Hægelduð nautalund


img_7387img_8178

Ljúfir jóladagar eru liðnir sem voru dálítið sérstakir fyrir þær sakir að þetta voru fyrstu jól okkar fjölskyldunnar í nýja húsinu. Það er ólíkt rúmbetra heldur en gamla húsið okkar en það hús var hins vegar alltaf ákaflega notalegt þrátt fyrir smæðina. Við erum afar ánægð með að hafa tekist að gera þetta stóra hús ekki síður heimilislegt og það var gott að vera hér um jólin og geta til dæmis haldið 20 manna jólaboð án nokkurra vandkvæða.

fullsizerender

Árið 2016 var viðburðarríkt og einkenndist af miklum framkvæmdum og flutningum. Þessa dagana erum við oft að rifja upp þegar við fjölskyldan, á gamlárskvöldi í fyrra, skutumst upp í hús rétt fyrir miðnætti. Við klofuðum yfir spýtur og verkfæri til þess að komast upp á efstu hæð og horfa á útsýnið út úr nýja húsinu á miðnætti.

fullsizerender-2

Þá var búið að rífa bókstaflega allt út úr húsinu og meira að segja saga úr stóran hluta af útveggjunum þannig að það var erfitt að ímynda sér að þetta yrði nokkurn tímann notalegt heimili. Það er því alltaf jafn skemmtilegt og í raun ótrúlegt að virða fyrir sér breytingarnar.

eldhusfrastofuimg_2181IMG_0825img_2179IMG_0820img_2177img_3459img_3460img_3461img_3462img_4785img_4907

img_5019

img_2186

En nú er gamlárskvöld að renna upp og ekki seinna vænna að víkja að matseldinni. Venjulega höfum við kalkún í matinn á gamlárskvöld en ég er farin að kaupa kalkúnabringur í stað þess að hafa heilan kalkún. Kalkúnabringurnar hægelda ég, geri góða sósu og allskonar gómsætt meðlæti. Að þessu sinni var ég hins vegar með kalkúnabringur í jólaboði á annan í jólum og við erum enn að borða afgangana. Við ákváðum því að breyta til fyrir gamlárskvöld og hafa eitthvað sem er líka í miklu eftirlæti hjá okkur, hægeldaða nautalund. Fyrir nokkru rakst ég á frábæra uppskrift frá Ragnari Frey, lækninum í eldhúsinu, sem ég styð mig við og síðan þá hefur nautalundin hjá mér alltaf heppnast fullkomlega. Ragnar Freyr er mikið að nota sous vide hægeldun en til þess þarf sérstakar græjur. Ég er alls ekki mikil græjumanneskja í eldhúsinu og var því afar glöð þegar ég sá að Ragnar benti á aðra frábærlega einfalda aðferð sem hægt væri að nota til þess að ná fram sömu hægelduninni. Og ég segi það og skrifa, þessi aðferð er algjörlega skotheld, nautalundinn verður fullkomlega elduð á þennan hátt! Sumir hafa áhyggjur af því að plastið fari inn í ofn. Ragnar Freyr, sem bæði er læknir og snillingur í eldhúsinu, fullyrðir það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því þar sem það hvarfast engin efni úr plastinu við 60 gráðu hita. Með þessari lungamjúku og hægelduðu nautalund er gott að bera fram góðar kartöflur, t.d. kartöflugratín eða Hasselback kartöflur. Ég prófaði um daginn að gera Hasselback kartöflur úr sætkartöflum og mæli algjörlega með því.

IMG_2328 img_7304

Mér finnst bearnaise-sósa ómissandi með nautalundinni og er með góða uppskrift að henni hér. Ég skal hins vegar líka benda ykkur á frábæra og einfalda leið til þess að verða ykkur út um góða bearnaise-sósu til að einfalda lífið. Bestu tilbúnu bernaisesósurnar fást hjá Hamborgarabúllunni og í Seljakjör á Seljabraut (sósa sem þau búa til sjálf), mæli með þeim! 🙂

Hægelduð nautalund (f. ca. 4)

  • 1 kíló nautalund
  • 1-2 msk smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • salt & nýmalaður svartur pipar
  • plastfilma

Ef nautalundin er frosin þá er hún látið þiðna í ísskáp í einn til tvo sólarhringa. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt við þörfum og látið ná stofuhita. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita.  1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum. Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ – 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum. Þá er það tekið út úr ofninum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf. Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mínútur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða upp undir klukkustund undir álpappír og handklæði/viskastykki.

img_8165img_8171img_8172

12 hugrenningar um “Hægelduð nautalund

  1. Rosalega girnilegt. En langar að forvitnast 😉 notar þú þunna endan á lundinni líka. Bara svona að spá ef að ég er að elda svona fyrir 20 fullorðna og 5 börn, hvað ég kemst upp með 😉

    • Já, ég nota hann, yfirleitt brýt ég aðeins upp á mjóa endann, þ.e læt þynnsta hlutann liggja upp við lundina. En snilldin við að hafa svona lágan hita, 60 gráður, er að kjarnhiti kjötsins fer aldrei yfir það. Þannig verður allt kjötið meyrt og passlega eldað, þrátt fyrir mismikla þykkt.

  2. Bakvísun: Tillögur að páskamáltíðum | Eldhússögur

  3. Bakvísun: Skyr parfait og útskriftarveisla | Eldhússögur

  4. Sæl,
    Ég hef prófað ýmsar uppskriftir frá þér og hef alltaf verið mjög ánægð og nú langar mig að prófa þessa uppskrift (hægeldað nautakjöt) núna um áramótin plastfilman sem þú notar er þetta venjuleg plastfilma? Kannski allt í lagi svo lár hiti á ofninum 🙂
    Langar líka að forvitnast, ertu með tvo ofna ég er alltaf að vandræðast með kartöflurnar, ef ofnin er í notkun í ca 4 tíma á 60 gráðum þá er smá vandræðagangur með kartöflurnar, áttu góða lausn með það 🙂

    kveðja
    Anna

    • Sæl, já plastið er í góðu lagi því hitinn er svo lágur. Þessi uppskrift kemur upprunalega frá lækninum í eldhúsinu og hann segir einmitt að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af plastinu.
      Ég er með tvo ofna sem er lúxus! 😉 En annars myndi ég elda nautalundina fyrst, geyma hana undir álpappír á meðan kartöflurnar eru eldaðar. Steikja svo lundina snöggt á pönnu rétt áður en hún er borin fram, bæði til að fá fallega og bragðgóða steikingarhúð og líka til að hita hana aðeins.
      En þegar maður hægeldar í 60 gráður þá er kjötið hvort sem er aldrei sjóðandi heitt þannig að það er í raun ekkert áríðandi að bera kjötið fram strax.

  5. Sæl

    Þegar þú gerðir nautakjötið fyrir veislu kalt, eldaðir þú það sama dag eða daginn fyrir?

      • Ok flott takk. Steikir þú þá lundina eftir að það er búið að vera í ofninum um kvöldið og skerð það bara daginn eftir?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.