
Uppskrift:
- 900 g nautahakk
- 2 egg
- ¾ dl brauðmylsna
- ½ krukka (ca. 100 g) Jamie Oliver rautt pestó
- salt & pipar
- sojasósa
Fylling:
- 5-8 st Jamie Oliver sólþurrkaðir tómatar
- 120 g mozzarella ostakúla
- 1 tsk oregano krydd
- 1 tsk basiliku krydd
- salt & pipar
Sósa:
- ½ krukka Jamie Oliver rautt pestó
- 2.5 dl rjómi eða matreiðslurjómi
Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Eldfast mót smurt að innan. Hakki blandað vel saman við egg, brauðmylsnu og pestó, kryddað með salti og pipar. Hakkið er mótað í aflangan ferning. Mozzarella osturinn er skorin í litla bita og sólþurrkaðir tómatar saxaðir smátt. Þessu er blandað saman í skál með oregano kryddi og basiliku kryddi ásamt salti og pipar. Fyllingunni er dreift í miðjuna á hakkið og hleifnum lokað þétt. Gott er að smyrja hann með sojasósu. Hleifurinn er settur í ofn í eldföstu móti við 180 gráður í 30-40 mínútur (það er í lagi þó svo að hleifurinn opnist á meðan eldun stendur). Borið fram með t.d. hrísgrjónum, grænmeti og pestórjómasósu.
Sósan: rjómi og pestó hrært saman í pott og hitað.

