Vinsælustu uppskriftirnar 2013


vinsældarlistiÁ þessum síðasta degi ársins finnst mér vel við hæfi að líta yfir liðið ár. Ég hef því tekið saman vinsælustu uppskriftirnar hér á Eldhússögum árið 2013. Þetta átti að vera svona topp tíu listi en ég gat ekki hætt – mér fannst alltaf næsta uppskrift vera það spennandi að hún yrði að vera með á listanum! 🙂 Þetta er því topp 15 listi yfir vinsælustu uppskriftir ársins og ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að stoppa þar. 🙂

Ég vil að auki óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Vonandi færir árið 2014 ykkur góða heilsu, hamingju og ljúffengan mat!

Vinsælustu uppskriftirnar 2013

1. Snickerskaka

SnickerskakaLangvinsælasta uppskriftin á Eldhússögum frá upphafi er Snickerskakan og hún trónir því líka á toppinum á listanum yfir vinsælustu eftirréttina, hann er að finna hér. Þessi kaka er algjör bomba og ég er því ekkert hissa á vinsældum hennar.

2. Nautahakksrúlla með osti og brokkolí

recently-updated121Nautahakksrúllan sló þvílíkt í gegn hér á Eldhússögum og ég er búin að gera hana í mörgum útfærslum og með mismunandi fyllingum eftir þessa fyrstu uppskrift. Frábær tilbreyting í nautahakks matargerðina.

3. Karamellu marengsterta

Karamellu marengsterta

Marengstertan guðdómlega náði öðru sætinu á eftirréttalistanum en nær þriðja sæti á þessum heildar vinsældarlista. Við Íslendingar elskum jú marengstertur og hér er útgáfa sem er algjörlega skotheld.

4. Hægeldað lambalæri

http://atomic-temporary-37037932.wpcomstaging.com/2013/01/14/haegeldad-lambalaeri/

Í fjórða sæti er hægeldaða lambalærið. Hvern einasta sunnudag er þetta mest lesna uppskriftin hér á Eldhússögum og sama er að segja um aðra hátíðardaga. Ef þið hafið ekki prófað að hægelda lambalæri enn þá hreinlega skipa ég ykkur að prófa það og sjá ljósið með okkur hinum! 🙂 Kjötið verður svo dásamlega meyrt og bragðgott með þessari aðferð og ekki skemmir fyrir hversu einföld eldamennskan er.

5. Besta skúffukakan

IMG_8057Ég gerðist svo djörf að kalla þetta bestu skúffukökuna og ég er því afar glöð yfir því að aðrir virðast vera sammála mér. Ég var búin að leita lengi að réttu skúffukökuuppskriftinni en fann hana aldrei. Að lokum ákvað ég að prófa mig áfram sjálf og finna uppskrift sem mér líkaði – þetta varð afraksturinn.

6. Frönsk súkkulaðikaka

IMG_5368Franska súkkulaðikakan er líka ofarlega á eftirrétta-vinsældarlistanum sem og á þessum lista. Það er ekkert skrítið, þessi kaka er afar einföld, einstaklega góð og passar við öll tækifæri nema mögulega í morgunmat … og þó!

7. Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi

IMG_8692Jú, jú, önnur súkkulaðikaka! Ef ég myndi eingöngu setja inn uppskriftir hingað á Eldhússögur sem í væri súkkulaði þá væri þetta líklega vinsælasta blogg landsins – það virðast allir vera veikir fyrir súkkulaði! 🙂 Ég er samt ekkert hissa á þessum vinsældum Pipp kökunnar, hún er með afbrigðum góð.

8. Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

IMG_8244Líklega er þetta uppáhalds uppskriftin mín á Eldhússögum og sú sem ég hef eldað hvað oftast! Ég byggi þennan vinsældarlista á hversu oft uppskriftirnar eru lesnar en ef ég ætti að fara eftir stjörnugjöfinni sem er að finna við allar uppskriftirnar þá væri þessi uppskrift líkast til í fyrsta sæti. Þetta er sú uppskrift sem flestir hafa gefið stjörnur og einkunninn er ekki amaleg, 50 manns hafa gefið henni að meðaltali fjóra og hálfa stjörnu.

9. Kladdkaka með karamellukremi

img_7456Enn ein súkkulaðidásemdin sem hér fer hönd í hönd við ljúffengt karamellukrem. Dæmalaust vinsæl kaka sem er með fullt stig húsa, fimm stjörnur frá öllum þeim sem hafa gefið henni einkunn.

10. Kjúklingasúpa með eplum, karrí og engifer

IMG_8643Sérdeilis góð súpa sem virðist passa öllum bragðlaukum! 🙂 Ég hef fengið ótal pósta frá lesendum sem segja frá því að þeir hafi boðið upp á þessa súpu í afmælum, fermingum og í veislum og við önnur tilefni og alltaf virðist hún slá í gegn.

11. Brauðréttur og rúllutertubrauð

IMG_3274

Ef að eitthvað slagar upp i vinsældir súkkulaðikaka og marengstertna þá eru það heitu brauðréttirnir. Í 11. sæti eru þessir tveir heitu réttir, annar í eldföstu móti og hinn er heitt rúllutertubrauð. Sá fyrri er uppskrift sem að ég hef þróað og er sá réttur sem alltaf klárast fyrst í öllum veislum hjá mér.

12. Hafraklattar

IMG_7330Satt best að segja forðast ég í lengstu lög að baka þessa hafraklatta sem verma 12. sætið. Það er ekki vegna þess að þeir eru ekki góðir, þeir eru það – bara alltof góðir! Þessi uppskrift ætti að koma með viðvörun: Varúð, um leið og þið fáið ykkur einn hafraklatta þá getið þið ekki hætt!

13. Kalkúnaveisla

IMG_0796Í 13. sæti er uppskrift að kalkúni, fyllingu, sósu og öllu því meðlæti sem mér finnst best með með kalkúni. Einn af mínum uppáhaldsmatréttum og geysilega vinsæl uppskrift yfir allar hátíðar líkt og páska, jól og síðast en ekki síst áramót.

14. Kjúklingur með sætum kartöflum og mangósósu

IMG_7576

Ákaflega góður réttur með kjúklingi, sætum kartöflum, mangó, feta .. já bara öllu sem mér finnst best! Þessi uppskrift er mikið lesin og allir hafa gefið henni fimm stjörnur af fimm mögulegum. „We have a winner“ – myndi kaninn segja! 😉

15. Pönnukökur eins og hjá ömmu

IMG_8523

Það var vel við hæfi að síðasta uppskriftin sem slapp inn á vinsældarlistann voru pönnukökurnar hennar ömmu – þær bestu í bænum! Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að þessi uppskrift ásamt lambalæris uppskriftinni eru langmest skoðaðar á hverjum einasta sunnudegi hér á Eldhússögum. Það er eitthvað svo notaleg tilhugsun að allir séu að borða pönnukökur með kaffinu á sunnudögum og hafa svo lambalæri í kvöldmatinn! 🙂