Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús‏


 
Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús‏
Ég hef sett inn uppskrift af þorskrétti áður sem er himneskt góður! Þá uppskrift er að finna hér. Í kvöld prófaði ég aðra uppskrift af þorskrétti sem er svipað uppbyggð en með allt öðrum hráefnum. Þessi réttur var dásamlega góður! Látið ekki laukinn hræða ykkur í burtu! Ég til dæmis borða alls ekki hráan lauk, finnst hann hræðilega vondur. En hér er búið að meðhöndla laukinn þannig að hann verður algjört hnossgæti. Það er mikilvægt að gefa sósunni smá tíma, leyfa balsamikedikinu að sjóða vel niður og líka að smakka sósuna vel til. Sellerí- kartöflumúsin er rosalega góð, skemmtileg tilbreyting að fá bragð af sellerírótinni með kartöflunum. Ég fékk sellerírót í Nettó en hún er líka stundum til í Bónus minnir mig. Svo er líka hægt að svissa aðeins í uppskriftunum, nota t.d. sætukartöflumúsina úr hinum þorksréttinum sem ég minntist á, með þessum rétti.
 

Þorskur:

  • 800 gr þorskflök, skorinn í bita
  • salt og pipar

Balsamik-laukur

  • 14-16 skarlottulaukar
  • ólífuolía
  • 2 msk sykur
  • 2 dl balsamedik
  • 2 dl fiskisoð (vatn+fiskikraftur)
  • 2 msk ósaltað smjör

Sellerí- og kartöflumús 

  • 1 sellerírót, skorin í teninga
  • 8-10 kartöflur
  • 2 msk smjör
  • mjólk
  • sykur
  • salt og pipar
Sellerírót afhýdd og skorin í tenginga sem settir eru í pott. Kartöflur einnig settar í pott, hvort tveggja soðið þar til orðið mjúkt (í sitt hvorum pottinum). Vatninu hellt af, kartöflur afhýddar. Sellerírót og kartöflum stappað saman og smjöri bætt út í. Bragðbætt með salti, pipar og sykri (ef maður kýs að gera hana sætari). Einnig er hægt að bæta örlítið af mjólk út í.
 
Ofninn hitaður í 180 gráður. Þorskurinn saltaður og pipraður, skorinn í hæfilega bita og lagður í eldfast mót. Bakaður í ofni við 180 gráður í ca 15-20 mínútur. Fiskurinn tekinn úr ofninum, álpappír lagður yfir hann í ca. þrjár mínútur áður en hann er borinn á borð.
 
Skarlottulaukurinn afhýddur og ef hann er stór er gott að skera hann í tvennt á lengdina. Laukurinn látinn malla í olíu í potti, á fremur lágum hita, þar til hann er orðinn vel mjúkur. Sykri bætt út í og hann látinn bráðna. Því næst er balsamedik bætt út í og látinn malla þar til að það er vel soðið niður (verður næstum því að sírópi). Þá er fiskisoðinu bætt út í og soðið niður þar til sósan er orðin fremur seigfljótandi. Það er mikilvægt að smakka sósuna til, ef hún er til dæmis of súr þarf að bæta við sykri, ef hún er of sölt (fiskikrafturinn) þarf að bæta við örlitlu vatni. Smjörinu er svo bætt við rétt áður en sósan er borin fram.
img_9239-1

Ein hugrenning um “Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús‏

  1. Bakvísun: Azorskur meA� balsamik-lauk og sellerA�mA?sa�? | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.