Ananaskaka


IMG_1076

Ég bakaði þessa ananasköku í vikunni við mikla gleði fjölskyldunnar enda er hún afar mjúk, safarík og ljúffeng. Frábær kaka til að grípa til þegar mann langar að baka eitthvað einfalt, fljótlegt og gott.

IMG_1075

Uppskrift

  • 1 dós ananas (ca. 450 g)
  • 4 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 msk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 dl mjólk
  • 1 dl safi frá ananasinum
  • 5 ½ dl hveiti
  • flórsykur til skrauts

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Anansinn skorinn í minni bita og settur í sigti þannig að safinn renni af, ananassafanum haldið til haga.  Egg og sykur hrært þar til létt og ljóst. Þá er lyftidufti, vanillusykri og hveiti bætt út í og hrært. Að lokum er smjöri, mjólk og ananassafa bætt út í og hrært saman þar deigið verður slétt. Form (ca. 25×38 cm ) smurt að innan og deginu hellt í formið. Ananasbitarnir eru kreistir létt þannig að mesti safinn renni úr þeim og þeim stungið ofan í deigið með jöfnu millibili. Bakað í ofni í 20-25 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kökunni leyft að kólna dálítið í forminu og flórsykri dreift yfir kökuna áður en hún er borin fram.

IMG_1072IMG_1086IMG_1087

 

4 hugrenningar um “Ananaskaka

  1. Gerði þessa með kaffinu í dag, ótrúlega fersk og góð. Minn yngsti 4ára sá ananasinn og sagðist ekki ætlað smakka þessa köku en svo borðaði hann 3 sneiðar 😉

  2. Bakvísun: MjA?k og safarA�k ananaskaka | Hun.is

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.