Mascarpone þeytingur með berjum og Toffypops


Í gærkvöldi hittist matarklúbburinn okkar sem er alltaf tilhlökkunarefni. Eitt af því dásamlega við þennan klúbb, fyrir utan frábæra félagsskapinn, er að strákarnir elda og skipuleggja allt, við konurnar mætum bara og látum dekstra við okkur með mat og víni! 🙂 Þeir koma alltaf jafnmikið á óvart og galdra fram hvern gómsæta réttinn á fætur annars í hverju boði. Í gær kom það í hlut Elfars að gera eftirréttinn. Hann kom heim frá Stokkhólmi seinni partinn í gær og réðst strax í eftirréttagerð. Þessi eftirréttur heppnaðist svo rosalega vel hjá honum að rétturinn fær klárlega sína eigin færslu hér á blogginu!

Uppskrift f. 8-10:

 • 750 g mascarpone ostur
 • 6 dl rjómi, þeyttur
 • 300 g flórsykur
 • 2 msk vanillusykur
 • 1 vanillustöng, klofin á lengdina og kornin skafin úr
 • 3 pakkar Toffypops kex
 • ber til skreytingar t.d. jarðaber, hindber, bláber, blæjuber og ástaraldin.

Rjóminn þeyttur og geymdur í ísskáp. Toffypops kexið er saxað niður og það sett í botninn á eldföstu móti. Örlítið af kexinu tekið til hliðar til að dreifa yfir réttinn í blálokin. Mascarpone ostinum, flórsykri, vanillusykri og vanillukornum blandað saman og þeytt þar til blandan verður létt. Þeytta rjómanum bætt varlega út í með sleikju. Rjómaostakremið smurt yfir Toffytops kexið. Skreytt með berjum og restinni af kexinu stráð yfir.

16 hugrenningar um “Mascarpone þeytingur með berjum og Toffypops

 1. Bakvísun: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur

 2. Nammi nammi namm, þessi var gerður milli jóla og nýjárs og sló alveg í gegn, takk Dröfn og Elvar fyrir þessa frábæru uppskrift 🙂

 3. Sæl e er að skoða eftirréttina þína er nokuð hnetur í þessu kexi

  • Sæl Svanhildur. Það eru ekki hnetur í Toffy Pops. En þetta er samt vara sem er framleidd í verksmiðju þar sem hnetur eru notaðar og getur því engu að síður verið með leifar af hnetum. Það er því slík viðvörun á kexinu.

 4. Gerði þessa dásemd í matarboði sem ég var með um daginn og hún sló í gegn, geri hana klárlega fljótlega aftur;)

 5. Rosa gott – en nægir fyrir miklu fleiri en 8-10. Fór með þetta í vinnuna þar sem vinna tuttugu manns og þetta var meira en nóg handa öllum.

  • Gaman að heyra Anna! 🙂 Varðandi magnið þá er ég með krónískar áhyggjur af því að vera ekki með nógu mikinn mat – það má því búast við því að ef ég reyni að áætla magn í uppskrift þá sé það mjöööög rífleg áætlun! 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.