Nýtt eldhús


131CE662-EB25-4DF2-B9A0-DA3AA1B1D644

Ég var fyrir löngu búin að lofa því að sýna myndir af nýja eldhúsinu mínu. Þann 1. desember síðastliðinn fengum við húsið okkar afhent og þá tók við krefjandi tímabil því við tókum allt húsið í gegn, allt frá nýjum vatnslögnum upp í ný gólfefni, innréttingar, hurðar ásamt því að endurnýja baðherbergin og rafmagn. Þann 1. mars fluttum við inn en þá var húsið ekki alveg tilbúið en mjög langt komið. Núna líður okkur eins og að loksins séu síðustu bitarnir í púslinu að komast á sinn stað. Í síðustu viku útskrifaðist Alexander úr læknisfræði og við náðum því markmiði að vera eiginlega búin að öllu fyrir útskriftarveisluna. Við erum vægast sagt afar ánægð með útkomuna á húsinu og líður ákaflega vel í því.

IMG_3773

Ég er einstaklega ánægð með eldhúsið. Þegar við settum upp nýtt eldhús í gamla húsinu okkar fyrir átta árum og þá völdum við innréttingar með hvítum fulningahurðum (hurðar sem eru ekki sléttar heldur með listum). Við vorum mjög ánægð með það eldhús. Mér finnst sá stíll afar klassískur og það er sama hvað ég skoða margar eldhúsinnréttingar, mér finnst þær alltaf langfallegastar og hvítt fer aldrei úr tísku líkt og allskonar viðarlitir gera.

88506FF9-9760-4F8E-8788-08DFC1669F20

Við vorum því ákveðin í því að fá okkur svipaðar innréttingar í nýja húsið. Við skoðuðum innréttingar hjá öllum sem selja eldhúsinnréttingar en það eru þó ekki allir með fulninga-innréttingar. Þar sem að ég vildi meðal annars sérstakan tækjaskáp sem myndi passa á ákveðinn vegg þá vildi ég helst sérsmíðaðar innréttingar. Tækjaskápurinn sést hér að neðan og er algjör snilld.

FullSizeRender-3IMG_3740

Ekker af þeim fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu sem ég kannaði sérsmíðar fulninga-innréttingar í þeim stíl sem við vildum nema Björninn. Við enduðum því á að að velja það fyrirtæki, innréttingarnar frá þeim eru með fallegum fulningum (þær eru nefnilega misfallegar) og þeir eru snillingar í að hanna og smíða nákvæmlega það sem maður þarf. Ekki var verra að tilboðið frá þeim var einna lægst af öllum tilboðunum sem við fengum og þó voru það flest hin tilboðin frá fyrirtækjum með tilbúnum einingum, ekki sérsmíðuðum – þar af var eitt tilboð sem var rúmlega tvöfalt hærra en frá Birninum! Við teiknuðum upp innréttinguna í samvinnu við Pál hjá Birninum sem reyndist okkur rosalega vel. Innréttingin kom út jafnvel enn betur en við bjuggumst við. Ég get því virkilega mælt með Birninum, algjörlega frábærar innréttingar en ekki síst góð þjónusta en hún er svo mikilvæg í svona ferli.

IMG_3779

Við ákváðum að fá okkur granítborðplötur. Ég er þó ekki hrifin af háglans granítplötum. Við völdum okkur leður-granít en þá er platan mött og mjög hlýleg, það glamrar líka mjög lítið á henni og óhreinindi sjást lítið á henni en oft sést mikið á glansandi graníti. Við keyptum hana hjá Granítsteinum í Hafnarfirði og ég gæti ekki verið ánægðri með borðplötuna, hún er algjört æði! Ég mæli virkilega með þessari leður-áferð og granítið er auðvitað snilldarefni.

IMG_3794

Þessar myndir hér að neðan eru teknar af eldhúsinu frá stofunni sem er hálfri hæð ofar. Áður var engin opnun út í garð úr stofu eða eldhúsi/borðstofu. Við tókum því gluggann þarna vinstra meginn á myndinni, opnuðum vegginn og settum rennihurð þannig að það er hægt að ganga út í garð.

eldhusfyrir

IMG_0832IMG_379175B0A39F-BD97-4876-9154-C915E79A2747glerhurd

Borðstofuhornið var lítið og þar var gluggi og litlar svalir sem voru einungis rúmur meter á breidd og þær nýttust því ekkert. Við ákváðum að taka vegginn og setja glerskála yfir svalirnar í staðinn. Þannig myndum við fá miklu meiri birtu, losna við svalir sem voru bara snjókista en síðast en ekki síst fá stærri borðstofu. Við vissum ekki beint hvar við áttum að byrja, að þurfti að jú að kanna hvort þetta væri framkvæmanlegt, finna skála sem passaði, fá fólk í framkvæmdirnar, verkfræðing til að kanna burðarþol og meira. Við snérumst dálítið í hringi með þetta þar til að okkur var bent á að tala við Sigurð Hafsteinsson hjá Vektor. Hann var algjör bjargvættur í þessu máli, teiknaði þetta upp ásamt hitalögnum í gólfi og sótti um byggingarleyfi. Hann hjálpaði okkur líka að velja skála en við keyptum hann frá PGV en þar fengum við frábæra þjónstu, mæli með þeim.

opinnveggur

veggopnunIMG_3782IMG_3752IMG_376199D7D423-9BC2-4D19-915B-1D7C0CD25691IMG_3764IMG_3777

Hér sést sár eftir vegg í eldhúsinu sem við tókum niður og það opnaði eldhúsið mikið.

IMG_0827IMG_5913IMG_3804

Auk þess sem við endurnýjuðum neyslulagnir þá endurnýjuðum við rafmagnið sem gaf okkur og kost á góðri lýsingu í eldhúsið. Meðal annars með því að setja rafmagn í kassann fyrir ofan eyjuna.

IMG_9717IMG_3751

Það voru snillingar frá Rafvolt sem sáu um rafmagnið hjá okkur, ég mæli með þeim!

IMG_0826IMG_3738

Þeir settu líka lýsingu inn í tækjaskápinn sem er með skynjara og í glerskápana og þeir unnu þetta í góðri samvinnu við Björninn.

IMG_3765

Ég leitaði með logandi ljósi af fallegum höldum og endaði á að finna þessar í Brynju. Ég vildi fá dálítið gamaldags útlit og fannst fallegt hvernig liturinn á þessum tónuðu við borðpötuna og parketið.

IMG_3766IMG_3769

Ég lét Pál fyrst teikna eyjuna upp með bara helming þessara glerskápa og þá væri hægt að sitja með barstólum við hinn endann. Eftir miklar vangaveltur hætti ég við það. Mig langaði að hafa fleiri glerskápa og svo fannst mér það stílhreinast að hafa ekki barstóla við eyjuna.

IMG_3812

Rafvirkjarnir voru líka svo sniðugir að setja svona tengla í eyjuna þannig að hægt sé að stinga tækjum þar í samband.

IMG_3749IMG_3748

Birtan í skálanum er dásamleg. Núna er allt fallega grænt fyrir utan en á veturna er skálinn eins og rammi utan um málverk.

IMG_3762

IMG_2103IMG_2104IMG_2105IMG_2106

Fleiri myndir.

eldhusfrastofu88506FF9-9760-4F8E-8788-08DFC1669F20

IMG_3790IMG_3792IMG_3758IMG_3750IMG_3754IMG_3744IMG_3745

Ég er lítið fyrir gráu tónana sem eru vinsælir núna og við völdum þennan ljósbláa lit á veggina í eldhúsið en okkur fannst hann svo fallega sænskur. 🙂

IMG_3729IMG_3735

Stofan er hálfri hæð ofar en elhúsið og það er gat á milli sem hefur aldrei verið neitt fyrir frá því húsið var byggt fyrir 35 árum. Við settum glervegg fyrir gatið og erum mjög ánægð með útkomuna.

IMG_0825IMG_3778678CBD92-510C-4791-9483-2F2B0F985120

IMG_3902IMG_3901IMG_3897IMG_3894

Í stofunni valdi ég bleikan lit sem fer út í beislit, jafnvel gráan. Hann er mjög breytilegur eftir birtu og ég er rosalega ánægð með hann. Við settum hátalara og bassabox í loftið á stofunni – mjög góð lausn fyrir manneskjur eins og mig sem þoli illa snúrur! 😉

IMG_3786IMG_3787IMG_3888IMG_3885

Fermingarveisla


IMG_5106 Um daginn sagðist ég ætla að blogga meira um fermingarveisluna en ég er að hugsa um að gera gott betur og hafa þetta einskonar gátlista líka fyrir fermingarveislur (hér bloggaði ég líka um fermingarveislu dóttur vinkonu minnar, þar er hægt að finna fleiri hugmyndir). Á hverju ári bætast nýir fermingarforeldrar í hópinn sem eru allir í sömu hugleiðingum og þá getur verið gott að fá hugmyndir og góð ráð frá öðrum sem þegar hafa gengið í gegnum þetta ferli.

Á Facebook er hópur sem heitir Fermingar undirbúningur og hugmyndir sem er sniðugur fyrir fermingarforeldra. Þar er hægt að fá hinar ýmsu hugmyndir og spyrjast fyrir um eitt og annað.

En víkjum að fermingarveislunni og matnum. Ég ákvað að bjóða upp á það sem mér finnst sjálfri best að fá í svona veislum, smárétti og kökur í eftirrétt. Einn galli við smárétti er þó að margir þeirra geymast illa, til dæmis snittur og slíkt, því þarf að útbúa suma réttina samdægurs. Það gefst yfirleitt lítill tími á sjálfan fermingardaginn að stússast með veitingar. Ég ákvað því að búa til um það bil helming réttanna sjálf og keypti svo restina tilbúna. Það sem ég gerði meðal annars sjálf voru þessi kjúklingaspjót hér en að þessu sinni notaði ég kjúklingalundir frá Rose Poultry sem mér fannst koma enn betur út en að nota kjúklingabringur, þær voru afar meyrar og góðar. Ég leitaði mikið að góðum grillspjótum og fann bestu spjótin í Þinni verslun. Þau voru ekki of löng og voru með flötum enda öðru meginn. Þau voru líka á góðu verði, 250 stykkki á 998 krónur (uppfært: sami kassi með 250 spjótum er til í Krónunni á 798 kr.) Það voru til svipuð grillspjót í Søstrene Grene en þar kostuðu 40 spjót 299 krónur. Gott er að setja álpappír utan um endana á spjótunum á meðan grillað er til þess að þau verði ekki svört. Ég reyndar setti bara spjótin í eftir á.

IMG_5103 Ég gerði líka þessar laxarúllur IMG_5114 auk þess að gera snitturnar sem ég er með uppskrift að hér. IMG_5122 Svo fékk ég mömmu til þess að búa til skinkuhorn. Ég ákvað að panta smárétti frá Osushi en ég hafði smakkað þá áður og fannst þeir ákaflega góðir. Mér finnst líka mjög þægilegt að á heimasíðunni þeirra er góður listi með myndum af öllum réttunum, nokkuð sem mér finnst að fleiri staðir ættu að tileinka sér. Það munar svo mikið um að sjá hvernig réttirnir líta út og vita strax verðið í stað þess að fá blindandi tilboð eins og margir staðir eru með. Ég pantaði djúpsteiktar risarækjur með súrsætri sósu. IMG_5118 Hrikalega góðar og ég held ég geti fullyrt að þær hafi slegið í gegn í veislunni, þetta var allavega það sem mér fannst best á veisluborðinu. Í veislunni voru um það bil 75 gestir (þarf af 10 börn undir fermingaraldri). Ég var með átta tegundir af smáréttum og miðaði við að vera með rúmlega tvo bita af hverjum rétti á mann eða um það bil 150 bita af hverjum rétti (var þó með töluvert meira af kjúklingaspjótunum og sushi). Þetta gera meira en 16 bita á mann sem er vel ríflegt, það er reiknað með 12-16 bitum af smáréttum (reyndar með sætum bitum líka) sem heil kvöldmáltíð fyrir einn. Eftir fyrstu umferð á veisluborðið voru enn til rækjur en þær kláruðust síðan alveg. Fyrir næstu veislu mun ég pottþétt kaupa meira af þeim – ég var nefnilega hálft í hvoru að vonast til að að yrði afgangur sem við gætum gætt okkur á eftir veisluna! 😉 IMG_5102 Að sjálfsögðu pantaði ég líka gómsæta sushi bita frá Osushi. Ég var með rétt um 180 sushi bita og hélt að það væri yfirdrifið nóg þar sem að það borða nú ekki allir sushi. Það dugði en kláraðist næstum því, kannski ekki skrítið því það var ofsalega gott. IMG_5116 Þriðji rétturinn sem ég pantaði voru hrossaspjót, hljómar kannski ekki vel í allra eyrum en er ó svo gott! Þau eru marineruð í einhverskonar asískri sósu með klettasalati, vorlauk og sesamfræjum – ljúffengt! Ég pantaði 150 spjót og það voru bara örfá eftir. IMG_5095 Ég get allavega vel mælt með smáréttunum frá Osushi og mun klárlega nýta mér þjónustu þeirra aftur. IMG_5105

Smáhamborgarana pantaði ég frá American Style. Ég náði nú ekki að smakka allar tegundirnar (þetta voru einar 5-6 tegundir) en fannst þeir heldur til of þurrir. Það hefði verið ráð að hafa með auka sósu, t.d. bernaise sósu og hamborgarasósu og bjóða upp á að fá sér auka sósu á borgarana.

Svo þetta sé dregið saman þá var ég með eftirtaldar veitingar fyrir 75 manns (þar af 10 börn):

180 Sushi bitar (kláraðist nærri því)

150 Risarækjur (kláruðust)

150 hrossapjót (smá afgangur)

150 Laxarúllur (smá afgangur)

140 smáhamborgarar (smá afgangur)

150 snittur (smá afgangur)

150 míni skinkuhorn (kláruðust)

230 kjúklingaspjót (nokkur afgangur)

Ég var með allskonar tegundir af gosi ásamt kaffi og miðaði við 1/2 líter af gosi á mann, það var mjög passlegt. Eins var ég með Trópí fernur fyrir börnin.

Þó svo að ég hafi gaman af því að baka þá ákvað ég að leggja það í hendur bökunarsnillingnum henni Önnu frænku minni sem er konditor, menntuð í Danmörku. Terturnar hennar eru veisla fyrir bæði augað og magann! IMG_5172 Vilhjálmur hafði ekki mikla skoðun á matnum en hann er áhugamaður um tertur! 🙂 Við fórum því til Önnu og hann lýsti því sem hann vildi. Hann ákvað alveg sjálfur hvaða tegundir af tertum yrði og hvernig þær átti að skreyta. Hann var ákveðinn í að bjóða upp á kransaköku skreytta með tónum og g-lykli. IMG_7550 Einnig vildi hann uppáhaldstertuna sína, sænska prinsessutertu og var með ákveðna skoðun á skreytingunum sem Anna átti auðvelt með að framkvæma. IMG_5088 Við vorum himinlifandi þegar við sáum útkomuna, ótrúlega falleg terta og kransakaka, alveg eftir Vilhjálms höfði, og báðar brögðuðust himneskt vel. Kransakakan hennar Önnu er framúrskarandi góð, langsamlega best af öllum þeim sem ég hef prófað og tertan einstaklega góð – og ég er ekki bara að segja þetta af því við erum skyldar! 🙂 Kranskakan var 15 hringja, tertan var 40 manna og að auki var ég með 80 lítil glös af Dumle súkkulaðimús ásamt súkkulaðigosbrunn, ávextum og berjum. Ég hélt að það yrði fremur mikill afgangur en það var bara smá biti eftir af tertunni, einn hringur af kransakökunni og öll súkkulaðimúsin kláraðist. Það sannaðist að það er ekki bara ég sem er hrifin af tertunum hennar Önnu! 🙂 Þið getið skoðað þessi gómsætu listaverk á Facebook síðunni hennar hér. IMG_5083 Hér að neðan setti ég saman dálítinn gátlista fyrir fermingarveislur og skrifaði líka hvernig ég útfærði ýmiss atriði fyrir okkar veislu. Það væri mjög gaman ef fleiri fermingarmömmur – eða pabbar – myndu bæta við þennan gátlista í athugasemdunum. Þar væri hægt að koma með góð ráð og hugmyndir sem þið hafið notast við í fermingarveislum. Þannig yrði þetta góður hugmyndabanki! 🙂

  • Hvar á veislan að vera, heima eða í sal? Ef veislan á að vera í sal þá þarf að bóka hann með mjög góðum fyrirvara. Vinsælir salir eru jafnvel bókaðir með meira en árs fyrirvara. Oft og tíðum ákveður fólk fermingardaginn áður en kirkjan gefur út hvaða daga er fermt en flestar kirkjur halda sig við sömu dagsetningarnar ár eftir ár. Það er gott að hafa í huga að það eru fleiri salir um að velja en bara hefðbundnir veislusalir. Aðrir salir sem koma til greina eru til dæmis safnaðarheimili, matsalir í skólum og á stórum vinnustöðum. Einnig er oft hægt að nýta sali á vegum stéttarfélaga og íþróttafélaga.
  • Myndartaka. Algengast er að taka fermingarmyndirnar fyrir fermingardaginn og oft er einni eða fleiri myndum úr myndartökunni stillt upp í fermingarveislunni. Mér finnst Lalli ljósmyndari langsamlega bestur og Vilhjálmur fór í myndartöku til hans tveimur dögum fyrir sjálfa ferminguna. Ég notaði tækifærið og lét hann fara í klippingu á þessum degi og klipparinn hans gerði hárið hans fínt fyrir myndartökuna.
  • Myndartaka í veislunni. Fáið einhvern, auk ykkar sjálfra, til að taka myndir fyrir ykkur í veislunni. Munið að taka myndir af veisluborði, skreytingum, gestunum, uppákomunum og í lokin er gaman að stilla fermingarbarninu upp með foreldrum, systkinum, ömmu og öfum, bestu vininum og fleirum og smella af myndum!
  • 1797465_10152096332222993_5031783339011518903_n  Pixel býður upp á að maður hanni kortin sjálfur en ég var með ákveðnar hugmyndir um tónlistarþemakort sem ég skýrði út fyrir þeim og þeir hönnuðu fyrir mig. Ég vildi hafa kortið einfalt, sem sagt ekki brotið, því margir setja svona boðskort upp á ísskáp og þá njóta þau sín ekki ef þau eru tvöföld. Við ákváðum líka að hafa textann þannig að við foreldrarnir buðum til veislunnar en nafnið á fermingarbarninu kom skýrt fram, okkur fannst það fallegast þannig. Það var líka mjög þægilegt að ég gat skilað gestalista til þeirra í Excel skjali og þeir prentuðu framan á umslögin, ég mæli með þeim tímasparnaði! Það er gott að senda boðskortin með góðum fyrirvara. Fermingar eru oft í kringum páskana þegar fólk er á ferð og flugi. Ég sendi boðskortin með mánaðarfyrirvara en algengt er að senda þau með 4-6 vikna fyrirvara. Það er því gott að byrja að huga að boðskortunum með allavega tveggja mánaða fyrirvara. Ég lét einnig prenta nokkur kort með öðrum texta: “Velkomin í fermingarveisluna mína – 4. hæð” og svo nafn fermingarbarnsins undir. Ég hengdi þau kort upp við innganginn og í lyftunni svo það færi ekkert á milli mála hvert ætti að fara þegar í húsið var komið. Ég tók með mér stórar kertaluktir að heiman og setti fyrir utan hurðina á húsinu sem salurinn var í til að merkja enn betur hvar veislan væri og til að skapa notalega stemmningu.

IMG_5331

  • Í kirkjunni: Munið að spyrja fermingarbörnin ykkar hvoru megin í kirkjunni þau eru (þau vita það eftir æfinguna). Ef fermingarbarnið situr til dæmis hægra megin þá er betra fyrir aðstandendur að sitja vinstra meginn í kirkjunni, þ.e. ská á móti, til að sjá barnið á meðan athöfn stendur.
  • Gott er að hafa í huga að gefa sér góðan tíma á milli fermingar og veislu. Ef ferming er klukkan 14 þá getur verið tæpt að hafa veisluna klukkan 16 ef eitthvað er eftir að undirbúa. Við vorum komin í salinn um það bil 15.45 og vorum með veisluna klukkan 17.
  • Gylling á sálmabók. Það er hefð fyrir því að fermingarbörn séu með sálmabækur við ferminguna og þær eru yfirleitt með gyllingu þar sem kemur fram nafn og fermingardagur. Hefðin er að strákar noti svarta sálmabók og stelpurnar hvítar. Þessar sálmabækur er hægt að kaupa og gylla á mörgum stöðum, t.d. hjá Garðheimum, Blómavali, Stell.is eins er hægt að fá gyllingu hjá Kirkjuhúsinu og nunnunum í Hafnarfirði og það tekur nokkra daga að fá bækurnar gylltar. Sum fermingarbörn nota gamlar sálmabækur frá foreldrum sínum og bæta við nafninu framan á bókina. Það getur verið skemmtilegt að leggja svo sálmabókina til sýnis hjá til dæmis gestabókinni í veislunni.
  •  Margir útbúa sérstaka gestabók fyrir ferminguna. Ég legg ekki mikið upp úr því og finnst eiginlega óþarfi að sitja uppi með heila gestabók sem bara er skrifað í einu sinni. Það getur reyndar verið skemmtilegt að sameina gestabók og myndaalbúm. Ég hef hins vegar notað bókina “Fyrsta bók barnsins” sem gestabók í síðustu tveimur fermingum og látið gestina skrifa aftast í hana. Þar eru yfirleitt nokkrar auðar síður sem mér finnst tilvaldar að nota sem gestabók fyrir fermingarveislugesti og slá þannig botninn í bókina.
  • Sumir vilja láta prenta á servíettur og merkja kerti. Það er gert meðal annars hjá sömu aðilum og gylla sálmabækurnar, Blómavali, Garðheimum og á fleiri stöðum. Við ákváðum að gera það ekki. Veislan hjá okkur var með tónlistarþema og ég keypti kerti í Íkea. Ég notaði svo gamla nótnabók sem ég fékk á nytjamarkaði og bjó þannig til nótnakerti. Nóturnar sem ég stakk í kertin fékk ég í Föndru. Við vorum með servíettur í stíl við kertin, með nótum á. Ég fékk líka bókstaf fermingardrengsins í Föndru og fékk handlagna vinkonu mína til þess að mála stafinn og skreyta með nótum.

IMG_7545IMG_4979

  • Ef lítil börn eru í veislunni er gott ráð að hafa barnahorn með borði og stólum fyrir krakkana. Þar er hægt að hafa liti, litabækur, kubba, pleymó, bækur og slíkt. Ef aðstaða er til staðar getur líka verið sniðugt að hafa teiknimynd í gangi.
  •  Ég var í vandræðum með að finna löbera á gestaborðin sem mér fannst nógu fallegir en kostuðu ekki hönd og fót. Ég notaði ekki dúka og vildi fá löbera sem dygðu yfir öll borðin og þurfti því um 30 metra. Ég endaði á því að kaupa flekagardínur í Íkea. Hver fleki er þrír metrar og hann er hægt að kljúfa í tvennt, það nást því sex metrar úr einum fleka. Efnið er mjög gerðarlegt og fallegt þannig að þessir “löberar” komu mjög vel út. Ef þið þurfið að leigja hefðbunda dúka þá þarf að panta þá með fyrirvara á dúkaleigum. Hér eru dæmi um dúkaleigur: Damask – A. Smith, Fönn, Fjöður, Efnalaugin Björg og Stór dagur. Ég var að spá í að hafa hvíta dúka á borðunum en hætti svo við, fannst borðin koma best út svona. Mér fannst reyndar frekar skrítið að stærstu dúkarnir á dúkaleigunum virtust vera 2.30 cm x 2.30. Það voru ekki til dúkar sem voru 3 metrar á lengd. Það getur líka verið sniðugt að athuga á vinnustöðum t.d. foreldra fermingarbarnsins hvort til séu dúkar. Til dæmis vinn ég í skóla og ég uppgötvaði að þar eru til fínir hvítir dúkar sem ég hefði getað fengið lánaða. Í versluninni Rekstrarvörum er líka hægt að kaupa pappírsdúka á rúllum sem eru mjög vandaðir og líkjast taudúkum eins eru þeir til í Besta. Mér reiknaðist til að það hefði kostað mig svipað mikið að leigja dúka og kaupa pappírsdúka í Rekstrarvörum. Stundum hafa verið dúkar og renningar frá Duni í Stórkaup á mun betra verði en í öðrum verslunum, það borgar sig að athuga hjá þeim. Það eru líka til flottir renningar hjá Skreytum.is ásamt allskonar skemmtilegu borðskrauti.
  • IMG_5255Kertastjakana undir sprittkert keypti ég alla á nytjamörkuðum og blandaði saman mismunandi tegundum, var með 6-7 á hverju borði. Vasana undir blómin átti ég frá síðustu fermingu. Ég fór í Dalsgarð í Mosfellsdal og keypti Musacari laukana (perluhýasintur) sem ég einfaldlega hreinsaði moldina af og setti í vasa auk fallegra steina.

IMG_5018

  • Fríða vinkona mín sem er snilldar blómaskreytir gerði svo þessa rustic borðskreytingu á matarborðið. Hún er gerð úr liljum, perluhýasintum, mosa, greinum og steinum.

IMG_5004 IMG_5183

  •  Það er misjafnt hvað boðið er upp á í fermingum. Sumir eru með hefðbundin kökuboð með kökum og brauðréttum. Aðrir bjóða upp á súpu og brauð á meðan einhverjir hafa mat, til dæmis lambalæri og meðlæti. Ég ákvað að bjóða upp á það sem mér finnst sjálfri best að fá í svona veislum, smárétti og kökur í eftirrétt eins og ég lýsti hér að ofan og þar kemur líka fram nákvæmlega allt varðandi magn.
  •  Margir eru með myndasýningu í gegnum skjávarpa þar sem myndum af fermingarbarninu í gegnum tíðina er varpað á tjald. Ég ákvað hins vegar að vera dálítið “retro” og útbjó fullt af myndum af syninum í myndaforritinu Picasa. Þar breytti ég útliti myndanna þannig að þær litu út eins og Polaroid myndir og skrifaði texta undir þær. Ég hengdi svo upp snæri hér og þar í salnum og klemmdi myndirnar á snærin með litlum klemmum úr Tiger. Þannig gegndu myndirnar líka ákveðnu skreytingarhlutverki fyrir salinn. Hér að neðan glittir líka í glerkúpul og undir honum var ég með fyrstu skóna hans Vilhjálms. Það er einmitt skemmtilegt að nota sem skraut fyrstu skó barnsins, fyrsta kjólinn eða annað slíkt. Þegar Ósk fermdist notaði ég skírnarkjólinn hennar sem „skraut“. Sumir geyma kannski skírnarkertið sem er gaman að taka fram við þetta tækifæri.

IMG_4999 IMG_4997

  • Það er gaman að brjóta upp veisluna með einhverju skemmtilegu. Vilhjálmur er búinn að æfa á píanó í nokkur ár og spilaði tvö verk í veislunni.
  • IMG_5161 Ég útbjó líka myndband þar sem ég klippti saman skemmtileg myndbönd af Vilhjálmi í gegnum tíðina. Ég var svo forsjál að taka upp myndband með Vilhjálmi átta ára gömlum þar sem hann bauð gesti velkomna í fermingarveisluna sína og fannst mjög skrýtið þegar ég lét hann segja ártalið 2014 enda var þá bara árið 2008! 🙂
  • IMG_5218Myndbandið féll vel í kramið og mér skildist á mörgum gestum að það hefði orðið þeim hvatning til að taka upp fleiri myndbönd af börnunum sínum! 🙂

IMG_5244 Skreytingar þurfa ekki að vera dýrar, hér eru afklipptar greinar hirtar úr Sorpu og sería úr Tiger sem kostaði 1200 krónur. IMG_5251 Tveir kertastjakar að heiman og einn af nytjamarkaði, vasi úr Rúmfatalagernum og Perluhýasintur úr Dalsgarði (kosta 400 ca. 6 laukar saman) IMG_4983 Föndrað nótukerti, Perluhýasintur og í þriðja vasanum geymdi ég að tilviljun snærið sem ég notaði fyrir myndirnar og stakk í það afklippum – þetta endaði sem skraut! 🙂

  • Ekki gleyma að taka með í salinn kveikjara fyrir kerti, límband, kennaratyggjó og annað smálegt sem getur komið að gagni við skreytingar.

IMG_5171Fermingardrengurinn og stoltir foreldrar.

IMG_5178 IMG_5270

Flottu systkinin!

IMG_5234

Ber er hver að baki nema sér vini eigi – hér er fermingardrengurinn og bestu vinirnir! 🙂

Vinsælustu uppskriftirnar 2013


vinsældarlistiÁ þessum síðasta degi ársins finnst mér vel við hæfi að líta yfir liðið ár. Ég hef því tekið saman vinsælustu uppskriftirnar hér á Eldhússögum árið 2013. Þetta átti að vera svona topp tíu listi en ég gat ekki hætt – mér fannst alltaf næsta uppskrift vera það spennandi að hún yrði að vera með á listanum! 🙂 Þetta er því topp 15 listi yfir vinsælustu uppskriftir ársins og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að stoppa þar. 🙂

Ég vil að auki óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Vonandi færir árið 2014 ykkur góða heilsu, hamingju og ljúffengan mat!

Vinsælustu uppskriftirnar 2013

1. Snickerskaka

SnickerskakaLangvinsælasta uppskriftin á Eldhússögum frá upphafi er Snickerskakan og hún trónir því líka á toppinum á listanum yfir vinsælustu eftirréttina, hann er að finna hér. Þessi kaka er algjör bomba og ég er því ekkert hissa á vinsældum hennar.

2. Nautahakksrúlla með osti og brokkolí

recently-updated121Nautahakksrúllan sló þvílíkt í gegn hér á Eldhússögum og ég er búin að gera hana í mörgum útfærslum og með mismunandi fyllingum eftir þessa fyrstu uppskrift. Frábær tilbreyting í nautahakks matargerðina.

3. Karamellu marengsterta

Karamellu marengsterta

Marengstertan guðdómlega náði öðru sætinu á eftirréttalistanum en nær þriðja sæti á þessum heildar vinsældarlista. Við Íslendingar elskum jú marengstertur og hér er útgáfa sem er algjörlega skotheld.

4. Hægeldað lambalæri

http://atomic-temporary-37037932.wpcomstaging.com/2013/01/14/haegeldad-lambalaeri/

Í fjórða sæti er hægeldaða lambalærið. Hvern einasta sunnudag er þetta mest lesna uppskriftin hér á Eldhússögum og sama er að segja um aðra hátíðardaga. Ef þið hafið ekki prófað að hægelda lambalæri enn þá hreinlega skipa ég ykkur að prófa það og sjá ljósið með okkur hinum! 🙂 Kjötið verður svo dásamlega meyrt og bragðgott með þessari aðferð og ekki skemmir fyrir hversu einföld eldamennskan er.

5. Besta skúffukakan

IMG_8057Ég gerðist svo djörf að kalla þetta bestu skúffukökuna og ég er því afar glöð yfir því að aðrir virðast vera sammála mér. Ég var búin að leita lengi að réttu skúffukökuuppskriftinni en fann hana aldrei. Að lokum ákvað ég að prófa mig áfram sjálf og finna uppskrift sem mér líkaði – þetta varð afraksturinn.

6. Frönsk súkkulaðikaka

IMG_5368Franska súkkulaðikakan er líka ofarlega á eftirrétta-vinsældarlistanum sem og á þessum lista. Það er ekkert skrítið, þessi kaka er afar einföld, einstaklega góð og passar við öll tækifæri nema mögulega í morgunmat … og þó!

7. Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi

IMG_8692Jú, jú, önnur súkkulaðikaka! Ef ég myndi eingöngu setja inn uppskriftir hingað á Eldhússögur sem í væri súkkulaði þá væri þetta líklega vinsælasta blogg landsins – það virðast allir vera veikir fyrir súkkulaði! 🙂 Ég er samt ekkert hissa á þessum vinsældum Pipp kökunnar, hún er með afbrigðum góð.

8. Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

IMG_8244Líklega er þetta uppáhalds uppskriftin mín á Eldhússögum og sú sem ég hef eldað hvað oftast! Ég byggi þennan vinsældarlista á hversu oft uppskriftirnar eru lesnar en ef ég ætti að fara eftir stjörnugjöfinni sem er að finna við allar uppskriftirnar þá væri þessi uppskrift líkast til í fyrsta sæti. Þetta er sú uppskrift sem flestir hafa gefið stjörnur og einkunninn er ekki amaleg, 50 manns hafa gefið henni að meðaltali fjóra og hálfa stjörnu.

9. Kladdkaka með karamellukremi

img_7456Enn ein súkkulaðidásemdin sem hér fer hönd í hönd við ljúffengt karamellukrem. Dæmalaust vinsæl kaka sem er með fullt stig húsa, fimm stjörnur frá öllum þeim sem hafa gefið henni einkunn.

10. Kjúklingasúpa með eplum, karrí og engifer

IMG_8643Sérdeilis góð súpa sem virðist passa öllum bragðlaukum! 🙂 Ég hef fengið ótal pósta frá lesendum sem segja frá því að þeir hafi boðið upp á þessa súpu í afmælum, fermingum og í veislum og við önnur tilefni og alltaf virðist hún slá í gegn.

11. Brauðréttur og rúllutertubrauð

IMG_3274

Ef að eitthvað slagar upp i vinsældir súkkulaðikaka og marengstertna þá eru það heitu brauðréttirnir. Í 11. sæti eru þessir tveir heitu réttir, annar í eldföstu móti og hinn er heitt rúllutertubrauð. Sá fyrri er uppskrift sem að ég hef þróað og er sá réttur sem alltaf klárast fyrst í öllum veislum hjá mér.

12. Hafraklattar

IMG_7330Satt best að segja forðast ég í lengstu lög að baka þessa hafraklatta sem verma 12. sætið. Það er ekki vegna þess að þeir eru ekki góðir, þeir eru það – bara alltof góðir! Þessi uppskrift ætti að koma með viðvörun: Varúð, um leið og þið fáið ykkur einn hafraklatta þá getið þið ekki hætt!

13. Kalkúnaveisla

IMG_0796Í 13. sæti er uppskrift að kalkúni, fyllingu, sósu og öllu því meðlæti sem mér finnst best með með kalkúni. Einn af mínum uppáhaldsmatréttum og geysilega vinsæl uppskrift yfir allar hátíðar líkt og páska, jól og síðast en ekki síst áramót.

14. Kjúklingur með sætum kartöflum og mangósósu

IMG_7576

Ákaflega góður réttur með kjúklingi, sætum kartöflum, mangó, feta .. já bara öllu sem mér finnst best! Þessi uppskrift er mikið lesin og allir hafa gefið henni fimm stjörnur af fimm mögulegum. „We have a winner“ – myndi kaninn segja! 😉

15. Pönnukökur eins og hjá ömmu

IMG_8523

Það var vel við hæfi að síðasta uppskriftin sem slapp inn á vinsældarlistann voru pönnukökurnar hennar ömmu – þær bestu í bænum! Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að þessi uppskrift ásamt lambalæris uppskriftinni eru langmest skoðaðar á hverjum einasta sunnudegi hér á Eldhússögum. Það er eitthvað svo notaleg tilhugsun að allir séu að borða pönnukökur með kaffinu á sunnudögum og hafa svo lambalæri í kvöldmatinn! 🙂

Hátíðarmatur og nýjung á Eldhússögum


Jólastofa

Það styttist óðfluga í jólin og líkt og flestir þá er ég farin að huga að matarinnkaupunum fyrir jólin. Hátíðar snúast um hefðir og ég þarf ekkert að finna upp hjólið þegar matseðillinn er settur saman. Við snæðum hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag en á annan í jólum er misjafnt hvað ég útbý, oft hef ég góða fiskmáltíð sem hentar vel eftir kjötmáltíðirnar dagana á undan. Allar uppskriftirnar að þessum réttum eru hér á Eldhússögum en í dag kynni ég frábæra nýjung sem ég er ákaflega spennt yfir. Ég er komin í samstarf við sommalier (vínþjón) sem ætlar að hjálpa mér að para saman góð vín með uppskriftunum mínum. Eins og ég hef talað um áður þá finnst mér voða gott að dreypa á smá léttvíni með góðri máltíð en þekking mín á vínum er afar lítil. Það verður því ákaflega gaman að geta fengið faglega hjálp við val á vínum með máltíðunum og ekki síður að geta gefið ykkur ábendingar um hvaða vín henta með uppskriftunum sem ég gef upp.

_LKI3259-2Vínþjónninn sem kominn er í samstarf við Eldhússögur heitir Sævar Már Sveinsson framreiðslumeistari sem hefur sérhæft sig í léttvínum. Sævar hefur unnið titilinn vínþjónn ársins 5 ár í röð og keppt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Hann hefur meðal annars starfað á Hótel Holti, Sommelier Brasserie og á Grillinu á Hótel Sögu. Sævar mun para saman vín með réttunum hér á Eldhússögum miðað við það hráefni sem er í uppskriftunum svo að vínið falli vel að matnum og öfugt. Þá hefur Sævar í huga atriði eins og; sætu, sýru, beiskju og seltu. Oftast gildir sú regla að setja vín með matnum sem hefur álíka eiginleika. Það þýðir að réttur með sætu meðlæti passar vel með víni með sætum ávaxtakeim og svo framvegis.

Sævar er þegar búinn að skoða nokkrar uppskriftir að hátíðarmat hér á Eldhússögum og para við þær ljúffeng léttvín.

Tillögur að gómsætum hátíðarmat og drykk sem henta vel yfir jól og áramót:

Hamborgarhryggur

Gljáður hamborgarhryggur með kóksósu

Hangikjöt

Hangikjöt með kartöfluuppstúf

IMG_0796

Kalkúnn með brúnuðum kartöflum, sætkartöflumús, gljáðum gulrótum, waldorfsalati, rósakáli með beikoni og himneskri sósu

IMG_7407

Hægeldað lambalæri með kartöflum, rjómasósu, grænmeti og sætum kartöflum

IMG_7549

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti

Roastbeef

Roastbeef með bearnaise sósu, kartöflugratíni og spínatsalati með jarðaberjum

IMG_2678

Grillað nautaribeye með heimagerðri bearnaise sósu og chilikartöflum með papriku

IMG_8244

Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

IMG_0755

Ofnbakaður humar með heimatilbúnu hvítlaukssmjöri

IMG_0748

Freyðandi myntu- og sítrónudrykkur

IMG_6042

Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum

IMG_1917

Hvítt súkkulaðifrauð með hindberjasósu

Súkkulaðikaka með Pipp bananakremi – leiðrétting á Nóa og Siríus bæklingi


Fyrr í haust var ég svo heppin að vinna uppskriftasamkeppni hjá Nóa og Siríus og hlaut fyrir vikið afar rausnarleg verlaun.

IMG_0510 Meðal þess sem ég vann var gjafabréf út að borða fyrir tvo á veitingastaðinn Kopar. Við Elfar héldum upp á það í síðustu viku að þá vorum 22 ár síðan við fórum á okkar fyrsta stefnumót. Okkur fannst því tilvalið að fara út að borða síðastliðið fimmtudagskvöld og nýta gjafakortið okkar á Kopar. Þegar við vorum lögð af stað var mér litið á gjafakortið. Ég var búin að lesa að það gilti bara í miðri viku en þarna rak ég augun í að það þýddi frá sunnudegi til miðvikudags! Ég hringdi á staðinn og þar svaraði mér afar almennileg kona, Sandra, sem leyfði okkur að koma þrátt fyrir að það væri fimmtudagskvöld.Kopar Við áttum yndislega kvöldstund á þessum fallega veitingastað. Okkur var boðið upp á ævintýraferð sem þýddi að við fengum hvern gómsæta réttinn á fætur öðrum, dásamlega gott. Ég verð líka að hæla góðri þjónustu á staðnum, sérstaklega var hún Sandra frábær. Við getum svo sannarlega mælt með Kopar! Þessa skemmtilegu Instagram mynd hér til hægri tók Elfar inn um gluggann á Kopar, ég sit fyrir innnan og bíð eftir honum! 🙂

Auk þessa skemmtilega vinnings þá birtist uppskriftin mín í uppskriftabæklingi Nóa og Siríus sem kom nýverið út.NóiSeint í gærkvöldi fékk ég hins vegar hringingu frá örvæntingafullum bakara. Þó svo að ég hafi sent Nóa og Siríus villulausa uppskrift þá datt út í bæklingnum þeirra hluti af framkvæmdinni. Það vantar hvenær nota eigi sykurinn. Örvæntingafulli bakarinn sem hringdi í mig í gærkvöldi stóð í stórbakstri og var í vandræðum með uppskriftina. Fyrir alla hina sem standa í sömu sporum þá á sykurinn að fara út í pottinn með eggjunum! 🙂 En svo er líka villulausa uppskrift að finna hér á síðunni minni, endilega farið eftir henni.

Súkklaðikaka með Pipp bananakremi

Eggjakaka frá smálöndum og Svíþjóðartal!


Síðastliðna nótt komum við heim úr frábærri tveggja vikna Svíþjóðarferð með yngstu börnunum tveimur og Ingu frænku. Ósk var líka í Stokkhólmi með íslenskum vinkonum sínum fyrstu vikuna en er núna með sænskum vinkonum á Krít og fer svo aftur til Stokkhólms í viku! Ekki nóg með það heldur þá er Alexander á ferðalagi um Japan! Lukkunnar pamfílar! 🙂

Við erum sem sagt búin að vera þrjár vikur að heiman, því vikuna fyrir Svíþjóðarferðina vorum við á Patró. Ég byrjaði að blogga hér fyrir tveimur mánuðum, þar af hef ég bloggað í tæpan mánuð annarsstaðar en að heiman. Það hefur verið áskorun! Ég hef eldað í eldhúsum sem eiga ekki kryddin mín eða áhöld sem ég er vön að nota og notað eldavélar sem ég þekki ekki inn á. Netsamband á Vestfjörðum, í sumarbústað á suðurlandi, í Stokkhólmi eða í smálöndum Svíþjóðar hefur verið skrikkjótt, hægvirkt og stundum alls ekkert. Eitt sinn hrundi þessi vefsíða þegar ég breytti útlitinu og það var ekki hægt að setja inn færslur og í annað sinn þurfti ég að nota lánstölvu sem var ekki hægt að stilla inn á íslenskt letur (ctrl-c og ctrl-p mikið notað í þeirri færslu)! Ég er því frekar ánægð með að hafa tekist að blogga daglega þrátt fyrir allt. 🙂

En Svíþjóðarferðin var frábær! Við búum svo vel að eiga marga góða íslenska vini í hverfinu í Stokkhólmi þar sem við bjuggum í rúm 15 ár. Við fengum því bæði lánsíbúð og lánsbíl og gátum dvalið í gamla hverfinu okkar. Stokkhólmur er dásamleg borg sem hefur upp á feykimargt skemmtilegt að bjóða, sérstaklega fyrir börn. Í meistaranámi mínu í bókasafns-og upplýsingafræði fékk ég verkefni þar sem ég átti að forrita heimasíðu. Á heimasíðunni þurfti ég að setja fram 15 tengla um ákveðið efni eftir ákveðnum reglum. Ég valdi auðvitað tengla um Stokkhólm og forritaði þessa síðu hér! Reyndar held ég að einhverjir tenglar séu úreldir en þarna eru samt einhverjar upplýsingar um borgina.

Það sem stóð upp úr hjá krökkunum í ferðinni og var efst á þeirra óskalista var tívolíið Gröna Lund, Tom Tit vísindasafnið sem er algjörlega frábært og engin barnafjölskylda ætti að láta framhjá sér fara í Stokkhólmsheimsókn. Einnig er tónlistarsafnið einstaklega barnvænt og skemmtilegt, við höfum heimsótt það reglulega og gerðum það einnig í þessari ferð. Að þessu sinni var líka fjórvíddarbíóið Cosmonova í Náttúrfræðisafninu sótt heim við mikla hrifningu auk Fiðrildahússins í Hagagarðinum.

Við fórum líka í mörg matarboð bæði til íslenskra og sænskra vina, í bátsferð um skerjagarðinn með Elfari frænda og svo var auðvitað verslað svolítið! Toppurinn á ferðinni var svo ferðalag í dýragarðinn Kolmården sem er sá stærsti á Norðurlöndunum og í smálöndin þar sem garðurinn ,,Astrids Lindgrens värld” var heimsóttur. Þetta var líklega í fimmta sinn sem við förum í svona ferð þar sem við tvinnum saman dýragarðsferð og Vimmerby, en það er alltaf jafn gaman! Það tekur einn og hálfan tíma að keyra til Kolmården frá Stokkhólmi en það þarf að mæta við opnun og vera til lokunnar til þess að ná að skoða allan garðinn sem er afar stór og flottur. Um kvöldið keyrðum við svo til Vimmerby, fæðingarbæjar Astridar Lindgren. Daginn eftir dvöldum við allan daginn í Astrids Lindgrens värld sem er stórkostlegur garður í Vimmerby, byggður á flestum sögum Astridar.

Við heimsóttum þennan garð fyrst árið 1998 þegar Ósk og Alexander voru lítil og það er gaman að sjá hvað hann verður flottari með ári hverju. Í garðinum er allt morandi af leikurum í hlutverkum söguhetja Astridar. Sá yngsti var líklega ekki meira en 6 ára, það var ”Lillebror” vinur Kalla á þakinu, og það var dásamlegt að sjá samspil hans og Kalla en leikararnir fara aldrei úr karakter. Reglulega sýna leikararnir æfð leikrit en þess á milli eru þeir í karakter meðal gesta garðsins og spinna með þeim í anda sinna persóna. Leikritin eru afar metnaðarfull og umgjörðin verður flottari með hverju árinu. Til dæmis er Matthíasarborg Ronju Ræningjadóttur orðin stórglæsileg og í leikritinu kemur alvöru elding, kastalinn klofnar raunverulega í tvennt og myndar Helvítisgjánna. Jafnframt ríða ræningjarnir á lifandi hestum, alvöru þoka læðist yfir svið og áhorfendur auk snjókomu. Einnig stíga rassálfar, grádvergar og skógarnornir á stokk. Gestir garðsins geta svo leikið sér í húsum og umhverfi söguhetjanna, milli þess sem þar eru sýnd leikrit, og átt í samskiptum við söguhetjurnar. Þarna er líka alvöru Ólátagata þar sem kvikmyndin um Lottu var tekin upp. Þar er hægt að skoða húsið hennar  Lottu og Tant Berg. Ég gæti endalaust haldið áfram að tala um þennan garð en ég hvet alla aðdáendur Astridar, jafnt börn sem fullorðna að heimsækja Astrids Lindgrens värld! Ég mæli samt með því að fara ekki í júlí því þá er ofsalega mikið af fólki í garðinum.

Við höfum prófað nokkra gistimöguleika í Vimmerby. Hótel Ronja er ágætis íbúðarhótel, við vorum þar fyrir þremur árum og vorum mjög sátt við það. Núna gistum við í Smålandsbyn (áður Pippis hotell en afkomendur Astridar hafa lagt eignarhald á það nafn og þeir fá ekki að heita það lengur né nefna húsin sín eftir söguhetjum hennar!). Þetta er rétt fyrir utan Vimmerby, þaðan tekur bara 5 mínútur að keyra í garðinn. Þarna er skemmtilegt safn húsa í eftirlíkingu húsa söguhetja Astridar og með frábæru leiksvæði fyrir börn. Stóra gula húsið er hótel en við bjuggum útaf fyrir okkur í Maddittar húsi (bláa húsinu) með góða aðstöðu og húsið var afar snyrtilegt og hlýlegt. Mæli með þessum gistimöguleika! Athugið að gistingu í Vimmerby yfir hásumar þarf að bóka með margra mánaða fyrirvara, ég pantaði með hálfs árs fyrirvara. Og fyrst ég er byrjuð á þessu þá mæli ég líka með veitingastaðnum Brygghuset í Vimmerby sem er í veitingastaður Åbro verksmiðjunnar, afar góður matur þar!

Og þá er ég komin að því sem ég ætlaði að skrifa um áður en þessi færsla breyttist í færslu um hvað væri hægt að gera skemmtilegt með börnum í Svíþjóð og í Stokkhólmi! 🙂 Í húsinu þeirra Madditar og Betu (sem var mín uppáhaldssaga þegar ég var lítil og er núna uppáhalds hjá Jóhönnu minni!) eldaði ég sem sagt eggjaköku! Ég hef mjög sjaldan eldað eggjakökur í gegnum árin en þegar við vorum í Tyrklandi fyrir ári síðan var allur matur innifalinn á hótelinu og góður var hann! Á morgnana var hlaðborð með allskonar morgunmat en þar sem ég er lítið fyrir að borða morgunmat þá átti ég erfitt með að finna eitthvað sem ég hafði lyst á. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði kokkana sem stóðu í einu horninu og elduðu eggjakökur eftir pöntun að ég fór hreinlega að hlakka til að borða morgunmat! Eftir að hafa horft á kokkana elda gómsæta eggjaköku ofan í mig daglega í tvær vikur fór ég heim til Íslands og hef eldað sambærilega eggjaköku ótal sinnum síðan þá. Ég get meira að segja snúið henni við í loftinu eins og kokkarnir gerðu! 😉 En eiginmaðurinn var ekki nógu viðbragðssnöggur til að ná því á filmu þannig að þið verðið bara að taka mig trúanlega! 🙂

Eggjakaka er afar fitusnauður, saðsamur og góður matur. Það er hægt að nota næstum því hvaða grænmeti sem er, hvaða álegg sem er og hvaða ost sem er í eggjakökuna. Ég nota meira af eggjahvítum en rauðum, kakan verður hollari og próteinríkari þannig. Það er mjög sniðugt að kaupa eggjahvítur á brúsa eins og er seldur í matvöruverslunum, þær geymast í 7 daga í kæli en má frysta og því hægt að frysta þær í litlum, passlegum skömmtum.

Uppskrift:

  • 2 egg
  • 3 eggjahvítur
  • 2/3 dl mjólk (vill maður gera vel við sig er hægt að nota matreiðslurjóma eða rjóma!)
  • sveppir
  • skinka
  • ferskt brokkolí
  • rifinn ostur (líka hægt að nota ferskan mozzarella ost eða brie ost, skorið í bita)
  • smör eða olía til steikingar
  • 1/2 tsk basilka
  • 1/2 tsk oregano
  • salt og pipar

Aðferð:

Setjið egg og eggjahvítur í skál ásamt mjólk, pískið þessu létt saman, bætið kryddinu út í. Skerið sveppina fremur gróft og steikið þá á pönnu. Því næst er eggjahrærunni hellt út á pönnuna. Skinkan er skorin niður í bita ásamt brokkolíi og hvoru tveggja bætt út í ásamt ostinum Látið eggjakökuna malla á meðalhita, gætið þess að hafa hann ekki of háan þannig að eggjakakan brenni ekki. Pikkið í hræruna á meðan hún er að þykkna til að flýta fyrir.

Þegar kakan hefur stífnað vel er henni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni í nokkrar mínútur. Það er hægt að snúa við kökunni til hálfs (í hálfmána) ef maður treystir ekki til að snúa henni við í heilu. Einnig er hægt að sleppa því að snúa henni við, setja lok á pönnuna og fullelda eggjakökuna þannig á annarri hliðinni. Einnig er gott að klára eldunina inni í bakarofni í nokkrar mínútur ef pannan kemst inni í ofn.