Ofnbakaður lax með klettasalati og fetaosti


IMG_1130

Mér finnst fátt betra en ferskur lax og oftast er hann bestur þegar hann er útbúinn á sem einfaldasta máta. Þessi uppskrift er bæði fljótleg og einstaklega ljúffeng. Ég mæli með því að þið prófið! 🙂

Uppskrift f. 4

Lax

  • 800 g lax
  • 50 g klettasalat
  • 3 msk olífuolía
  • salt & pipar
  • chiliflögur
  • 150 g fetaostur (kubbur – ekki með olíu)
  • 8 kartöflur

Dillsósa:

  • 1 dós sýrður rjómi (180 g)
  • ferskt dill (ca 15 g)
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • salt & pipar

IMG_1105

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Kartöflur eru skornar í báta, velt upp úr salti og pipar, þær lagðar á annan helming ofnplötu (klædda bökunarpappír) og hún sett inn í ofn í um það bil 15 mínútur. Á meðan er laxinn er skorinn í 4 bita. Klettasalatið er saxað gróft og blandað saman við ólífuolíu, salt, pipar og chiliflögur. Þegar kartöflurnar eru teknar úr ofninum eru laxabitarnir lagðir á hinn helming ofnplötunnar. Klettasalatsblöndunni er dreift yfir laxabitana og því næst er fetaosturinn mulinn yfir. Ofnplatan er sett aftur inn í ofn í um það bil 15 mínútur eða þar til laxinn og kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Borið fram með grænmeti (ég steikti sveppi, brokkolí og kokteiltómata upp úr hvítlaukssmjöri) og dillsósu.

Dillsósa: Dillið er saxað smátt og hrært saman sýrða rjómann ásamt hvítlauki og kryddi.

IMG_1125

 

Ein hugrenning um “Ofnbakaður lax með klettasalati og fetaosti

  1. Bakvísun: OfnbakaA�ur lax meA� klettasalati og fetaosti | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.