Það styttist óðfluga í jólin og líkt og flestir þá er ég farin að huga að matarinnkaupunum fyrir jólin. Hátíðar snúast um hefðir og ég þarf ekkert að finna upp hjólið þegar matseðillinn er settur saman. Við snæðum hamborgarhrygg á aðfangadag, hangikjöt á jóladag en á annan í jólum er misjafnt hvað ég útbý, oft hef ég góða fiskmáltíð sem hentar vel eftir kjötmáltíðirnar dagana á undan. Allar uppskriftirnar að þessum réttum eru hér á Eldhússögum en í dag kynni ég frábæra nýjung sem ég er ákaflega spennt yfir. Ég er komin í samstarf við sommalier (vínþjón) sem ætlar að hjálpa mér að para saman góð vín með uppskriftunum mínum. Eins og ég hef talað um áður þá finnst mér voða gott að dreypa á smá léttvíni með góðri máltíð en þekking mín á vínum er afar lítil. Það verður því ákaflega gaman að geta fengið faglega hjálp við val á vínum með máltíðunum og ekki síður að geta gefið ykkur ábendingar um hvaða vín henta með uppskriftunum sem ég gef upp.
Vínþjónninn sem kominn er í samstarf við Eldhússögur heitir Sævar Már Sveinsson framreiðslumeistari sem hefur sérhæft sig í léttvínum. Sævar hefur unnið titilinn vínþjónn ársins 5 ár í röð og keppt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Hann hefur meðal annars starfað á Hótel Holti, Sommelier Brasserie og á Grillinu á Hótel Sögu. Sævar mun para saman vín með réttunum hér á Eldhússögum miðað við það hráefni sem er í uppskriftunum svo að vínið falli vel að matnum og öfugt. Þá hefur Sævar í huga atriði eins og; sætu, sýru, beiskju og seltu. Oftast gildir sú regla að setja vín með matnum sem hefur álíka eiginleika. Það þýðir að réttur með sætu meðlæti passar vel með víni með sætum ávaxtakeim og svo framvegis.
Sævar er þegar búinn að skoða nokkrar uppskriftir að hátíðarmat hér á Eldhússögum og para við þær ljúffeng léttvín.
Tillögur að gómsætum hátíðarmat og drykk sem henta vel yfir jól og áramót:
Líst vel á þessar uppskriftir. Ætla að prufa eitthvað um jólin
Bakvísun: Hægeldaður lambahryggur í jólaöli | Eldhússögur