Bakaðar perur með mjúkum marengs og súkkulaði


Þetta er mjög fljótlegur en góður eftirréttur og ef maður á niðursoðnar perur til taks þá er auðvelt að útbúa þennan rétt með litlum fyrirvara því auk peranna eru bara örfá hráefni. Í þetta sinn bætti ég líka við hvítu súkkulaði. Ávextir með bræddu hvítu súkkulaði er alltaf feykigóð blanda og ég tók því áhættuna að það kæmi vel út í þessum rétti sem það og gerði.

Ég man mjög vel eftir því þegar ég gerði þennan rétt í fyrsta sinn. Þá var ég tvítug, nýflutt til Stokkhólms og við vorum að fá gesti í fyrsta sinn í íbúðina okkar þar. Ég átti litla dós af perum og lagði þær í form, það var ekki nóg þannig að ég tók ferskar perur sem voru mjög harðar og óþroskaðar, afhýddi, skar þær í tvennt og fyllti formið. Svo komu gestirnir, rétturinn leit mjög vel út og allir fengu sér í skál. Við Elfar lentum á dósaperunum sem voru mjúkar og heitar. Gestirnir fengu hins vegar á sinn disk fersku perurnar sem voru auðvitað enn grjótharðar! Þau reyndu að skera perurnar með skeiðinni en það gekk vægast sagt illa. Ég man að annar gesturinn sagði að þessi réttur væri mjög sérstakur! Og þá var hann ekki að meina ,,sérstaklega góður“! 🙂 Sama kvöld kveiktum við í fyrsta sinn upp í gamla arninum í íbúðinni, Elfar hafði fyrr um daginn rogast heim með 40 kílóa viðarpoka en við áttum ekki bíl. Ég vildi nú breiða yfir þennan misheppnaða rétt og kveikja upp í notalegum arni fyrir gestina. Það tókst ekki betur en svo að íbúðin fylltist af reyk og gestirnir enduðu úti á svölum til að reyna að ná andanum og nágranninn bankaði upp á og hélt að það væri kviknað í! Þessir gestir komu aldrei í heimsókn aftur! 😉

En fylgið bara uppskriftinni og kveikið ekki upp í stífluðum arni, þá get ég lofað ykkur að gestirnir verða sáttir! 🙂

Uppskrift:

 • 1 stór dós perur
 • 4 eggjahvítur
 • 4 msk flórsykur
 • 100 gr suðusúkkulaði
 • 50 gr hvítt súkkulaði (hentar vel að nota hvíta súkkulaðidropa), má sleppa


Aðferð:

Raðið perunum í eldfast mót með skornu hliðina upp. Saxið hvíta súkkulaðið frekar fínt og setjið í dældirnar í perunum, ef notaðir eru hvítir súkkulaðidropar þarf ekki að saxa þá. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Þekjið perurnar með eggjahrærunni. Bakið við 110 gráður í u.þ.b 20 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn fallega brúnn. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og dreifið því yfir réttinn eftir að formið er tekið úr ofninum . Berið fram heitt með ís.

22 hugrenningar um “Bakaðar perur með mjúkum marengs og súkkulaði

 1. Mætti með þennan rétt í matarboð í gærkvöldi og sló í gegn ( rétturinn…ekki ég). Tók mig ca 5 mínútur að gera 3 falda uppskrift, bætti við niðursoðnum jarðaberjum á lokasprettinum þar sem ég varð allt í einu smeyk um að þetta myndi ekki duga ofan í 17 manns.

  Setti súkkulaði ganache ofaná marengsinn.

  Mjög gott, mín kæra. Takk fyrir þetta:)

  • Frábært að heyra! Þetta er einmitt svo skemmtilega fljótlegur réttur. Og ég er sannfærð um að þú sjálfst slóst líka í gegn, varstu ekki með atriði? 😉

 2. Systir mín benti mér á þessa síðu.. stórhættuleg alveg, ég veit eiginlega ekki hvað mig langar mest í eða byrja á þetta lítur allt svo sjúklega vel út!

 3. Bakvísun: Kanelsnúðar með vanillukremi | Eldhússögur

 4. Bakvísun: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur

 5. Sæl Dröfn þetta er í fyrsta skipti sem ég lít á síðuna þína, þetta er spenandi að skoða
  ég fékk vatn í munnin að skoða þennan perurétt. Maðurinn minn er ekki mikið fyrir sætar tertur en perur fynst honum góðar og ég er viss um þetta likar honum, svo ég ætla að prófa fljótlega.
  Kveðja: Ásta Eðvarðs í Hálsaskógi 🙂

  • En hvað það var gaman að fá þig í heimsókn hingað á síðuna Ásta! 🙂 Ég mæli með þessum rétti, ég er viss um að ykkur báðum mun líka hann! Kveðja til allra í Hálsaskógi!

 6. Gerði þennan eftirrétt og hann sló í gegn hjá öllu heimilisfólkinu. Ég var vinsamlegast beðin um að gera hann sem first aftur. Takk fyrir þessa síðu 🙂

 7. Smá pæling hérna, ég ætla að prófa þennan rétt fyrir saumaklúbbinn. Hvað er einföld uppskrift fyrir marga ? Við verðum ca.10 😉

  • Ég myndi reikna með einum til tveimur peruhelmingum á mann. Nú er ég ekki alveg viss um hversu margar perur eru í dósinni. Þú ættir líklega að vera alveg örugg með að tvöfalda uppskriftina! 🙂

 8. Bakvísun: BAKAÐAR PERUR. | SANDRAHH

 9. HAHAHAHA nú er ég rosa forvitin að fá að vita hvaða gestir voru í boðinu. Frábær saga :o)
  Er að fá gesti í kvöld og sit hérna að reyna að velja einn eftirrétt……langar að gera alla!! Á ég ekki bara að sleppa aðalrétti og hafa marga eftirrétti?
  Luv
  B

  • Ég segi þér það við tækifæri Brynja! 🙂 Ég væri sko alveg til í að koma til þín í matarboð þar sem að þú gerðir bara eftirrétti! Held reyndar að ég hafi varla komið til þín í matarboð nema að fá allavega tvennskonar gómsæta eftirrétti! 🙂
   Kram, Dröfn

 10. Bakvísun: Perur í eftirrétt | Binnubúr

 11. Bakvísun: BakaA�ar perur meA� mjA?kum marengs og sA?kkulaA�i | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.