Pavlova í fínu formi


Ég hef áður sett hér inn uppskrift af Pavlovu, þeirri dásemdar tertu. Þetta er hins vegar rosalega góð öðruvísi útgáfa af Pavlovu, bökuð af móður minni, gestabloggara dagsins! 🙂 Hér er marengsinn settur í eldfast mót sem getur verið handhægt og sniðugt. Nóa kroppi er svo bætt út í rjómann sem gerir réttinn sérstaklega góðan! Það er líka hægt að nota súkkulaðirúsínur ef maður kýs það frekar. Ofan á rjómann er hægt að nota hvaða ávexti eða ber sem er. Hér notaði mamma jarðaber, vínber og íslensk bláber.

Uppskrift:

 • 8 eggjahvítur
 • 400 gr sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 3 tsk edik
 • 1/2 líter rjómi
 • Nóa kropp eða súkkulaðirúsínur
 • ávextir og/eða ber
 • 100 gr suðusúkkulaði

Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt smám saman út í ásamt edik og salti. Marengsinn settur í eldfast mót og bakaður við 175 gráður í 30 mínútur, þá er lækkað niður í 135 gráður og bakað í 30 mínútur til vibótar. Eftir það er slökkt á ofninum og marengsinn látin kólna í ofninum, helst yfir nóttu. Rjómi þeyttur, Nóa kroppi bætt út í og rjómanum síðan smurt yfir marengsinn. Skreytt með berjum og eða ávöxtum, t.d. jarðaberjum, bláberjum, hindberjum, kiwi eða ástaraldin. Að lokum er suðusúkkulaði brætt og dreift yfir berin og ávextina. Það er hægt að dreifa brædda súkkulaðinu yfir réttinn með skeið. En það er líka hægt að setja súkkulaðið í lítin poka, klippa örlítið gat á eitt hornið og sprauta því svo yfir (það má þó ekki vera það heitt að það bræði pokann).

15 hugrenningar um “Pavlova í fínu formi

 1. Dásamleg matarblogg hjá ykkur Dröfn og ekki skemmir þegar mamman skerst í leikinn. Ég fylgist vel með 🙂 En eitt sem er oft vandamál þegar maður gerir maresns hvað er best að gera við eggjrauðurnar sem eftir verða? Kv. Ása Hildur

 2. Þessi er svo sannarlega girnileg og er ég að spá í að prufa hana, en er að spá í eitt, er formið smurt eitthvað að innan áður en maður bakar ?
  Bestu kveðjur GBB

 3. Bakvísun: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur

 4. jæja nú hef ég bakað þessa fínu Pavlovu.. hvort mælirðu með að setja rjómann á í kvöld eða á morgun fyrir afmælið???

 5. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

 6. Sæl og takk fyrir frábært blogg, nota oft uppskriftirnar þínar og er alltaf alsæl 🙂 Mig langaði að spyrja þig varðandi þessa uppskrift af Pavlova hvort hægt sé að helminga hana þe. minnka hana ?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.