Himneskir kjúklingaleggir með rjómasósu


Í kvöld eldaði ég nýjan kjúklingarétt sem varð á svipstundu einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar! Börnin linntu ekki látum fyrr en ég lofaði að hafa þennan rétt allavega vikulega. Okkur Elfari fannst rétturinn líka ofsalega góður og að auki er hann mjög auðveldur að matreiða og frekar ódýr þar sem að kjúklingaleggir eru fremur ódýrt kjöt. Ég set hann því með glöðu geði á listann yfir uppáhaldsrétti. Það má nú deila um hollustu sósunnar sem inniheldur bæði smjör, rjóma og rjómaost en hún er ó svo hrikalega góð!! Það, að láta smör og sojasósu malla saman í safa af kjöti, gefur afskaplega góðan grunn í sósur. Kjúklingaleggirnir verða líka svo ofsalega bragðgóðir í þessari marineringu og meyrir við eldunina. Ég gerði satt að segja tvöfalda uppskrift hér að neðan, notaði sem sagt tvö kíló af kjúklingaleggjum! En við vorum sex í mat og svo var að auki afgangur sem dugði í þrjú matarbox, eitthvað sem gleður elstu krakkana mikið, þá þurfa þau ekki að eyða pening í mat í skólanum á daginn.
Uppskrift fyrir 4:
 • 1 kíló kjúklingaleggir
 • 25 gr smjör
 • ½ dl ólífuolía
 • 3 msk sojasósa
 • salt og pipar
 • Knorr kjöt & grill krydd (eða annað gott krydd, t.d. Töfrakrydd frá Pottagöldrum)
 • ½ dl vatn
 • 100 gr rjómaostur (jafnvel enn betra að nota Philadelpia með hvítlauk og kryddjurtum)
 • 3 dl rjómi
Ofninn stilltur á 200 gráður. Kjúklingaleggjunum er raðað í stórt eldfast mót eða í ofnskúffu, fer eftir fjölda leggja. Smjörið brætt og sojasósunni ásamt ólífuolíunni bætt út í. Blöndunni síðan hellt yfir kjúklingaleggina og þeim velt vel upp úr henni. Leggirnir eru því næst kryddaðir á alla kanta mjög vel með kjöt & grill kryddinu ásamt salti og pipar. Settir inn í 200 gráðu heitan ofn í 30-40 mínútur eða þar til leggirnir eru eldaðir í gegn. Kjúklingaleggirnir eru því næst lagðir á fat og vatni pískað út í sósuna í eldfasta mótinu, henni er síðan hellt yfir í pott. Rjómaosti er svo bætt út í og sósan látin malla þar til hann er bráðnaður. Þá er rjómanum bætt út í og sósan bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Sósan látin malla í nokkrar mínútur og þykkt af vild með sósujafnara.
Kjúklingaleggirnir eru bornir fram með sósunni, hrísgrjónum og salati.

53 hugrenningar um “Himneskir kjúklingaleggir með rjómasósu

 1. Takk fyrir góðar uppskriftir, ég hafði kjúklingaréttinn í gær og hann gerði stormandi lukku hjá öllum!! Kveðja, Helga

 2. Snilldarréttur. Hitti vel í mark hér á heimilinu 🙂
  Þreytist ekki á að benda á þetta blogg.

 3. Þessi uppskrift er ansi girnileg.
  Einn spurning varaðandi uppskriftina sjálfa……■½ dl ólífuolía er því blandað við smjörið og sojasósuna?
  Kemur ekki fram í uppskriftinni sjálfri hvað verður um það…!

  • Takk fyrir að benda mér á þetta Laufey. Olían á að fara í pottinn með sojasósunni og smjörinu. Ég er búin að laga þetta núna. 🙂

 4. Er með kjúklingaleggi í ísskápnum og vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þá! Nú er svarið komið, þetta er mjög girnilegt og eflaust æðislega gott. Kærar þakkir fyrir frábært blogg 🙂

   • Rétturinn var jafn góður og hann er girnilegur! Allir mjög hrifnir af þessu og það er klárt að þetta verður oft í matinn á þessu heimili! Kærar þakkir 🙂

 5. Hef ekki prófað leggi í ofni áður. Þessi réttur er alveg frábær og mjög einfaldur. Allir voru saddir og sælir hér í gærkvöldi.

 6. Ég ætla að fyrst að byrja á að þakka fyrir frábært matarblogg.
  Mig langar að vita hvort þú notar rjómaost í bláu stóru dollunni eða litlu gráu dollunni

  • Takk fyrir það Elsa! 🙂 Ég nota oft rjómaostinn í bláu dollinni í matargerð. Mér finnst þó bæði þessi í gráu dollunni og Philadelphia betri, sérstaklega í bakstri og þegar rjómaostur er notaður eintómur. En þegar ég gerði þennan rétt notaði ég rjómaostinn í bláu dollunni.

 7. Var að prenta út uppskriftina Himneskir kjúklingar og bjóst við 2 blaðsíðum en fékk alla póstana þína einnig. Er ekki hægt að laga þetta? Gott að fá svona stórt og læsilegt letur.

  Takk fyrir.

  Magnús.

  • Sæll Magnús!

   Fyrir neðan hverja færslu eru hnappar, t.d. facebook, Twitter og slíkir hnappar. Næst aftast í röðinni er hnappur sem stendur á „print“. Ef þú ýtir á þann hnapp færðu upp prentun bara fyrir viðkomandi færslu. Þar getur þú líka valið að prenta bara út til dæmis síðu 1-2 og sleppir þá því að prenta út „kommentin“ sem hafa verið skrifuð við færsluna.

 8. Prófaði þennan rétt í gærkvöldi og hann var alveg frábær, sósan er alveg syndsamlega góð.
  Kveðja frá Ísafirði Magni Örvar Guðmundsson

 9. Ég er búin að elda þennan þó nokkuð oft og hef verið með gesti í mat.Hann hefur alltaf valdið lukku.takk fyrir yndislega síðu;)

 10. Ég vildi fyrst þakka þér fyrir frábært matarblogg, fullt fullt af uppskriftum sem mig langar til að prófa.
  Ég gerði þennan rétt í gærkvöldi og hann var algjört æði, þýðir samt lítið að gefa dóttur minni rjómasósu, ég fékk þá bara meira ;). Ég breytti þessu lítillega, ég kryddaði kjúllann með Töfrakryddi í staðinn fyrir Knorr kjöt & grill kryddi og setti rjómaost með kryddblöndu (þessi í litlu bláu dollunni) í sósuna. ÓmæÓmæ dásamlegt. Þakka þér kærlega fyrir mig!!! 😀

   • Takk fyrir góða kveðju Ingibjörg! Gaman að þér líkaði rétturinn og alltaf skemmtilegt að heyra aðrar útfærslur af uppskriftunum! 🙂

 11. Þessi réttur er virkilega góður, sósan er alveg frábær! Vakti mikla lukku hjá minni familíu. Takk fyrir virkilega góðar uppskriftir, hef eldað þónokkrar af þessari síðu og ekkert hefur klikkað 😉

 12. Bakvísun: uppskriftir | ghafdis

 13. Frábaer uppskrift fyrir fólk med glútenóthol, bý í Kína og stundum erfitt ad ná í vissa hluti en haegt er ad ná í allt í thessa uppskrift hérna! Aetla ad prófa á morgun 🙂

 14. Takk fyrir frábært matarblogg, búin að prófa nokkrar uppskriftir, og þær eru allr mjög góðar. Bestu kveðjur úr sólinn fyrir austan.

 15. Frábær réttur Dröfn og verður sko eldaður aftur. Sonur minn 7 ára og matvandur mjög, elskaði kjúklinginn. Kveðja 🙂

  • Æ hvað það var gaman að heyra Anna Valdís! 🙂 Alltaf jafn ánægjulegt þegar litlir gikkir vilja borða matinn sem maður eldar! 🙂

 16. Hvernig er þetta eiginlega, þarf hann Elfar þinn aldrei að borða Landspítalamat, fær bara alltaf kræsingar með sér í nesti! 🙂

 17. Ég er meðan þennan rétt í ofninum og bíð spennt eftir að smakka, takk fyrir þessa frábæru síðu, ég er búin að prófa nokkrar uppskriftir síðan ég uppgvötaði þessa síðu fyrir stuttu síðan og hlakka til að prófa fleiri 🙂

 18. Takk fyrir þennan frábæra vef, ég er búin að nota mjög margar uppskriftir og þær eru hver annari betri, þessi kjúlli er þar engin undantekning, mjög góður og einfaldur réttur!
  kveðja
  Margrét

 19. Verð að segja, frábær réttur sem ég er búin að elda margoft. Mjög vinsæll af öllum á heimilinu. Hef einnig notað kjúklingabringur og það er mjög gott líka.

 20. Prófaði útfærslu á þessum rétti í dag og hann var prýðisgóður. Notaði úrbeinuð læri og steikti á pönnu með þéttu loki, setti svo sveppi, papriku og lauk út í og hráefnin í sósuna fengu að fara sömu leið nokkru síðar. Önnur dóttir mín borðaði matinn með bestu lyst, hin neitaði að smakka enda eitthvað minna hrifin af kjúklingi en móðir hennar. En viti menn, hún borðaði bara vel eftir að hún fékkst til að smakka 🙂

 21. Ég er mikill aðdáandi að þessari síðu þinni og hef notað margar uppskriftir, takk fyrir það! Þar sem ég er orðin frekar passasöm um að hugsa um hollustuna líka (það má þó ekki verða neinn meinlætalifnaður heldur 🙂 þá hef ég passað lengi upp á að forðast MSG í matarlagningunni. Þessvegna langar mig að benda á að síðast þegar ég gáði þá var MSG (Smagforstærker) í öllum kryddum frá Knorr. Er það ekki rétt? Það tók mig langan tíma að geta búið til gott sallat án Aromat t.d.!! Ég er búin að uppgötva mjög góða teninga frá Bong (fást t.d. í Bónus) án allra aukaefna, f. utan auðvitað Sollu og Pottagaldra.
  En takk aftur fyrir frábæra síðu 🙂

  • Sæl Sigríður og takk fyrir kveðjuna! 🙂

   Það var nú reyndar alger tilviljun að ég notaði þetta Knorr krydd þegar ég gerði þessa uppskrift fyrst og skrifaði það því í uppskriftina. Ég nota nefnilega hér um bil eingöngu krydd frá Pottagöldrum og Santa Maria (hef t.d. aldrei notað Aromat kryddið yfir höfuð). Mest nota ég Töfrakryddið frá Pottagöldrum þegar ég geri þessa uppskrift og mæli með því! 🙂

 22. Æðislega gott, notaði eðal kjúklingakrydd frá pottagöldrum og kød og grill.
  Þessi verður eldaður aftur 😛

 23. Ath. Kannski betra að nota Pottagaldra en Knorr. Síðast þegar ég vissi var MSG í Knorr kryddum ennþá. Skil ekki að þeir skuli enn leyfa sér það.

 24. Þessi síða er aldeilis frábær. Ætla að prófa Himneska kjúklingaleggi í kvöld! 🙂

 25. Óljóst hvort leggirnir eiga að vera i smjör/olíu/ soyja leginum þegar þeir fara í ofninn eða hvort steikja eigi þá sér, ekki i leginum.

  • Sæl Hildur. Ég veit ekki hvernig þessi póstur barst til mín, ég hef engin tengsl við Eldhússögur. En mér sýnist alvegljóst að smjör og soyja á að fara strax í mótið og eldast með. Síðan fer rjóminn í bara sósuna á eftir.
   En þetta er girnileg uppskrift – nema ég held að Knorr noti ennþá MSG.Ég myndi nota bara grænmetiskraft frá Himneskri hollustu frekar (Bónus/Hagkaup).
   Kveðja
   Sigríður

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.