Hægelduð nautalund


img_7387img_8178

Ljúfir jóladagar eru liðnir sem voru dálítið sérstakir fyrir þær sakir að þetta voru fyrstu jól okkar fjölskyldunnar í nýja húsinu. Það er ólíkt rúmbetra heldur en gamla húsið okkar en það hús var hins vegar alltaf ákaflega notalegt þrátt fyrir smæðina. Við erum afar ánægð með að hafa tekist að gera þetta stóra hús ekki síður heimilislegt og það var gott að vera hér um jólin og geta til dæmis haldið 20 manna jólaboð án nokkurra vandkvæða.

fullsizerender

Árið 2016 var viðburðarríkt og einkenndist af miklum framkvæmdum og flutningum. Þessa dagana erum við oft að rifja upp þegar við fjölskyldan, á gamlárskvöldi í fyrra, skutumst upp í hús rétt fyrir miðnætti. Við klofuðum yfir spýtur og verkfæri til þess að komast upp á efstu hæð og horfa á útsýnið út úr nýja húsinu á miðnætti.

fullsizerender-2

Þá var búið að rífa bókstaflega allt út úr húsinu og meira að segja saga úr stóran hluta af útveggjunum þannig að það var erfitt að ímynda sér að þetta yrði nokkurn tímann notalegt heimili. Það er því alltaf jafn skemmtilegt og í raun ótrúlegt að virða fyrir sér breytingarnar.

eldhusfrastofuimg_2181IMG_0825img_2179IMG_0820img_2177img_3459img_3460img_3461img_3462img_4785img_4907

img_5019

img_2186

En nú er gamlárskvöld að renna upp og ekki seinna vænna að víkja að matseldinni. Venjulega höfum við kalkún í matinn á gamlárskvöld en ég er farin að kaupa kalkúnabringur í stað þess að hafa heilan kalkún. Kalkúnabringurnar hægelda ég, geri góða sósu og allskonar gómsætt meðlæti. Að þessu sinni var ég hins vegar með kalkúnabringur í jólaboði á annan í jólum og við erum enn að borða afgangana. Við ákváðum því að breyta til fyrir gamlárskvöld og hafa eitthvað sem er líka í miklu eftirlæti hjá okkur, hægeldaða nautalund. Fyrir nokkru rakst ég á frábæra uppskrift frá Ragnari Frey, lækninum í eldhúsinu, sem ég styð mig við og síðan þá hefur nautalundin hjá mér alltaf heppnast fullkomlega. Ragnar Freyr er mikið að nota sous vide hægeldun en til þess þarf sérstakar græjur. Ég er alls ekki mikil græjumanneskja í eldhúsinu og var því afar glöð þegar ég sá að Ragnar benti á aðra frábærlega einfalda aðferð sem hægt væri að nota til þess að ná fram sömu hægelduninni. Og ég segi það og skrifa, þessi aðferð er algjörlega skotheld, nautalundinn verður fullkomlega elduð á þennan hátt! Sumir hafa áhyggjur af því að plastið fari inn í ofn. Ragnar Freyr, sem bæði er læknir og snillingur í eldhúsinu, fullyrðir það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það hvarfast engin efni úr plastinu við 60 gráðu hita. Með þessari lungamjúku og hægelduðu nautalund er gott að bera fram góðar kartöflur, t.d. kartöflugratín eða Hasselback kartöflur. Ég prófaði um daginn að gera Hasselback kartöflur úr sætkartöflum og mæli algjörlega með því.

IMG_2328 img_7304

Mér finnst bearnaise-sósa ómissandi með nautalundinni og er með góða uppskrift að henni hér. Ég skal hins vegar líka benda ykkur á frábæra og einfalda leið til þess að verða ykkur út um góða bearnaise-sósu til að einfalda lífið. Bestu tilbúnu bernaisesósurnar fást hjá Hamborgarabúllunni og í Seljakjör á Seljabraut (sósa sem þau búa til sjálf), mæli með þeim! 🙂

Hægelduð nautalund (f. ca. 4)

  • 1 kíló nautalund
  • 1-2 msk smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • salt & nýmalaður svartur pipar
  • plastfilma

Ef nautalundin er frosin þá er hún látið þiðna í ísskáp í einn til tvo sólarhringa. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt við þörfum og látið ná stofuhita. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita.  1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum. Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ – 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum. Þá er það tekið út úr ofninum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf. Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mínútur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða upp undir klukkustund undir álpappír og handklæði/viskastykki.

img_8165img_8171img_8172

Hátíðarmatur og nýjung á Eldhússögum


Jólastofa

Það styttist óðfluga í jólin og líkt og flestir þá er ég farin að huga að matarinnkaupunum fyrir jólin. Hátíðar snúast um hefðir og ég þarf ekkert að finna upp hjólið þegar matseðillinn er settur saman. Við snæðum hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag en á annan í jólum er misjafnt hvað ég útbý, oft hef ég góða fiskmáltíð sem hentar vel eftir kjötmáltíðirnar dagana á undan. Allar uppskriftirnar að þessum réttum eru hér á Eldhússögum en í dag kynni ég frábæra nýjung sem ég er ákaflega spennt yfir. Ég er komin í samstarf við sommalier (vínþjón) sem ætlar að hjálpa mér að para saman góð vín með uppskriftunum mínum. Eins og ég hef talað um áður þá finnst mér voða gott að dreypa á smá léttvíni með góðri máltíð en þekking mín á vínum er afar lítil. Það verður því ákaflega gaman að geta fengið faglega hjálp við val á vínum með máltíðunum og ekki síður að geta gefið ykkur ábendingar um hvaða vín henta með uppskriftunum sem ég gef upp.

_LKI3259-2Vínþjónninn sem kominn er í samstarf við Eldhússögur heitir Sævar Már Sveinsson framreiðslumeistari sem hefur sérhæft sig í léttvínum. Sævar hefur unnið titilinn vínþjónn ársins 5 ár í röð og keppt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Hann hefur meðal annars starfað á Hótel Holti, Sommelier Brasserie og á Grillinu á Hótel Sögu. Sævar mun para saman vín með réttunum hér á Eldhússögum miðað við það hráefni sem er í uppskriftunum svo að vínið falli vel að matnum og öfugt. Þá hefur Sævar í huga atriði eins og; sætu, sýru, beiskju og seltu. Oftast gildir sú regla að setja vín með matnum sem hefur álíka eiginleika. Það þýðir að réttur með sætu meðlæti passar vel með víni með sætum ávaxtakeim og svo framvegis.

Sævar er þegar búinn að skoða nokkrar uppskriftir að hátíðarmat hér á Eldhússögum og para við þær ljúffeng léttvín.

Tillögur að gómsætum hátíðarmat og drykk sem henta vel yfir jól og áramót:

Hamborgarhryggur

Gljáður hamborgarhryggur með kóksósu

Hangikjöt

Hangikjöt með kartöfluuppstúf

IMG_0796

Kalkúnn með brúnuðum kartöflum, sætkartöflumús, gljáðum gulrótum, waldorfsalati, rósakáli með beikoni og himneskri sósu

IMG_7407

Hægeldað lambalæri með kartöflum, rjómasósu, grænmeti og sætum kartöflum

IMG_7549

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti

Roastbeef

Roastbeef með bearnaise sósu, kartöflugratíni og spínatsalati með jarðaberjum

IMG_2678

Grillað nautaribeye með heimagerðri bearnaise sósu og chilikartöflum með papriku

IMG_8244

Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

IMG_0755

Ofnbakaður humar með heimatilbúnu hvítlaukssmjöri

IMG_0748

Freyðandi myntu- og sítrónudrykkur

IMG_6042

Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum

IMG_1917

Hvítt súkkulaðifrauð með hindberjasósu