Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti


IMG_5280

Í vikunni sem leið bauð ég upp á þrjá kvöldverði sem hafa allir það sammerkt að vera ótrúlega einfaldir í matreiðslu, óvenju ódýrir og byggðir á gæðahráefni sem ég verslaði í Costco. Þetta voru svo góðir málsverðir að við fjölskyldan höfum ekki getað hætt að tala um þá! Ég þarf vart að taka fram að þetta loftal mitt er ekki styrkt af Costco enda líklega ekki til það fyrirtæki hér á landi sem er svona vel auglýst án þess að hafa auglýst nokkurn skapaðan hlut sjálft! 🙂

IMG_5271

Uppskrift f. 5:

  • 750 Ravioli með ricotta og spínati (kemur í 3 x 250g pakkningum)
  • 700 g Biffi Napoletana sósa
  • 750 g ferskur aspas
  • 80 g smjör
  • 50 g ólífuolía
  • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
  • Maldon salt & grófmalaður svartur pipar
  • Sítrónusafi
  • Parmesan ostur
  • Gott brauð (ég notaði þetta súrdeigsbrauð: Menissez baquette)

Ofn hitaður í 180 gráður á blæstri. Aspasinn lagður á ofnplötu klædda bökunarpappír. Smjörið og ólífuolían brædd saman í potti, pressuðum hvítlauk bætt út í og hellt yfir aspasinn. Saltað og piprað. Parmesan ostur rifinn yfir apasinn. Sett í ofn í ca. 12-14 mínútur eða þar til aspasinn er passlega eldaður (þess gætt að hann brenni ekki). Um leið og aspasinn kemur út úr ofninum er parmesan osti dreift yfir ásamt örlitlum sítrónusafa.

IMG_5273

Á meðan aspasinn er í ofninum er pastað soðið eftir leiðbeiningum og sósan hituð. Borið strax fram með aspasinum, parmesan osti og góðu brauði. Gott er að krydda með grófmöluðum svörtu pipar eftir smekk.

IMG_5281

5 hugrenningar um “Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti

  1. Geggjað flott færsla min kæra nú held ég eg verði að fá mér Costco kort

  2. Takk fyrir þessar upplýsingar um Costco og ekki síst fyrir þínar frábæru uppskriftir sem ég nota oft.

  3. Flott uppskrift. Ég skellti mér í Costco til að versla í þessa máltíð og skoða vöruúrvalið en fann hvergi þetta pasta. Er það geymt í kæli?

    • Já, ég fór einmitt áðan og ætlaði að kaupa meira en það var uppselt. Þegar ég keypti það um daginn þá var það við endann á ostakælinum. Aspasinn var líka búinn, eins brauðið! Eina sem var til var sósan og parmesan osturinn! 🙂 Ég vona bara að Costco fari að bera vörurnar hraðar ofan í okkur! 😉

  4. Bakvísun: Skyr parfait og útskriftarveisla | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.