Pestóhakkhleifur með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum.


 

IMG_3212Flestir kannast við að grípa hvað oftast í kjúkling og nautahakk þegar kemur að innkaupum og eldamennsku. Hvort tveggja er jú á góðu verði og svo eru líka ótal leiðir sem hægt er að nota til þess að gera skemmtilegar uppskriftir úr þessum hráefnum.
Um daginn prófaði ég mig áfram með ljúffengt Jamie Oliver pestó og sólþurrkaða tómata ásamt nautahakki og útkoman var réttur sem okkur öllum í fjölskyldunni fannst hrikalega góður.  Tilvalinn og gómsætur helgarréttur að mínu mati! 🙂

Uppskrift:

  • 900 g nautahakk
  • 2 egg
  • ¾ dl brauðmylsna
  • ½  krukka (ca. 100 g) Jamie Oliver rautt pestó
  • salt & pipar
  • sojasósa

Fylling:

  • 5-8 st Jamie Oliver sólþurrkaðir tómatar
  • 120 g mozzarella ostakúla
  • 1 tsk oregano krydd
  • 1 tsk basiliku krydd
  • salt & pipar

Sósa:

  • ½ krukka Jamie Oliver rautt pestó
  • 2.5 dl rjómi eða matreiðslurjómi 

IMG_3211

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Eldfast mót smurt að innan. Hakki blandað vel saman við egg, brauðmylsnu og pestó, kryddað með salti og pipar. Hakkið er mótað í aflangan ferning. Mozzarella osturinn er skorin í litla bita og sólþurrkaðir tómatar saxaðir smátt. Þessu er blandað saman í skál með oregano kryddi og basiliku kryddi ásamt salti og pipar. Fyllingunni er dreift í miðjuna á hakkið og hleifnum lokað þétt. Gott er að smyrja hann með sojasósu. Hleifurinn er settur í ofn í eldföstu móti við 180 gráður í 30-40 mínútur (það er í lagi þó svo að hleifurinn opnist á meðan eldun stendur). Borið fram með t.d. hrísgrjónum, grænmeti og pestórjómasósu.

Sósan: rjómi og pestó hrært saman í pott og hitað. 

IMG_3230IMG_3237

2 hugrenningar um “Pestóhakkhleifur með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum.

  1. Ég elska pestó svo ég varð að gera þennan strax fyrir fjölskylduna 🙂
    Og auðvitað fór þessi réttur vel í alla, auðvelt og mjög gott. Pestóið og sólþurkuðu tómatarnir frá Jamie Oliver er mjög gott.
    Svo var ég með kladdkökuna með karamellukremi í eftirétt og ÚÚÚÚFFFFF VÁ hvað þetta er góð kaka kremið er svo já ég hef bara ekki nógu gott lýsingarorð. Allavegana hún er á öðru leveli 😉
    Líka svo yndislegt þegar 4ára sonur minn segjir við matarborðið “ takk mamma fyrir að búa til svona góðann mat handa okkur“ það er ekki hægt að biðja um meira 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.