Tillögur að páskamáltíðum


páskaNúna er páskarnir að ganga í garð. Ég held mikið upp á páskana, yndislega birtan komin aftur, vor í loftinu og gott, kvaðalaust frí. Það eina sem maður þarf að gera er að borða góðan mat og mikið súkkulaði, dásemdin ein! 🙂

Hér eru tillögur að góðum aðalréttum fyrir páskana. Svo vill til að þetta er hér um bil allt hægeldað kjöt. Það er nú ekki nein tilviljun því þannig verður kjötið svo afskapalega meyrt og gott. Eins höfum við nægan tíma um páskana til að leyfa matnum að malla hægt. Hér er svo hægt að finna uppskriftir að kartöflum á 10 vegu. Svo er ekki úr vegi að skrolla niður þennan lista og finna þar einhverja góða eftirrétti til að njóta um páskana! Gleðilega páska!

Hægeldaður lambahryggur í jólaöli.

IMG_0954

Hægeldað lambalæri

IMG_7414

Hægelduð nautalund

img_7387

Kalkúnn

IMG_0796

Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa

þorskur

Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu

ofnbakaðar1

Þorskur með fetaosti, ólífum og tómötum.


img_3975

Eins og mér finnst gaman að standa og dunda mér í matarstússi um helgar og á öðrum frídögum þá finnst mér að matargerðin eigi að ganga fljótt og einfaldlega fyrir sig á virkum dögum. En maturinn verður samt alltaf að vera góður, lífið er alltof stutt fyrir vondan mat! 😉 Þess fyrir utan er ég stöðugt að reyna að hafa kvöldmatinn tilbúinn upp úr klukkan 18 en það gengur misvel. Einn af stóru kostunum við fiskrétti, fyrir utan það hvað íslenski fiskurinn er ofboðslega ljúffengur, er hversu auðveldir og fljótlegir þeir eru í matreiðslu. Þessi dásamlega góði fiskréttur eldar sig næstum því sjálfur skal ég segja ykkur og gómsætur er hann líka! 🙂

Uppskrift: 

  • 900 g þorskhnakkar eða þorskflök (hægt að nota annan góðan hvítan fisk)
  • salt & pipar
  • ítalskt hvítlaukskrydd (eða annað gott krydd)
  • ca. 1 msk ólífuolía
  • 1 dós tómatar með basiliku
  • 2-3 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk grænmetiskraftur
  • ca. 15 g steinselja, söxuð smátt
  • ca. 15 g basilika, söxuð smátt
  • 1/2 fetaostkubbur (ca 125 g)
  • 250 g kokteiltómatar, skornir niður
  • ca. 20 svartar ólífur, saxaðar gróft

img_3972

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Þorskurinn er kryddaður vel (og ef notuð eru flök þá eru þau skorin í hæfilega bita) og honum raðað í eldfast mót. Ólífuolíunni er dreift yfir fiskinn. Tómatar í dós eru látnir malla á pönnu ásamt hvítlauki, grænmetiskrafti, steinselju og basiliku. Látið malla í nokkrar mínútur við meðalhita, sósunni er síðan hellt yfir fiskinn. Því næst er fetaosti, kokteiltómötum og ólífum dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í 15-20 mínútur (fer eftir þykkt fisksins) eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

img_3978img_3979

Þorskhnakkar í karrísósu með lauk og eplum


img_4086-1

Karrí er krydd sem ég held mikið upp á. Um daginn keypti ég svo fallega þorskhnakka og ákvað að búa til góða karrísósu með fisknum. Mér datt í hug að bæta líka við eplum og lauk enda fer það einstaklega vel með karrí. Úr varð ofsalega góður fiskréttur sem ég get ekki beðið eftir að búa til aftur. Þennan verðið þið að prófa! 🙂

img_4099

Uppskrift:

  • 800 g þorskhnakkar eða annar hvítur fiskur
  • 3 msk hveiti
  • 1 1/2 tsk karrí
  • salt og pipar
  • olía og/eða smjör til steikingar
  • 1 stórt eða 2 lítil græn epli, rifinn gróft
  • 1 laukur, saxaður smátt
  • 1 msk kjúklingakraftur (eða 2 teningar)
  • 1 msk karrí
  • 3 dl matreiðslurjómi

hveiti, karrí, salti og pipar hrært saman. Fiskurinn skorinn í hæfilega bita og þeim velt vel upp úr blöndunni. Fiskurinn er steiktur stutt á báðum hliðum, upp úr smjöri og olíu, þar til hann hefur náð smá lit. Þá er hann veiddur af pönnunni og lagður til hliðar. Smjöri bætt á pönnuna við þörfum og laukur steiktur. Þegar hann hefur mýkst er eplum bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund. Þá er rjóma, karrí og kjúklingakrafti bætt út á pönnuna. Sósan er gjarnan smökkuð til með meira karrí, salti og pipar. Því næst er fiskurinn lagður ofan í sósuna og lok sett á pönnuna. Látið malla á meðalhita í ca. 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn (fer eftir þykkt fisksins). Borið fram með hrísgrjónum og salati.

img_4091img_4092

Fiskisúpa með karrí og eplum


IMG_3375

Mér finnst fiskisúpur með bestu súpum sem ég fæ. Alla helgina var ég búin að vera með löngun í góða fiskisúpu og ég hlakkaði mikið til að komast í fiskbúð í dag, kaupa ferskan fisk og búa til gómsæta súpu. Ég sótti innblástur frá nokkrum öðrum súpum á blogginu mínu og mér fannst útkoman satt best að segja himneskt góð … svona fer nú lítið fyrir hógværðinni hjá mér! 😉 En mér til varnar voru fjölskyldumeðlimirnir alveg sammála mér og við Elfar borðuðum gjörsamlega yfir okkur af þessari dásamlegu súpu.

IMG_3379

Uppskrift:

  • olía til steikingar
  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður
  • 1 msk ferskt engifer, rifið
  • 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi
  • 4 tsk karrímauk, rautt eða grænt (curry paste)
  • 1 líter fiskisoð (gert úr 3 fiskiteningum)
  • 1 dós kókosmjólk (ca. 400 ml)
  • 2.5 dl rjómi eða matreiðslurjómi
  • 3 msk tómatmauk (tomato paste)
  • ca. 500 g kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
  • 1 stórt grænt epli, flysjað og skorið í bita
  • 800 g þorskhnakkar (eða annar góður þéttur, hvítur fiskur), skorinn í bita
  • 1 ½  límóna, safinn (lime)
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk fiskisósa (fish sauce)
  • pipar

Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki  bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur. Því næst er fiskisoði, kókosmjólk, rjóma, tómatmauki, eplum og kartöflum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru hér um bil soðnar í gegn. Þá er fisknum bætt út í súpuna og hún látin malla í stutta stund þar til hann er soðinn í gegn. Að lokum er  söxuðum kóríanderlaufum bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar. Súpan er gjarnan borin fram með góðu brauði.

IMG_3380

Ofnbakaður lax með klettasalati og fetaosti


IMG_1130

Mér finnst fátt betra en ferskur lax og oftast er hann bestur þegar hann er útbúinn á sem einfaldasta máta. Þessi uppskrift er bæði fljótleg og einstaklega ljúffeng. Ég mæli með því að þið prófið! 🙂

Uppskrift f. 4

Lax

  • 800 g lax
  • 50 g klettasalat
  • 3 msk olífuolía
  • salt & pipar
  • chiliflögur
  • 150 g fetaostur (kubbur – ekki með olíu)
  • 8 kartöflur

Dillsósa:

  • 1 dós sýrður rjómi (180 g)
  • ferskt dill (ca 15 g)
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • salt & pipar

IMG_1105

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Kartöflur eru skornar í báta, velt upp úr salti og pipar, þær lagðar á annan helming ofnplötu (klædda bökunarpappír) og hún sett inn í ofn í um það bil 15 mínútur. Á meðan er laxinn er skorinn í 4 bita. Klettasalatið er saxað gróft og blandað saman við ólífuolíu, salt, pipar og chiliflögur. Þegar kartöflurnar eru teknar úr ofninum eru laxabitarnir lagðir á hinn helming ofnplötunnar. Klettasalatsblöndunni er dreift yfir laxabitana og því næst er fetaosturinn mulinn yfir. Ofnplatan er sett aftur inn í ofn í um það bil 15 mínútur eða þar til laxinn og kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Borið fram með grænmeti (ég steikti sveppi, brokkolí og kokteiltómata upp úr hvítlaukssmjöri) og dillsósu.

Dillsósa: Dillið er saxað smátt og hrært saman sýrða rjómann ásamt hvítlauki og kryddi.

IMG_1125

 

Brie-bökuð ýsa með pistasíum


IMG_8698

Það er búið að vera svo annasamt hjá mér undanfarið að ég ákvað að panta Eldum rétt í síðustu viku. Í haust leyfði ég þeim að nota nokkrar uppskriftir frá mér en að því frátöldu hef ég engum hagsmunum að gæta og pantaði bara matinn frá þeim í síðustu viku eins og hver annar. Ég vildi bara taka þetta fram því ég ætla þvílíkt að hrósa þessari dásamlegu þjónustu og frábærlega góðum mat. 🙂 Réttirnir sem við fengum voru hver öðrum betri og ég  fékk leyfi frá þeim til að birta uppskriftirnar. Ég get ekki nógsamlega dásamað hversu þægilegt það er að fá tilbúin hráefni á þennan hátt. Að þurfa ekkert að hugsa fyrir innkaupum eða hvað eigi að hafa í matinn. Að þurfa einungis að taka fram úr ísskápnum vel merktan poka þar sem öll hráefni (brakandi fersk) eru tilbúin og það er því leikur einn, fljótlegt og hreinlegt að matreiða máltíðina. IMG_8695

Skemmtilegast er þó að prófa ný hráefni og uppskriftir sem manni hefði ekki dottið í hug að gera sjálfur. Kristín kokkur hjá Eldum rétt sannarlega rétt kona á réttum stað.  Þessi fiskréttur var sá fyrsti sem við prófuðum og það má með sanni segja að hann hafi slegið í gegn hér á heimilinu. Steinseljurótarstappan var líka svo dásamlega góð með fisknum. Ég hef aðallega ofnbakað hana hingað til en ekki notað hana í stöppu – nú verður gerð bragarbót þar á. Þegar ég bjó í Svíþjóð fannst mér skrítið að Svíar borðuðu oft kartöflumús með fiski. Hins vegar er ég búin að komast að því að það er alls ekki svo galið, eiginlega er það ákaflega gott, sérstaklega að nota allskonar rótargrænmetastöppur með fiski. Hér er t.d. ein af mínum uppáhalds uppskriftum, það er einmitt fiskur og sætkartöflumús. En þar sem fiskurinn er mjúkur undir tönn líkt og kartöflustappan þá er gott að hafa eitthvað með sem gefur aðra áferð, í þessar uppskrift eru það pistasíu hnetur. Þetta er réttur sem ég ætla að elda fljótt aftur og hvet ykkur til þess að prófa – 5 stjörnu réttur!IMG_8697

Uppskrift f. 4:

  • 800 g ýsa (eða þorskur)
  • salt & pipar
  • 1 Bóndabrie (100 g)
  • 24 g pistasíur
  • 1 sítróna
  • 250 g steinseljurót
  • 300 g kartöflur
  • 100-140 g mjólk
  • ca. 70 g smjör
  • 170 grænar baunir
  • 100 g strengjabaunir
  • 2 tsk hungang
  • 2 tsk ólífuolía

Ofn hitaður í 190 gráður við blástur (eða 200 g við undir/yfirhita). Sjóðið 1 lítra vatni með saltklípu. Flysjið og skerið steinseljurót og kartöflur í litla bita. Sjóðið í vatninu í um það bil 10 mínútur eða þar til mjúkt. Fiskurinn er skorinn í bita og raðað í eldfast mót, saltaður og pipraður. Brie ostur skorinn í sneiðar og raðað yfir fiskinn. Pistasíur saxaðar og dreift yfir ásamt sítrónusafa úr 1/2 sítrónu. Smjörklípur settar hér og þar í formið. Bakað í ofni við 190 g blástur í um það bil 15 mínútur.

Vatninu hellt af rótargrænmetinu og það maukað saman með 100-140 ml af mjólki, smjöri og salti.  Strengjabaunir og baunir soðnar í ca. 2-3 mínútur. Hunang hrært saman við 2 tsk af olíu, smá salt og sítrónusafa. Baununum velt vel upp úr.

Berið fram með fisknum ásamt steinseljurótarmaukinu.

IMG_8700

Laxabuff með ferskum kryddjurtum, tómatakúskús og avókadó/chilisósu


Laxabuff með avókadó-chilisósuÞað er lengri aðdragandi að sumum réttum en öðrum. Þessi réttur er einn af þeim, samt er þetta þó einn fljótlegasti réttur sem ég hef gert lengi. Þetta byrjað allt með því að ég fékk svo góðan laxaborgara á Nauthól – það var fyrir þremur árum. Ég reyndi að endurskapa hann heima með ágætis árangri – það var fyrir tveimur árum (uppskriftin er hér). Það var svo í sumar að Vilhjálmur minn átti 14 ára afmæli og ákvað að bjóða til hamborgaraveislu fyrir stórfjölskylduna. Einn fjölskyldumeðlimurinn borðar ekki kjöt og ég ákvað því að kaupa lax og gera svona laxaborgara fyrir hann. Eitthvað skolaðist skipulagið til hjá mér því bókstaflega fimm mínútum áður en afmælið byrjaði mundi ég allt í einu eftir þessum laxaborgurum og ég átti ekki einu sinni til allt hráefnið í þá fyrir utan laxinn. Í loftköstum henti ég laxinum í matvinnsluvélina ásamt hráefni sem ég fann til. Ég til dæmis átti ekki brauðmylsnu og ristaði bara brauð í staðinn og sleppti lauknum því ég hafði ekki tíma til að saxa hann. Svo setti ég matvinnsluvélina í gang en viti menn, hún snéri hnífnum í einn hring og dó svo! Það sem ég vissi ekki þá var að þetta var það besta sem gat gerst. Gestirnir voru farnir að streyma inn og ég átti eftir að gera laxaborgarana og mangósósuna. Ég réðst þá með offorsi á laxinn með töfrasprota að vopni og reyndi að mauka allt saman en töfrasprotinn réði illa við laxinn þannig að maukið varð mjög gróft. Ég hafði ekki tíma til að hugsa um það heldur mótaði nokkra grófa borgara í flýti og skellti þeim á pönnuna. Til að gera langa sögu stutta þá voru þetta bestu laxaborgara sem ég hef smakkað og þeir voru mikið vinsælli en venjulegu hamborgararnir. Svo fór að ég þurfti að stoppa gestina af þannig að eitthvað yrði eftir fyrir gestinn sem var ætlað að fá laxaborarana. Galdurinn var nefnilega að leyfa hráefninu að njóta sín og hafa laxinn grófan, ekki mauka hann í hakk. Einnig þarf að passa að steikja þá bara stutt. Eftir þetta er ég stöðugt búin að hugsa um að mig langi að gera sambærileg laxabuff og var alltaf að velta fyrir mér hvaða sósu ég ætti að prófa með þeim. Um síðustu helgi kom svo sósan til mín! Þá slógum við systkinin saman í hamborgaraveislu og mágkona mín gerði dásemdarsósu úr avókadó, sýrðum rjóma og sweet chili sósu. Ég sá í hendi mér að þetta væri sósa sem myndi passa eins og hönd í hanska við laxabuffin. Í gærkvöldi útbjó ég laxabuffin og sósuna, það tók ekki meira en korter. Ég hafði með þeim tómatkúskús og ferskt salat … Jerimías hvað þetta var gott – sumir mánudagar eru einfaldlega betri en aðrir! 🙂

IMG_7532

Uppskrift (ca. 11-12 buff):

  • 1300 g laxaflök (roðflett og beinhreinsuð)
  • 3 tsk sambal oelek (chilimauk)
  • 3 mjög vel ristaðar brauðsneiðar, saxaðar eða muldar niður fínt
  • 1 egg
  • 1 knippi (ca. 20 g) ferskt kóríander (eða flatlaufa steinselja)
  • 2 hvítlaukslauf, söxuð smátt eða pressuð
  • grófmalaður pipar
  • maldon salt
  • góð kryddblanda (t.d. Roasted Carlic Peppar frá Santa Maria)
  • olía og/eða smjör til steikingar.

Öllu er maukað saman með gaffli eða mjög gróft í matvinnsluvél. Mikilvægt er að laxinn sé ekki hakkaður alveg niður heldur sé í bitum. Buffin eru mótuð í höndunum og steikt upp úr olíu og/eða smjöri við meðalhita á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, gætið þess að steikja buffin frekar minna en meira. Borið fram með tómatakúskúsi, fersku salati og avókadó-chilisósu.

IMG_7531

 

Avókadó-chilisósa:

  • 2 meðalstór, vel þroskuð avókadó (lárperur)
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 3 msk sweet chili sauce
  • grófmalaður svartur pipar og maldon salt

Avókadó, sýrðum rjóma og sweet chili sósunni er blandað saman með til dæmis töfrasprota. Það er líka hægt að hafa sósuna grófari og mauka hráefnin saman með gaffli. Smakkað til með salti og pipar.

IMG_7537

IMG_7536

Fiskréttur með beikoni, eplum og brie


Fiskréttur með beikoni, eplum og brieÞað er vika liðin síðan ég setti inn uppskrift hér á bloggið en það er ekki þar með sagt að ég hafi verið í fríi frá eldhúsinu, síður en svo. Í dag er ég búin að vera að prófa mig áfram með ýmsa rétti fyrir fermingarveisluna hans Vilhjálms og afraksturinn mun birtast á prenti síðar í vikunni. Að vanda hefur verið nóg að gera þessa helgi sem og aðrar. Í gær fór ég á skemmtilega barna- og unglingabókaráðstefnu í Gerðubergi auk þess sem við fjölskyldan fórum á afmælistónleika í tónskóla barnanna. Í gærkvöldi gisti Jóhanna Inga hjá vinkonu sinni þannig að við hjónin notuðum tækifærið og skruppum í bíó og tókum Vilhjálm með okkur. Lunginn úr deginum í dag fór í matargerð en við mæðgur fórum líka í skemmtilega fimm ára afmælisveislu. Eins og hendi væri veifað er helginni að ljúka og mánudagur á morgun! Mér finnst tilvalið að snæða góðan fisk á mánudögum og mæli með að þið prófið þessa ljúffengu fiskuppskrift á morgun! 🙂

IMG_4204

Uppskrift:

  • 900 g góður hvítur fiskur (ég notaði þorskhnakka)
  • 4 msk hveiti
  • salt & pipar
  • chili krydd (ég notaði chili explosion)
  • smjör og/eða olía til steikingar
  • 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita
  • 1 græn paprika, skorin í bita
  • 1 rauðlaukur, skorin í bita
  • ca. 10 sneiðar beikon
  • 200 g brie ostur (t.d. brie-hringur)
  • rifinn ostur

Ofn hitaður í 200 gráður. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita. Salti, pipar og chili kryddi er bætt saman við hveitið og fisknum velt upp úr hveitiblöndunni. Fiskurinn er því næst steiktur á pönnu á báðum hliðum í örstutta stund og raðað í eldfast mót. Beikonið er skorið eða klippt í litla bita og steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt. Þá er beikonið veitt af pönnunni. Eplin, laukurinn og paprikan er því næst steikt upp úr beikonfitunni, þegar það er farið að mýkjast þá er brie osturinn brytjaður út á pönnuna og leyft að bráðna svolítið, saltað og piprað eftir smekk.

IMG_4195Beikoninu er svo bætt út á pönnuna og allri blöndunni dreift yfir fiskinn.

IMG_4197Að lokum er rifnum osti stráð yfir réttinn og hann settur í ofn við 200 gráður í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og fiskurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og salati.

IMG_4202Þeim sem þykir sósa nauðsynleg verða ekki sviknir af því að bera fram þessa sósu með réttinum:

Jógúrtsósa með fetaosti:

  • 2 dl grísk jógúrt
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • ca. 100 g fetaostur (ekki í olíu)
  • salt, pipar og smá chilikrydd

Öllu blandað vel saman með gaffli.

Bakaður lax með smjörsteiktu kúskús og taragondressingu


Bakaður lax með smjörsteiktu kúskús og taragondressingu Í vor verða komin sex ár frá því að við fluttum heim frá Stokkhólmi eftir 15 ára dvöl í borginni. Þá þegar fyrir sex árum voru Svíar farnir að bjóða upp á sniðuga þjónustu sem var, og er enn, afar vinsæl þar í landi. Þetta er matarpakkaþjónusta þar sem heimili fá send heim hráefni ásamt uppskriftum fyrir kvöldmatinn. Í Svíþjóð hefur þessi þjónusta verið að þróast undanfarinn áratug og nú er svo komið að það er hægt að fá allskonar tegundir af máltíðum, grænmetismáltíðir, barnvænar máltíðir, LKL-máltíðir og fleira. Ég prófaði þetta í Svíþjóð og líkaði vel en hér á Íslandi hefur ekki verið til slík þjónusta fyrr en núna. Ég rakst á fyrirtækið Eldum rétt á Facebook en það fyrirtæki er nýfarið að bjóða upp á þessa þjónustu. Eftir að hafa skoðað heimasíðuna þeirra ákvað ég að slá til og prófa.

IMG_4218

Það eru margir þættir sem þarf að huga að ef svona þjónusta á að ganga upp. Í fyrsta lagi þarf heimasíðan að vera í lagi því hún er fyrsti viðkomustaðurinn. Hráefnið þarf að vera ferskt og gott, passlega skammtað og uppskriftirnar þurfa að vera auðveldar en að sama skapi spennandi og bragðgóðar. Eldum rétt nær strax fullu húsi stiga með ákaflega flotta og notendavæna heimasíðu. Eftir að ég var búin að leggja inn pöntunina, sem var auðvelt, fékk ég greinagóðan og skýran tölvupóst þar sem kom fram hvaða matrétti ég mundi fá, innihaldslýsingu og slíkt.

Ég fékk sendinguna í dag og ég varð satt að segja yfir mig hrifin! Öllum hráefnunum var pakkað afar vel inn, allt skilmerkilega merkt með litum svo auðveldlega sæist hvaða hráefni tilheyrði hvaða uppskriftum.

IMG_4220Síðast en ekki síst var allt hráefnið ákaflega ferskt og spennandi. Ég fékk hráefni í laxarétt, kjúklingarétt og lasagna. Það var mælt með því að byrja á laxaréttinum sem ég og gerði. Það var einstaklega þægilegt og fljótlegt að elda réttinn þar sem allir skammtar voru fyrirfram tilbúnir og auðvelt að fara eftir uppskriftinni.

IMG_4222

Það er tilvalið að leyfa krökkunum að hjálpa til við eldamennskuna þar sem hráefnin og uppskriftirnar eru svo aðgengileg. Það er líka svo sniðugt að nota svona hráefni og uppskriftir sem aðrir hafa fundið til fyrir mann. Þannig neyðist maður til þess að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. Það liðu nákvæmlega 20 mínútur frá því að ég hóf eldamennskuna þar til að maturinn var kominn á borðið. Við vorum öll stórhrifin af matnum, hann var frábærlega góður. Ég hafði haft dálitlar áhyggjur af því að skammtarnir væru kannski litlir – við fjölskyldan erum ekki þekkt fyrir að vera matgrönn! 😉 En það voru óþarfa áhyggjur, skammtarnir voru vel útilátnir. Ég hlakka mikið til að elda hina réttina tvo og mér finnst mikið tilhlökkunarefni að einhver annar sé búinn að hafa allt tilbúið fyrir mig – ég þurfi ekkert annað að gera en að vinda mér í eldamennskuna! 🙂

Ég hafði samband við Eldum rétt og fékk leyfi til þess að deila með ykkur þeim uppskriftum sem ég fékk frá þeim. Hér kemur sú fyrsta sem ég eldaði í kvöld, dásamlega góður laxaréttur.

IMG_4221

Uppskrift f. 4:

  • 700 g lax
  • ólífuolía og smjör til steikingar
  • salt og pipar
  • 3 dl kúskús
  • 60 sólþurrkaðir tómatar
  • 2 rauðlaukar
  • 30 g kapers
  • 60 g strengjabaunir
  • 1 sítróna
  • taragondressing (sýrður rjómi, sítrónusafi, graslaukur, balsamik edik, taragon krydd, salt og pipar – öllu blandað saman)

Ofn hitaður í 200 gráður við undir og yfirhita. 8 dl af vatni sett í pott ásamt smá salti og hitað að suðu. Þegar vatnið er byrjað að sjóða er potturinn tekinn af hellunni og kúskús sett út í. Lokið sett á pottinn og hann lagður til hliðar. Laxinn er skolaður og skorinn í hæfilega stóra bita. Olía er hituð á pönnu, laxinn saltaður og pipraður og því næst steiktur í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið. Laxinn er lagður í eldfast mót. Strengjabaunirnar eru steiktar í heilu lagi í 1-2 mínútur á pönnunni og settar í mótið með laxinum. Bakað í ofni í 10-12 mínútur.IMG_4223

Á meðan er rauðlaukurinn afhýddur og skorinn smátt ásamt kapers og sólþurrkuðum tómötum og þetta er allt steikt saman á pönnu upp úr 2-3 msk af olíu. Þá er kúskúsinu bætt á pönnuna ásamt 2 msk af smjöri og steikt í 2-3 mínútur til viðbótar.

IMG_4227 Smakkað til með salti, pipar og dálítið af sítrónusafa kreist yfir. Laxinn er svo borinn fram með steikta kúskúsinu, taragondressingunni og sítrónubátum.

IMG_4239

Fiskur i satay- og kókossósu


IMG_3876

Undanfarna daga hefur sólin skinið á daginn og skyndilega tekur tekur maður eftir því hversu mikið fyrr er farið að birta en áður og hversu lengi það er bjart – dásamlegt! 🙂 Í fyrrakvöld fórum við bókasafnsfræði-vinkonurnar í leikhús og sáum Óskasteina. Þetta er annað árið sem við kaupum okkar ársmiða í leikhúsið. Það er svo ágæt leið til þess að hittast reglulega eftir að við hættum að umgangast daglega frá því að náminu lauk. Við stöllur erum frekar harðir leikhúsgagnrýnendur og erum eiginlega alltaf sammála í dómum okkar. Óskasteinar fékk nú bara fremur háa einkunn frá okkur öllum og við skemmtum okkur mjög vel á sýningunni – mælum með henni!

Ég mæli líka sannarlega með þessum fiskrétti sem ég gef uppskrift að í dag. Ég elda fisk einu sinni í viku sem er alltof sjaldan fyrir minn smekk. En ég tek tillit til barnanna sem fá fisk tvisvar í viku í skólanum og einnig til þeirrar staðreyndar að yngsta barnið er allt annað en fiskunnandi svo vægt sé til orða tekið! Það er kannski ekki hefðbundið að nota satay sósu (hnetusósu) með fiski en svo ákaflega gott. Mér finnst pönnusteikt grænmeti algjört sælgæti og það smellpassar í þennan rétt. Það er svo mikið grænmeti í réttinum að ég var hvorki með kartöflur né hrísgrjón, þess þarf ekkert. Punkturinn yfir i-ið er svo smjörsteikta spínatið með hvítlauki. Ef þið hafið ekki prófað slíkt þá er kominn tími til! Ég prófaði að smjörsteikja spínat í fyrsta sinn þegar ég gerði þessa uppáhalds laxauppskrift. Síðan þá hef ég smjörsteikt spínat með öllum þeim matréttum sem mér dettur í hug. Sérstaklega er það þó gott með fiski. Spínat verður fljótt fremur „þreytt“ og óspennandi að nota í ferskt salat. Þá er upplagt að skella því þá pönnuna með til dæmis öðru grænmeti eða einu og sér. Hafa þarf þó eitt í huga, það verður sáralítið úr spínatinu þegar það er steikt. Heill 2-300 gramma poki passar  í litla skál eftir steikingu.

Uppskrift f. 4:

  • ca. 1100 g góður hvítur fiskur (ég notaði þorsk), skorinn í hæfilega stóra bita
  • 200 g satay sósa
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 1 paprika, skorin í tenginga
  • 1 kúrbítur, skorinn í teninga
  • 3-4 stórar gulrætur, skornar í teninga
  • 1 rauðlaukur, skorinn í bita
  • lítill brokkolí haus, skorinn í bita
  • salt & pipar
  • 1 tsk grænmetiskraftur (má sleppa)
  • ólífuolía og/eða smjör til steikingar

IMG_3844

Ofn hitaður í 200 gráður. Grænmetið er steikt á pönnu upp úr smjöri og/eða ólífuolíu þar til það fer að mýkjast. Þá er satay sósunni og kókosmjólkinni bætt út á pönnuna og blandað saman við grænmetið. Öllu er svo hellt yfir í eldfast mót og meira smjör bætt út á pönnuna. Fiskurinn er kryddaður með salti og pipar og steiktur á báðum hliðum í 1-2 mínútur. Því næst er fiskurinn lagður ofan á grænmetið í eldfasta mótinu. IMG_3846 Sett inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn (fer mikið eftir þykkt fisksins). Borið fram með smjörsteiktu spínati með hvítlauki. IMG_3866

Smjörsteik spínat með hvítlauki:

  • 1 poki spínat (200 g)
  • 1 msk smjör
  • 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð mjög smátt
  • salt & pipar

Spínatið og hvítlaukurinn steikt upp úr smjöri í örstutta stund þar til spínatið verður mjúkt. Kryddað með örlitlu salti og pipar eftir smekk og borið fram strax.

IMG_3848IMG_3852

Fiskur í satay- og kókossósuIMG_3855