Oreokúlur


OreokúlurÞetta gúmmelaði passar jafnt sem góðgæti fyrir jólin og allt árið um kring. Þetta er einföld uppskrift og afar fljótleg sem er mikill kostur fyrir uppteknar húsmæður og húsfeður á aðventunni. 🙂 Fyrir Oreokex aðdáendur þá er þetta bráðnauðsynleg uppskrift að prófa!

Uppskrift ca. 30 litlar kúlur

  • 150 gr rjómaostur, Philadelphia
  • 16 Oreo kexkökur (1 pakki)
  • 200 gr suðusúkkulaði (ég notaði Dökkan hjúp frá Nóa og Siríus, líka gott að nota 56% súkkulaði)
  • skraut ef vill, t.d. súkklaðikökuskraut, saxaðar hnetur, brætt hvítt súkkulaði

Oreokúlur

Oreokúlur

Setjið Oreokex og rjómaost saman í matvinnsluvél og keyrið þar til kexið hefur mulist niður og er vel blandað við rjómaostinn.
Það er gott að setja blönduna í ísskáp í ca. 30 mínútur áður en kúlurnar eru mótaðar, það verður svo mikið auðveldara. Þegar kúlurnar eru svo mótaðar í höndunum er gott að gera þær litlar, súkkulaðið gerir þær síðan stærri.
Kúlurnar eru lagðar á bökunarpappír og kældar í ísskáp í 4-5 tíma eða í frysti í 2-3 tíma. Þegar þær eru orðnar nægilega harðar þá er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði, kúlunum dýft ofan í og þær síðan lagðar á bökunarpappír. Gott er að dýfa kúlunum í súkkulaðið með tannstöngli. Ef maður vill er hægt að strá skrautinu yfir kúlurnar áður en súkkulaðið harðnar. Þessar kúlur bragðast langbest ef þær hafa fengið að vera í ísskáp í minnst sólarhring.

IMG_6696

5 hugrenningar um “Oreokúlur

  1. Bakvísun: Smákökur með súkkulaðibitum | Eldhússögur

    • Þær geymast í meira en viku í ísskáp en það er líka hægt að frysta þær.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.