Snickersbitar


SnickersbitarVið fjölskyldan áttum afar notalega helgi sem okkur fannst meira að segja sérstaklega löng. Ástæðan var sú að við ákváðum með örstuttum fyrirvara að skella okkur í bústað yfir helgina. Elfar vinnur alla virka daga og margar helgar líka þannig að það gildir að nota tækifærið þá sjaldan hann fær fríhelgar. Við fórum í Brekkuskóg í bústað og eyddum þar tveimur ljúfum dögum, borðuðum góðan mat (að sjálfsögðu!), spiluðum, fórum í pottinn, lásum, fórum í göngutúra og horfðum á bíómyndir. Mikið var gott að skipta svona um umhverfi og slappa fullkomlega af, bara við fjölskyldan.

Ég var hins vegar búin að lofa á Facebook að setja inn uppskriftina að þessum dásamlega góðu snickersbitum. Þeir voru ótrúlega góðir en ekki nógu fallegir hjá mér. Ég þarf að æfa mig til að fá bitana fallegri, ég veit að fjölskyldan verður ekkert svekkt yfir slíkum æfingum! 🙂 Karamellan var aðeins of lin hjá mér eftir þessa fyrstu tilraun en það var af því að ég fór ekki eftir eigin leiðbeiningum varðandi karamelluna – aðeins of óþolinmóð. En fylgið bara leiðbeiningunum og þá ætti þetta allt að lukkast!

Uppskrift:

  • 4 egg
  • 225 g sykur
  • 1 vanillustöng
  • 290 g Kornax hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Bakarofn hitaður i 190 ˚C. Vanillustöngin er klofin í tvennt og vanillufræin skafin innan úr henni. Þau eru sett í skál ásamt eggjum og sykri. Skálin er set yfir sjóðandi vatn í potti og pískað þar til að sykurinn hefur leyst upp. Þá er blöndunni hellt í hrærivélaskál og þeytt þar til blandan er orðin létt og ljós. Hveiti og lyftidufti er bætt varlega út í með sleikju.

Form (20 cm X 30 cm) er klætt að innan með bökunarpappír og deiginu er hellt í formið. Bakað við 190 gráður í 10 – 15 mínútur eða þar til kakan er orðin ljósbrún á litinn. Þá er hún tekin úr ofninum og leyft að kólna.

IMG_3642

Karamellusósa:

  • 500 g sykur
  • 130 ml vatn
  • 170 ml rjómi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 140 g smjör (helst ósaltað)
  • 150 g salthnetur
  • 250 g suðusúkkulaði (eða hjúpsúkkulaði)

Vatn og sykur sett í pott og látið malla við meðalhita (ca 4-5 af 9) þar til sykurinn er uppleystur. Þá er hitinn hækkaður og látið sjóða þannig að blandan „bubbli“ þangað til að blandan er orðin gullinbrún. Athugið að á meðan þessu stendur á alls ekki að hræra neitt. Þetta getur tekið um það bil 10-15 mínútur. Potturinn er tekinn af hellunni og nú er rjómanum hrært út í. Því næst er vanilludropunum og smjörinu bætt út í og potturinn settur aftur á helluna. Karamellusósan er að lokum látin malla við mjög vægan hita í ca. 10 mínútur og hrært í reglulega þar til karamellan er orðin vel þykk. Karamellunni er hellt í skál og salthnetunum er bætt út í. Karamellunni með salthnetunum dreift jafnt yfir kalda kökuna og hún svo sett í kæli í minnst 5 tíma, helst yfir nóttu.

IMG_3655IMG_3673

Þegar kakan er komin úr kælinum er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Kakan er skorin niður í passlega bita og brædda súkkulaðinu hellt yfir hvern bita fyrir sig. IMG_3678Gott er að láta bitana liggja á gaffli, ausa brædda súkkulaðinu yfir þá með skeið og leggja svo á bökunarpappír.

Snickersbitar

6 hugrenningar um “Snickersbitar

  1. er alveg glatað að hella súkkulaðinu yfir karamelluna og frysta og skera svo???

    • Nei, nei, það er alveg jafn gott örugglega, bara annað útlit. 🙂 Ég held að það sé samt betra að skera kökuna í bita áður en súkkulaðið verður alveg hart. Annars getur verið erfitt að skera í gegnum hart súkkulaðið án þess kremja bitana.

  2. Egvarð fyrirsvolittlum vonbrigðum, eghéltaðþú værirkomin meðuppskrift aðsykurskertum
    Snikkers, ennþaðhefur ekkiklikkað uppskrifthjáþér ennþá.
    Bestukveðjur Kristján

    • Hahaha, það er nú lítið um sykurskert gúmmelaði á minni síðu Kristján – til þess að finna svoleiðis þarftu að fara á önnur matarblogg! 😉 Mín skoðun er sú að ef maður ætlar að njóta þá á maður að gera það almennilega og án samviskubits. Ég hef enn ekki fundið hráköku, sykurskerta mola eða annað sem mér finnst nógu gott. Þess vegna fæ ég mér frekar alvöru gúmmelaði ef ég ætla að njóta og geri það frekar sjaldan og fæ mér lítið í einu! 🙂

  3. Seturðu fræin úr vanillustönginni saman við eggin og sykurinn ?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.