Núna eru áramótin að bresta á og ég sé á heimsóknunum á síðuna mína að margir eru að leita að góðum eftirréttum fyrir gamlárskvöld. Á mínum 15-topplista eru eftirfarandi eftirrréttir. Ég gat ekki gert upp á milli þeirra þannig að þeir eru ekki í neinni sérstakri röð:
Browniekaka með hindberjarjóma
Mascarponeþeytingur með berjum og Toffypops
Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi
Súkkulaðitvenna með hindberjum
Hindberjabaka með Dulce de leche karamellusósu
Ostakaka með mangó og ástaraldin
Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum
Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin
Ætla að gera súkkulaðikökuna með Pipp karamellukremi á gamlárs, hlakka til að prófa 🙂 Hef ekki bakað í 3 mánuði og mig klæjar í fingurna að útbúa góðan eftirrétt!
Takk annars fyrir flotta síðu, gaman hvað þú póstar oft, ert með fallegar myndir og segir skemmtilega frá daglega lífinu.
Þakka þér fyrir góða kveðju Valgerður! 🙂 Ég held þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með Pipp-kökuna, gangi þér vel að baka!
Ég segi bara váá! Er nokkur von til þess að þú opnir matsölu? Mig langar ofsalega í matinn þinn en nenni bara ekki að búa hann til.:-) Bestu kveðjur.
Ég held að það sé lítil von til þess Magnea! 🙂 Þú þarft bara að fá einhvern til að bjóða þér í mat og benda viðkomandi á þær uppskriftir sem þig langar mest í! 🙂
Bakvísun: Bismarkbaka með súkkulaðisósu | Eldhússögur