Eplabaka með piparkökum


Eplabaka með piparkökum

Mér finnst eplabökur vandræðalega góðar. Svíar eru mikið bökufólk og á kaffihúsum þar í landi eru alltaf allskonar pæ í boði, hindberjapæ, eplapæ og fleiri góð pæ. Fyrstu árin sem ég bjó í Svíþjóð var ég stórhneyksluð á því hvernig Svíar eyðilögðu þessar góðu bökur með því að drekkja þeim í vanillusósum. En eftir nokkurra ára dvöl þar í landi var ég orðin frelsuð og vildi líka að eplabökunni minni væri drekkt í ljúffengri vanillusósu!

Eitt kvöldið fyrr í vikunni var ég í jólaskapi, nýbúin að kaupa box af gómsætum sænskum piparkökum (þessum sænsku í rauðu boxunum merktum „Göteborgs“ – þær eru bestar!) og langaði að búa til eplaböku. Skyndilega fékk ég þá hugdettu að það væri gott að blanda piparkökum við eplabökudeigið. Ég beið ekki boðanna og hófst strax handa. Hálftíma seinna stóð rjúkandi heit og gómsæt eplabaka á borðinu og húsið angaði af jólailmi. Vissulega var ég ekki með neina sænska vanillusósu til að drekkja bökunni í en í þetta sinn setti þeytti rjóminn punktinn yfir i-ið. Eiginlega skil ég ekkert í mér að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr því eplabakan var með þeim betri og jólalegri bökum sem ég hef bragðað!

image.aspx

Uppskrift:

Deig:
  • 125 g smjör (gott ef það hefur fengið að standa í stofuhita í smá tíma)
  • 1dl sykur
  • 1dl Kornax hveiti
  • 1.5 dl haframjöl
  • ca. 10-12 piparkökur, muldar fremur smátt
  • 1/2msk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 1 tsk negull
Fylling: 
  • 3-4 græn epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í þunnar sneiðar
  • 2 msk hrásykur

IMG_1560

Ofn hitaður í 210 gráður. Öllum hráefnunum í deigið blandað saman í höndunum í massa. Eplaskífunum raðað í eldfast mót og hrásykrunum dreift yfir. Því næst er deiginu dreift yfir eplin. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til eplin eru orðin mjúk og deigið stökkt. Berið fram heitt með vanilluís eða þeyttum rjóma.
IMG_1570

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.