Núna eru áramótin að bresta á og ég sé á heimsóknunum á síðuna mína að margir eru að leita að góðum eftirréttum fyrir gamlárskvöld. Á mínum 15-topplista eru eftirfarandi eftirrréttir. Ég gat ekki gert upp á milli þeirra þannig að þeir eru ekki í neinni sérstakri röð:
Browniekaka með hindberjarjóma
Mascarponeþeytingur með berjum og Toffypops
Súkkulaðikaka með Pipp karamellukremi
Súkkulaðitvenna með hindberjum
Hindberjabaka með Dulce de leche karamellusósu
Ostakaka með mangó og ástaraldin
Ís með heimatilbúnu frönsku núggati og súkkulaðisoðnum perum
Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin