Ég elda afar sjaldan súpur, líklega af því að ég er ekki mikil súpumanneskja sjálf. Samt finnst mér öðru hvoru gott að fá súpu ef þær eru góðar og helst matarmiklar. Þessi súpa er einmitt þannig, bragðmikil, matarmikil og ljúffeng! Það er auðvelt að útbúa hana og hún er sérstaklega sniðug þegar mörgum er boðið í mat. Ég bjó hana til fyrir 12 manns á aldrinum 3ja – 84 ára og allir borðuðu af bestu lyst. Með henni bar ég fram nýbakað naan brauð, uppskriftin er hér, en ég notaði ekki indverskt krydd ofan á brauðið í þetta sinn heldur penslaði brauðið með eggi áður en ég bakaði það.
Uppskrift (fyrir 6-8):
- 500 g langa, skorin í bita
- 500 g þorskur, skorin í bita
- 300 g rækjur (má sleppa)
- 4 hvítlauksrif, söxuð mjög smátt
- 4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
- 1 stk. laukur, saxaður
- 1 rauð paprika, skorin í bita
- 1 gul eða appelsínugul paprika, skorin í bita
- 2-3 msk tómatpúrra
- 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar (ekki verra að hafa þá með t.d. basilku eða chili)
- 3 dl vatn
- 1 teningur (eða 1 msk) fiskikraftur
- ½ teningur (eða 1/2 msk) kjúklingakraftur
- 1 -2 tsk tandoori masala
- ½ -1 tsk karrí
- salt og pipar
- ca. 5-7 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir smátt
- 4 msk mango chutney
- 1 dl sweet chilisauce
- 1 líter matreiðslurjómi og/eða hefðbundinn rjómi (hægt að skipta út að hluta fyrir kókosmjólk)
- steinselja til skreytingar
Aðferð:
Ein matskeið olíu hituð í potti og hvítlaukurinn steiktur í skamma stund. Áður en hann byrjar að brenna er hann tekinn upp úr og settur til hliðar. Tveimur matskeiðum af olíu bætt við í sama pott og gulrætur, laukur og paprika brúnuð. Því næst er tómatpúrru, niðursoðnu tómötum, vatni, fiskikrafti, kjúklingakrafti, tandoori masala, karríi ásamt hvítlauknum bætt út í. Strax á eftir eru sólþurrkuðu tómatarnir sneiddir niður og þeim ásamt mango chutney, sætu chilisósunni og rjómanum bætt út í. Smakkað til með salti, pipar og meira kryddi ef með þar, látið malla í um það bil fimmtán mínútur (því lengur því betra). Þá er þorsknum og löngunni bætt út í og leyft að malla í súpunni í nokkrar mínútur. Rétt áður en súpan er borin fram er rækjum bætt út í. Fallegt að skreyta með steinselju. Súpan er borin fram með góðu brauði.
Æðisleg súpa, roslega góð. Vel krydduð og manni líður svo vel eftir að hafa borðað hana. 😛
MIkið rosalega finnst mér leiðinlegt að ég hafi misst af þessari súpu! Bið að heilsa öllum 🙂
fékk þessa súpu eldaða af dóttur minni ,það sá fljótt til botns í pottinum..
Bakvísun: Kjúklingapottréttur | Eldhússögur
Bakvísun: Kjúklingasúpa með eplum, karrí og engifer | Eldhússögur
Bakvísun: Brauðbollur með gulrótum og kotasælu og Eldhússögur í Mogganum | Eldhússögur
Bakvísun: Fiskisúpa með kókos og karrí | Eldhússögur
Bakvísun: Saumaklúbburinn
Takk fyrir uppskriftina, þessi súpa er algerlega dásamleg. Ég var með matarboð fyrir 15 manns og það voru allir mjög ánægðir. Ekki skemmir fyrir að hún er mjög einföld og auðveld að elda. kv Brynja
En hvað það var gott að heyra Brynja! 🙂 Ég er svo sammála þér, ofsalega einföld og ljúffeng súpa! 🙂
Sæl
Við hjónin eldum súpuna fyrir 30 manns í gærkvöldi og hún sló rækilega í gegn.
Alli með bros á vör 🙂 frábær súpa. Við eldum mikið af þínum uppskriftum frábær síða.
Takk fyrir okkur
Kveðja að vestan.
Mikið gleður þessi góða kveðja mig mikið! 🙂 Kærar þakkir og bestu kveðjur vestur til ykkar! 🙂
Mmm hljómar girnilega, ætla að prufa þessa í kvöld, en eiga bara að vera 3dl að vatni? 🙂
Já en þú getur auðvitað bætt við vatni ef þér finnst súpan verða eitthvað of þykk.
Mmmm… Gerði tvöfalda uppskrift fyrir 10 manns og það var ekki ein teskeið eftir. Besta fiski súpa sem við höfum smakkað… Enda öll að vestan:) takk fyrir flotta síðu
En frábært að heyra Ester! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!
sæl, það er mjög erfitt að fá tandoori masala, er ekki hægt að nota Tandoori Paste? og þá í sama magni
Já, það er ekkert mál og ég myndi byrja á einni teskeið og smakka mig áfram.
Geggjuð súpa.geri hana oft .fer svo i fylgifiska og kaupi tilbuinn skorinn fisk.ekkert vesen…bara æði..takk fyrir þetta þu ert snillingur og síðan þín er frábær 🙂
Eldaði þessa fyrir rúmlega 30 manns, sló rækilega í gegn með smá breytingum. Setti smá ferskjur út í staðinn fyrir mango chutney og svo kókósmjólk fyrir hluta rjómans. Takk kærlega fyrir góða uppskrift!
Gaman að heyra! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!
Bakvísun: Saumaklúbburinn - Vínsíðan.is