Smákökur með súkkulaðibitum


smákökur með súkkulaðibitumMér finnst yndislegt að aðventan sé byrjuð. Í vikunni sem leið bjó ég til sörur með mömmu og Ingu frænku eins og alltaf. Við gerðum 420 sörur sem við skiptum á milli okkar, frábært að eiga þessar litlu dásemdir í frystinum!

sörurÍ vikunni kom saumaklúbburinn minn líka saman og við bjuggum til kransa. Ég gerði einn á útidyrnar og einn aðventukrans. Það er mikið lán að í klúbbnum er Fríða æskuvinkona mín sem er einn færasti blómaskreytirinn á landinu (auk þess að vera farastjóri og kennari með meiru!). Það eru nokkur ár síðan við tókum upp á því að föndra kransana saman. Ég hafði aldrei gert krans áður og án Fríðu þá væru kransarnir mínir ansi dapurlegir. Verandi bókasafns- og upplýsingafræðingur þá er ég mikið fyrir röð og reglu. Ég hef til dæmis tilhneigingu til þess að vilja raða könglunum í röð … alveg jafnt … jafnvel í stærðarröð! Nokkuð sem virkar vel á bókasafni en er hörmung þegar um aðventukransa er að ræða! Fríða er búin að kenna okkur að búa til þétta og fallega kransa, raða könglum í grúppum, nota náttúrlegt skraut eins og greinar en síðast en alls ekki síst; nota glimmer og snjó í miklu magni! Það er með ólíkindum hversu miklu glimmer og gervisnjór getur breytt og lagað! krans

Hér er rignir glimmerinu yfir kransinn

IMG_1622

Falleg skreyting í vinnslu hjá meistaranum

IMG_1621

Greini, greinar, könglar, glimmer og snjór – gerist ekki fallegra!

IMG_1629Meistarinn með hurðarkransinn sinn

En ef ég sný mér nú að smákökunum sem eru uppskrift dagsins. Þegar ég var barn bakaði mamma allskonar gómsætar smákökutegundir eins og svo algengt var á þeim tíma. Loftkökur, vanilluhringi, hálfmána með sultu og fleiri tegundir, allir í fjölskyldunni áttu sér sínar uppáhalds smákökur. Kökurnar voru allar tryggilega geymdar í kökuboxum fram að jólum og við krakkarnir biðum óþreyjufull alla aðventuna eftir því að fá að gæða okkur á kræsingunum. Eftir að ég stofnaði til minnar eigin fjölskyldu hélt ég í hefðina og baka ýmisskonar smákökur á aðventunni. Snemma á aðventunni bökum við krakkarnir alltaf piparkökur sem við svo málum og skreytum saman auk þess sem ég fer í sörubaksturinn með mömmu og Ingu frænku. Þetta er þær kökur sem ég geymi fram að jólum ásamt jólagotti líkt og Bounty kúlurOreokúlur og öðru gotteríi. Annars baka ég ekki smákökur og safna í kökubox, mér finnst nefnilega smákökur bestar nýbakaðar. Þannig að öðru hvoru á aðventunni baka ég eina og eina tegund af smákökum sem að má, og hreinlega á, að borða heitar og nýbakaðar! Fjölskyldan lætur ekki segja sér það tvisvar og við eigum því litlar, notalegar jólastundir á aðventunni með nýbökuðum, volgum smákökum og mjólkurglasi.  Í dag bjó ég til afskaplega góðar smákökur með súkkulaðibitum sem við gæddum okkur á. Þær eru stökkar að utan og mjúkar í miðjunni, alveg eins og góðar súkkulaðikökur eiga að vera.

IMG_1672

Uppskrift: 

 • 160 g smjör
 • 200 g púðursykur
 • 2 stór egg
 • 260 g Kornax hveiti
 • 1 pakki Royal karamellu búðingur (90 g) – duftið notað
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 tsk matarsódi
 • 100 g suðusúkkulaðidropar
 • 100 g hvítir súkkulaðidropar

Ofn hitaður í 180 gráður. Smjör og púðursykur hrært vel saman. Þá er einu eggi bætt út í senn, hrært vel á milli. Því næst er búðingsduftinu, hveiti, vanillusykri og matarsóda bætt út í og hrært vel. Að síðustu er súkkulaðidropunum bætt út í deigið. Um það bil teskeið af deigi er raðað á ofnplötu klædda bökunarplötu, passa að hafa gott pláss á milli þeirra.IMG_1665 Bakað í ofnið við 180 gráður í 8-10 mínútur eða þar til kökurnar eru tilbúnar. Gott að baka þær aðeins minna heldur en meira. IMG_1669

7 hugrenningar um “Smákökur með súkkulaðibitum

 1. Mér finst bara gaman að fa svona uppskrift sumur eg get ekki skilið allar eg er búin að vera hjer i USA 55 ar,mér langar.i Kleinur með engu hjarta salt i deijinu.takk

 2. Snilldar smàkökur þær slóu í gegn áv heimillinu þurfti að baka þær 3 var 🙂

 3. Frábær síða hjá þér, búin að prófa ýmislegt. Dóttir mín er með bráðaofnæmi fyrir hnetum og möndlum, ekki veistu um eitthvað sem ég gæti notað í staðinn fyrir möndlur í Sörur ? 🙂

  • Sæl Helga Rún og takk fyrir kveðjuna. Þegar þú segir að dótti þín hafi ofnæmi fyrir hnetum og möndlum, ertu þá að tala um allar tegundir hneta? Ef hún þolir t.d. heslihnetur væri hægt að nota þær í staðinn. Ef ef hún þolir engar hnetur þá er erfitt að finna eitthvað í staðinn þar sem að grunnurinn í kökunum eru hnetur.

 4. Bakvísun: Nothing says Icelandic Christmas like | All About Iceland

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.