Lasagna í uppáhaldi


IMG_3517Ég er með nokkrar uppskriftir að lasagna hér á síðunni en ég hef enn ekki sett inn uppskriftina sem ég nota yfirleitt. Venjulega hefur maður ekkert of mikinn tíma til að elda kvöldmat og mörgum finnst lasagna tímafrekur réttur. Þessa útgáfu nota ég hvað oftast en hún er rosalega fljótleg en að sama skapi afar vinsæl á þessu heimili. Lykilatriðin í uppskriftinni eru kryddin eða það finnst mér allavega, mér finnst afar gott að hafa lasagna vel kryddað. Galdurinn á bakvið hversu fljótlegt það er, er að rjómaostasósan er sáraeinföld en voðalega góð og svo þarf ekkert að skera niður fyrir réttinn. Ef þið setjið það fyrir ykkur að það sé tímafrekt að gera lasagna þá hvet ég ykkur til að prófa þessa uppskrift.

IMG_3506

Athugið að þetta er stór uppskrift, hún passar í tvö meðalstór eldföst mót. En það er stórsniðugt að búa til lasagna í tvö form og frysta annað þeirra (ég frysti það óeldað). Framtíðar-þið eigið eftir að þakka fortíðar-ykkur þegar þið takið lasagnaformið út úr frysti að morgni og getið gætt ykkur á gómsætu lasagna í kvöldmatinn, fyrirhafnarlaust! 🙂

Uppskrift (ath! Passar í tvö meðalstór eldföst mót):

Kjötsósa:

  • 1 kiló nautahakk
  • 4 dósir niðursoðnir tómatar, ca. 400 g (ég nota yfirleitt mismunandi bragðbætta tómata, t.d. með hvítlauk, chili og basiliku)
  • 1 tsk kjötkraftur
  • 1 tsk heitt pizzakrydd frá Pottagöldum
  • 1 tsk basiliku krydd
  • 1 tsk oregano krydd
  • 1/2 tsk hvítlaukskrydd (t.d ítalskt hvítlaukskrydd frá Pottagöldrum)
  • salt og pipar
  • lasagna plötur
  • 370 g rifinn ostur

Ostasósa: 

  • 400 g rjómaostur
  • 2-3 dl mjólk
  • 1 askja rifinn piparostur (100 g), hægt að nota venjulegan rifinn ost
  • salt og pipar

Aðferð

Ofn hitaður í 200 gráður. Nautahakkið steikt á pönnu og kryddað. Tómötum í dós bætt út í og látið malla á meðan ostasósan er útbúin. Rjómaosturinn látin bráðna í potti við meðalhita. Mjólk, rifnum piparosti og kryddum hrært út í.

Lasagna sett saman: Fyrst er ostasósa sett á botninn á smurðu eldföstu móti. Því næst er lasagna plötum raðað yfir og svo er kjötsósunni dreift yfir lasagnaplöturnar. Endurtekið á meðan hráefni endast. Endað á ostasósunni og að lokum er rifnum osti dreift yfir.

Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 25 mínútur. Berið fram með góðu brauði og salati.

IMG_3503IMG_3519

 

Ein hugrenning um “Lasagna í uppáhaldi

  1. Sammála mjög fljótlegt 😊
    Vorum með þessa útgáfu í kvöldmatinn í gær,vorum tvær fjölskyldur og allir mjög ánægðir.
    Kláraðist nú ekki allt en gott að eiga afgang um helgina.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.