var ákveðið að hafa boð með gæðasúkkulaði- og rauðvínshlaðborði. Dásamlega gott og skemmtilegt!IMG_3758

Súkkulaðið var allstaðar að.

IMG_3781

Nóg af rauðvíni!

IMG_3783

Íslenskt gæðasúkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi ásamt allskonar erlendu gæðasúkkulaði.

IMG_3787

Konurnar ánægðar með hlaðborðið

IMG_3795

IMG_3802

Gúrmei!

IMG_3805

IMG_3813

IMG_3836

Ég og gestgjafinn góði.

Uppskrift dagsins er hins vegar bragðmikil og góð gúllassúpa. Það er hægt að skipta út gúllasinu fyrir nautahakk og þá þarf súpan bara að malla í stutta stund áður en hún er tilbúin.

Uppskrift:

  • 600 g gúllas
  • 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 1 gulur laukur
  • ca. 6 meðalstórar kartöflur
  • ca. 3 meðalstórar gulrætur
  • 1 msk paprika (krydd)
  • 1 1/2 tsk cummin (ath. ekki kúmen)
  • salt & pipar
  • chili krydd eftir smekk (ég notaði chili explosion)
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 líter kjötkraftur (nautakraftur og vatn)
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 2 msk smjör
  • 1-2 msk tómatpúrra
  • sýrður rjómi

Kjötið er skorið í minni teninga ef með þarf. Kartöflur, laukur og gulrætur flysjaðar og skornar í meðalstóra teninga. Kjöt, laukur og paprika er steikt upp úr olíu í stórum potti og öllum kryddunum bætt út í.  Þegar kjötið hefur fengið lit er nautakraftinum og tómatpúrrunni bætt út í pottinn og suðan látin koma upp. Þá er smjörinu og hvítlauknum bætt út í. Látið malla í ca. 50 – 60 mínútur – súpan verður enn betri ef hún fær að malla lengur! Þegar um það bil 20 mínútur er eftir af suðutímanum eru kartöflunum og gulrótunum bætt út súpuna. Borin fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

IMG_2995

10 hugrenningar um “Gúllassúpa

  1. Fullkomin tímasetning, var akkúrat að spá hvað ég ætti að gera við hakkið sem fer að renna út.. geri þessa í kvöld!
    Svo hlakka ég til að lesa um Bandaríkjaferðina ykkar, ég fór einmitt sjálf í 3ja vikna roadtrip um 10 fylki síðasta sumar og það var algjör draumur!

  2. Æðisleg súpa, einföld og bragðmikil ! Takk fyrir uppskriftina.Vildi bara benda á að þú gleymir að nefna hvenær maður á að bæta tómatpúrrunni við í leiðbeiningunum 😉

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.