Haframúffur með banönum


Samkvæmt skilgreiningu Nönnu Rögnvaldar sem var að gefa út nýja og girnilega múffubók þá er munurinn á bollakökum og múffum eftirfarandi. Bollakökur eru dísætar en múffur er eitthvað sem maður getur hugsað sér að borða í morgunmat. Ég veit ekki alveg með þessar múffur, þær eru alls ekki dísætar, enda með haframjöli í. En maður myndi seint kannski bjóða upp á þær í morgunmat! Þetta er eitthvað millistig þarna á milli, kannski múffukökur! Þetta eru einfaldar ,,múffukökur“, mjúkar og afar góðar, allavega voru þær allar horfnar örstuttu eftir að ég bakaði þær! Formin sem ég notaði fékk ég í Svíþjóð og eru meira eins og lítil kökuform. En það er auðvitað hægt að nota venjuleg múffuform undir þær. Deigið er frekar blautt þannig að formin þurfa að vera vel stíf.

Uppskrift, ca. 15-20 múffur

 • 60 gr mjúkt smjör
 • 1 dl púðursykur
 • 1 dl sykur
 • 2 egg
 • 1 1/2 dl mjólk eða súrmjólk
 • 1 1/2 dl haframjöl
 • 2 1/2 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk negull
 • 1 tsk vanillusykur
 • 2 bananar, mjög vel þroskaðir

Ofninn stilltur á 225 gráður. Smjör, sykur og púðursykur hrært þar til blandan verður létt og ljós. Eggjum bætt út í, einu í senn, því næst er mjólkinni bætt út í. Haframjöli, hveiti, lyftidufti, negul og vanillusykri er því næst hrært við blönduna. Að lokum eru bananar stappaðir og þeim bætt út í blönduna.  Múffuform eru fyllt að 3/4 hluta. Bökuð við 225 gráður í 15-20 mínútur.

3 hugrenningar um “Haframúffur með banönum

 1. Þrátt fyrir að ég gef mér ekki eins mikinn tíma að vera eins dugleg (samt alveg ágætlega liðtæk) og þú í eldhúsinu, þá finnst mér alveg ofsalega gaman að fylgjast með þér og láta mig dreyma…

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.