Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum & basilku og ný espresso vél


IMG_5538IMG_5129

*færsla í samstarfi við Heimilistæki*

Þar til fyrir stuttu drakk ég ekki kaffi og hafði satt best að segja óbeit á öllu sem var með mokka- eða kaffibragði. Þetta breyttist allt fyrir tveimur árum. Þá vorum við stödd í Toskana á Ítalíu í dásamlega fallegu umhverfi og umvafin góðum hráefnum úr héraðinu; parmaskinku, melónu, baguette brauði, ljúfu víni og auðvitað … espresso kaffi. Mér fannst ég þá knúin til að prófa mig meira áfram með kaffi, verandi í þessu landi kaffiunnenda. Elfar minn er mikill espresso maður og þegar við ferðumst saman þá er til dæmis alltaf hluti af ferðinni tileinkuð því að finna besta espresso bolla viðkomandi lands. Í Toskana dvöldum við í frábæru húsi (sjá hér) og þar var auðvitað espresso kaffivél að ítölskum sið. Ég bað Elfar á hverjum morgni að útbúa fyrir mig espresso kaffibolla. Ég get ekki sagt að mér hafi fundist þeir sérstaklega góðir en ég drakk samt einn bolla á hverjum morgni í garði  fallega hússins sem við dvöldumst og naut ótrúlegs útsýnis yfir Toskana héraðið með espresso bolla í hönd. Í lok dvalarinnar fórum við til Rómar þar sem ég pantaði mér cappuccino á kaffihúsi. Þá gerðist eitthvað, allt í einu fannst mér bollinn ákaflega ljúffengur. Upp frá því hef ég drukkið einn bolla af cappuccino á hverjum morgni og nýt þess til hins ýtrasta! Fyrst fannst mér dálítið skrítið að drekka heitan drykk daglega, ég var ekki vön því. Mér leið eins og ég þyrfti alltaf að fá mér ristað brauð með bollanum, því það var svo mikil kakó tilfinning yfir svona heitum drykk. Núna drekk ég kaffibollann minn yfirleitt stakan en stundum fæ ég mér ristaða beyglu með honum en beyglur eru í miklu eftirlæti hjá mér.

Síðastliðin ár höfum við átt fallega, bláa espresso vél sem hefur þjónað okkur rosalega vel því bæði elstu börnin eru kaffifólk eins og pabbi sinn og vélin því mjög mikið notuð. Nú þegar ég bættist í kaffidrykkjuhópinn þá fannst mér hins vegar vera kominn tími til að uppfæra vélina, aðallega vegna þess að gamla vélin flóaði ekki mjólkina nógu vel en það er grundvallaratriði fyrir cappuccino bollann minn! Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá vinn ég heimavinnuna mína vel þegar á að kaupa tæki til heimilisins. Ég er mikill grúskari og kaupi engin tæki nema vera búin að vega og meta kosti og galla allra mögulegra tækja sem koma til greina! Eftir mikið Internet grúsk þá varð þessi vél fyrir valinu, Sage by Heston Blume the barista express sem fæst í Heimilistækjum.

IMG_5565

Ekki er þetta bara frábær vél heldur er hún líka falleg. Þetta er eina vélin sem ég hef uppi við í eldhúsinu, hin tækin eru í tækjaskáp, og það kom því ekki til greina að kaupa einhverja ljóta vél! 😉  Mér finnst eitthvað svo fallegt retró útlit á henni. Jú og svo fékk nú kaffikallinn minn að segja eitthvað til um þetta líka. Hann veit meira en ég um þrýstinginn, mölunina og slíkt sem svona vélar eru með og þessi vél slapp líka í gegnum hans nálarauga.

IMG_5543

Við vorum satt best að segja áköf eins og lítil börn þegar vélin kom í hús!

IMG_5515

Elfar var svo spenntur að prófa kaffiið til, stilla mölunina og slíkt að hann drakka fjóra espresso bolla í röð og varð frekar ofvikur fyrir vikið þann daginn! 🙂

IMG_5551IMG_5547IMG_5548IMG_5573

Ég var auðvitað spenntust fyrir capuccino bollanum mínum. Þegar mjólk er flóuð fyrir cappuccino þá er langbest að nota G-mjólk. Munurinn á Cappuccino og Café latte er að í latte er mjólkin flóuð, engar loftbólur eiga að vera í drykknum og hlutfallið milli kaffisins og mjólkur er 1:4. En í Cappuccino er mjólkin freydd og hlutfallið er 1/3 kaffi, 1/3 heit mjólk og 1/3 mjólkurfroða. Þegar mjólkin er flóuð þarf að nota stálkönnu sem er fyllt einum þriðja og mikilvæg er að mjólkin sé köld, sumir kæla líka könnuna sjálfa. Gott er að halla könnunni til að fá sem mest yfirborð. Þegar mjólkin er flóuð fyrir latte þarf að gæta þess að ná góðri hringrás í mjólkina, án þess að hún myndi stórar loftbólur. Ekki má flóa mjólkina of lengi, hún á ekki að vera heitari en 65-75 gráður og hægt er að nota hitamæli til að vera nákvæmur.

IMG_5579IMG_5580IMG_5553IMG_5562IMG_5542

Dásamlega gott og þvílíkur lúxus að fá kaffihúsa-cappucino heima hjá sér .. eða eiginlega bolla sem er betri en á kaffihúsum!  Mér finnst svo gott að fá mér ristaða beyglu með kaffinu og um daginn bjó ég til eiginlega hættulega góða rjómaostahræru sem passar svo ákaflega vel ofan á ristaða beyglu, þið verðið bara að prófa!

IMG_5139

Uppskrift:

 • 200 g rjómaostur
 • ca. 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt.
 • fersk basiliku blöð (gott að nota ca. helming af 30 g pakka)
 • ferskmalaður svartur pipar
 • salt

Sólþurrkuð tómatarnir saxaðir smátt og basilika er söxuð smátt. Þessu er hrært vel saman við rjómaostinn og smakkað til með salti og pipar. Borið fram t.d. með ristuðum beyglum .. og góðum cappuccino bolla! 😉

IMG_5170

Grillaður camembert með sólþurrkuðum tómötum og basilku


IMG_1047

Í gær vorum við með matarboð og ég ákvað að fara á bloggið mitt, velja eina vinsælustu kjúklingauppskriftina þar og bjóða gestunum upp á þann rétt. Ég var svo spennt á meðan á matarboðinu stóð því Anna Sif vinkona mín var að hlaupa heilt maraþon hlaup í New York á sama tíma. Algjör dugnaðarforkur, frekar nýfarin að hlaupa og ákvað að drífa sig bara í maraþon eins og ekkert væri. Tæknin er svo sniðug að við gátum fylgst með henni hlaupa á korti í tölvunni „live“. Hún rúllaði þessu upp stelpan eins og henni er von og vísa og sagðist vera til að að hlaupa annað maraþonhlaup daginn eftir! Ég vil nú meina að andlegi stuðningurinn frá okkur hérna meginn við hafið hafi örugglega haft sitt að segja! 😉 Við hámuðum í okkur góðan mat, skáluðum fyrir hlauparanum í ljúffengu rauðvíni á meðan við fylgdumst með hlaupinu. Þegar ég var úti í Stokkhólmi í sumar keypti ég þessar flottu servíettur í H&M home deildinni sem er oft með mjög skemmtilegar vörur. Mér fannst vel við hæfi að dekka borðið með þessum New York servíettum í gær.

IMG_1085

New York – Manhattan servíetta úr H&M Home

IMG_1080Kjúklingur með sætum kartöflum og mangósósu

Ég var með léttan forrétt fyrir matinn, grillaðan camenbert. Það er með ólíkindum hversu góðir slíkir ostar geta orðið þegar þeir eru bakaðir.

IMG_1052 Hérna fyllti ég ostinn með ferskri basiliku, sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk en það eru í raun engin takmörk á því hvað hægt er að setja inn í ostinn. Til dæmis er örugglega gott að nota hnetur, hunang, mango chutney, aðrar ferskar kryddjurtir, chilisultu, þurrkaða ávexti eða hvað sem hugurinn girnist.

Uppskrift:

 • 1 camembert
 • 2-3 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
 • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • grófmalaður svartur pipar
 • flögusalt
 • ca. 1 dl fersk basilka, söxuð smátt
 • örlitla ólífuolíu

IMG_1050

Camembert osturinn er klofinn í tvennt. Sólþurrkaðir tómatar, hvítlaukur og basilika er dreift ofan á annan helming ostsins og kryddað með salti og pipar auk þess sem örlítið af ólífuolíu er dreift yfir. Hinn helmingurinn af ostinum er lagður yfir og pakkað vel í álpappír. Grillað við meðalhita á grilli í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna vel. Borið strax fram með góðu brauði eða kexi.

IMG_1053

Grillaður beikonvafinn Halloumi ostur


IMG_0557

Uppskriftin sem ég ætla að setja inn í dag er af Halloumi osti en hann er hefðbundinn ostur frá Kýpur sem er líka vinsæll í Austurlöndum nær og í Grikklandi. Halloumi hefur hátt bræðslumark og hentar þvi vel til steikingar og grillunnar. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarrella. Þegar ég bjó í Svíþjóð þá notuðum við oft þennan ost, annað hvort grillaðan eða steiktan, en ostinn var auðvelt að nálgast í öllum matvöruverslunum í Svíþjóð. Hér á landi hefur hins vegar verið erfiðara að nálgast Halloumi. Hann hefur þó verið til í versluninni Tyrkneskur Bazar og hjá Búrinu. En ég sá hér á Lífsstílssíðu Sólveigar að nú er hægt að kaupa Halloumi í Bónus! Ég var fljót til að næla mér í einn og grillaði beikonvafinn Halloumi í kvöld og bar fram með grillmatnum, gómsætt!

Uppskrift

 • 1 Halloumi ostur (fæst í Bónus)
 • nokkrar beikonsneiðar
 • ítalskt kydd (blanda af kryddjurtum, t.d. rósmarín og timjan)
 • salt & pipar

IMG_0549

Osturinn er skorinn niður í passlega þykkar sneiðar. Ég náði 10 sneiðum úr einum osti. Hver sneið er krydduð með kryddjurtum, salti og pipar (ég notaði lítið salt þvi beikonið er salt). Þá er einni beikonsneið vafið þétt utan um hverja ostsneið. Grillað við meðalhita í ca. 5 mínútur á hvorri hlið.

IMG_0552 IMG_0556

Grillaður beikonvafinn Halloumi ostur og myndir af Instagram


IMG_0557

Ég hef ekki mikið verið í eldhúsinu undanfarið heldur hef ég notið góða veðursins í garðinum, á veitingastöðum og í veislum síðastliðna daga. Dásamlegt alveg hreint og eitt af því sem er svo skemmtilegt við sumarið þegar veðrið leikur við okkur. Ég prófaði tvo nýja veitingastaði nýverið, Steikhúsið og Kopar, frábærlega góður matur á báðum þessum stöðum. Ég hef einmitt sett inn myndir frá þessum veitingahúsaferðum á Instagram. Áður en ég eignaðist Iphone þá fannst mér svolítið leiðinlegt að geta ekki fylgst með hinum og þessum vinum, ættingjum og bloggurum á Instagram. Ég ætla því að setja inn hér á bloggið nokkrar myndir frá Eldhússögum á Instagram undanfarið fyrir þá sem ekki hafa aðgang þar.
IMG_0649

IMG_0666IMG_0714IMG_0691IMG_0697IMG_0602IMG_0731IMG_0739IMG_0740IMG_0750IMG_0749IMG_0759IMG_0766IMG_0767

Uppskriftin sem ég ætla að setja inn í dag er af Halloumi osti en hann er hefðbundinn ostur frá Kýpur sem er líka vinsæll í Austurlöndum nær og í Grikklandi. Halloumi hefur hátt bræðslumark og hentar þvi vel til steikingar og grillunnar. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarrella. Þegar ég bjó í Svíþjóð þá notuðum við oft þennan ost, annað hvort grillaðan eða steiktan, en ostinn var auðvelt að nálgast í öllum matvöruverslunum í Svíþjóð. Hér á landi hefur hins vegar verið erfiðara að nálgast Halloumi. Hann hefur þó verið til í versluninni Tyrkneskur Bazar og hjá Búrinu. En ég sá hér á Lífsstílssíðu Sólveigar að nú er hægt að kaupa Halloumi í Bónus! Ég var fljót til að næla mér í einn og grillaði beikonvafinn Halloumi í kvöld og bar fram með grillmatnum, gómsætt!

Uppskrift

 • 1 Halloumi ostur (fæst í Bónus)
 • nokkrar beikonsneiðar
 • ítalskt kydd (blanda af kryddjurtum, t.d. rósmarín og timjan)
 • salt & pipar

IMG_0549

Osturinn er skorinn niður í passlega þykkar sneiðar. Ég náði 10 sneiðum úr einum osti. Hver sneið er krydduð með kryddjurtum, salti og pipar (ég notaði lítið salt þvi beikonið er salt). Þá er einni beikonsneið vafið þétt utan um hverja ostsneið. Grillað við meðalhita í ca. 5 mínútur á hvorri hlið.

IMG_0552 IMG_0556

Lax með geitaosti


IMG_7331Geitaostur er ekki allra! Mér finnst geitaostur frábærlega góður í allskonar matrétti þó ég borði hann ekki eintóman. Ég sakna þess verulega frá Svíþjóð að geta keypt geitaost úti í venjulegri matvöruverslun á eðlilegu verði. Hér er til geitaostur í Hagkaup sem er frekar dýr en þar fyrir utan er hann bara til í ostabúðum og ég held að kílóaverðið sé í kringum sjö þúsund kall! Hvað er málið með það, ég veit ekki betur en það séu nokkur hundruð geitur á Íslandi, þarf osturinn að vera svona dýr?

Ég ákvað samt að vera ægilega góð við mig og mína og keypti bæði lax og geitaost! Geitaostinn keypti ég í Hagkaup. Hann er innfluttur, franskur og kemur í 125 gramma boxum, kostar í kringum 600 krónur minnir mig. Mig hefur nefnilega lengi langað að gera laxarétt sem ég gerði oft úti í Stokkhólmi og er svo æðislega góður. Þetta er ákaflega einfaldur réttur að matbúa og með fáum hráefnum. Ég bar fram með honum sætar ofnbakaðar kartöflur, klettasalat og hvítlauksbrauðið hennar Ínu, nammm! Á myndinni sést að hluti af laxinum er bara kryddaður, ekki með geitaostablöndu, það er vegna þess að allra yngstu börnin kunna ekki gott að meta! 🙂

Uppskrift:

 • 1 laxaflak
 • 125 geitaostur
 • 1,5 dl sýrður rjómi
 • 2-3 msk hunang
 • salt og pipar

Bakarofn hitaður í 200 gráður undir-og yfirhita. Geitaosturinn mulinn niður og blandað saman við sýrðan rjóma með gafli. Hunangi, salti og pipar bætt út í. Laxaflakið lagt í eldfast mót og geitaostablöndunni hellt yfir flakið. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 20 mínútur. Borið fram með kartöflum og/eða sætum kartöflum, salati og góðu brauði.

IMG_7298

Innbakaður brie með sultu í smjördeigi


BrieÍ gær áttum við skemmtilegan dag með bæði leikhúsferð og bíóferð. Um daginn fórum við fjölskyldan saman í Þjóðleikhúsið og skemmtum okkur dátt yfir Dýrunum í Hálsaskógi. Um kvöldið fórum svo við hjónin ásamt Vilhjálmi í bíó á Life of Pi. Ég var búin að lesa bókina sem er frábær og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina. Mér fannst mikið afrek að geta gert svona frábæra bíómynd eftir þessari sögu sem er sannarlega ekki auðveld að kvikmynda. Í dag erum við að fara í jólaboð en fyrst ætla ég að setja inn eina uppskrift hingað á bloggið.

Brie

Ég hef áður talað um dálæti mitt á ostum og ég er stöðugt á höttunum eftir góðum uppskriftum með ostum í. Um daginn þegar við fórum á jólaball gerði ég einfaldan og góðan ostarétt til að setja á hlaðborðið. Þetta er innbakaður brie með sultu í smjördeigi. Einfalt og gott! Rétturinn er langbestur heitur en það er líka hægt að bera hann fram kaldan. Tvennt þarf að hafa í huga. Annars vegar að það er allt í lagi þó að það „blæði“ aðeins osti og sultu út um degið við baksturinn og hitt er að passa að setja nóg af osti og sultu. Þó svo að ostbitinn virðist stór í byrjun þá bráðnar hann við bökunina. Í þetta sinn notaði ég hindberjasultu og blandaða sultu en næst ætla ég að prófa að nota chilisultu sem mér finnst svo góð með ostum. Þessi smáréttur sómar sér vel með freyðivíninu á gamlárskvöld! Nú eða hafa til að maula í láréttri stöðu í sófanum á nýársdag yfir endursýndum annálum! 🙂

Uppskrift:

 • 1-1½ brieostur eða annar góður ostur
 • sulta, t.d. hindberjasulta, chilisulta eða önnur góð sulta sem passar við osta
 • 1 pakki tilbúið frosið smjördeig
 • 1 egg
 • 1 msk mjólk
 • hnífsoddur salt

IMG_6326IMG_6328Ofn hitaður í 190 gráður undir og yfirhita. Egg, mjólk og salt þeytt létt saman. Dreift úr smjördeigsplötunum og þær látnar þiðna (tekur ca. 15 mínútur). Þá eru plöturnar smurðar vel með eggjahrærunni (hún er „límið“ sem lokar bitunum) og síðan er hver plata skorin í 6-8 jafna ferninga. Osturinn skorin í stóra bita (næst ætla ég að hafa þá stærri en á myndinni hér að ofan því deigið er það mikið) og ostabiti lagður ofan á annan hvern ferning. Því næst er sett passlega mikil sulta ofan á ostbitana. Þá er hinn helmingurinn af smjördeginu lagður ofan á og samskeytin lokuð vel með gaffli allan hringinn. Bitunum er raðað á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hver biti er svo smurður með eggjahrærunni og þeir síðan bakaðir í miðjum ofni við 190 gráður í 12-14 mínútur eða þar til bitarnir eru orðnir gullinbrúnir (það er allt í lagi þótt það leki svolítið úr þeim).

IMG_6330

Jólaglögg og piparkökur með gráðosti og valhnetum í hunangi


IMG_1494

Þið eruð kannski að velta vöngum yfir þessari samsetningu í fyrirsögninni og finnst hún fráleit. Sko, eitt af því allra besta sem ég veit eru mygluostar! Auðvitað er þetta nafn samt, „mygluostar“ alveg glatað og hljómar frekar ógirnilega. Uppáhaldsosturinn minn er Gullostur (það nafn hljómar hins vegar vel!) og ég held að ég borði næstum því einn á viku! Ætli það sé ekki meinhollt örugglega? Á seinni árum er ég meira að segja farin að kjósa góðan ostbita fram yfir súkkulaðibita, hversu fullorðins er það?! 😉 Miðað við þessa ostaást mína þá mætti halda að piparkökur með gráðosti væru mitt uppátæki en svo er alls ekki. Þessi samsetning er algeng og vinsæl í Svíþjóð. Þar fer maður ekki í jólaglögg án þess að fá þetta gúmmelaði með glögginni. Jólaglögg er líka afar vinsæll drykkur í Svíþjóð á aðventunni, ég hef ekki orðið eins mikið vör við það hér. Í Svíþjóð er hægt að kaupa allskonar tegundir af tilbúinni jólaglögg í Ríkinu. Hér þarf að hafa aðeins meira fyrir glögginni en það er alveg þess virði. Það er svo notalega jólalegt að sötra heita glögg með möndlum og rúsínum á köldu desemberkvöldi og gæða sér á piparkökum með góðum ostum. Þeim sem líkar ekki gráðostur geta farið í mildari samsetningu, t.d. notað brie eða Gullost. Ég mana ykkur til að prófa þessa dásemd, ég lofa því að þið lítið ekki piparkökur sömu augum eftir það! 🙂

IMG_1490

Jólaglögg:

 • 1 flaska rauðvín
 • 1 dl vodka
 • 10 kardimommu belgir
 • 1 -2 kanilstangir
 • ca 3 cm engifer skorið í bita
 • 8 negulnaglar
 • 4 appelsínusneiðar
 • 1½ dl sykur
 • möndlur & rúsínur

Öllu kryddi nema sykri blandað saman við vodka og látið standa yfir nótt við stofuhita. Þá er sykrinum blandað saman við vodkablönduna og hitað að suðu. Blandan má þó alls ekki sjóða. Því næst er kryddið sigtað frá og rauðvíni blandað saman við. Möndlur og rúsínur settar út í eftir smekk. Borið fram með gómsætum piparkökum með ostum.

gl_gg_989708c

Piparkökur með gráðosti og valhnetum í hunangi

 • piparkökur
 • gráðostur, t.d. blár kastali (og/eða jólabrie eða Gullostur)
 • valhnetur
 • gott hunang

Valhnetur hakkaðar gróft og þær settar í skál. Hunangi hellt yfir þannig að það þeki valhneturnar vel en að það renni samt ekki út um allt þegar það er sett á ostinn. Osturinn skorinn í skífur og lagður á piparkökurnar, hunangs-valhneturnar settar yfir ostinn.

IMG_1496

Eggjahræra með ostum


Um daginn setti ég inn uppskrift af eggjaköku en mér finnst eggjakökur afskaplega góðar. Eins eru ostar í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst því þessi uppskrift súper góð þar sem þessu hvor tveggja er blandað saman! Þetta er sniðugur réttur til að bjóða í veislum, afmælum, saumaklúbbum eða við sambærileg tilefni og er skemmtileg tilbreyting frá heitum réttum, ostasalötum og slíku. Hér bar ég hræruna fram á snittubrauði sem ég var búin að rista í ofni en það er líka gott að bera hana fram á hefðbundnu ristuðu brauði eða jafnvel kexi. Það er svo ómissandi setja rifsberjahlaup á hræruna eða jafnvel chilisultu.

Uppskrift

 • 1/2 stk Gullostur
 • 1/2 stk Brie ostur
 • 6 sneiðar Goudaostur
 • 6 egg
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk basilika
 • salt og pipar

Aðferð:

Skerið Brieostinn og Gullostinn í bita og rífið eða skerið Goudaostinn smátt. Sláið saman eggi og mjólk og kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni á pönnu og látið taka sig, setjið ostinn saman við og hrærið stöðugt í. Bakið ekki of lengi því eggjahræran á að vera dálítið blaut. Berið hana fram, heita eða kalda, með ristuðu brauði og rifsberjahlaupi.

Eggjahræra með ostum og innkaup í eldhúsið


Áður en ég set inn uppskrift dagsins ætla ég að setja inn nokkrar myndir af því sem ég keypti fyrir eldhúsið í Stokkhólmsferðinni. Fyrst fór ég í Drömhuset en það er voða sæt búð sem kemur oft fyrir í þeim sænsku bloggum sem ég les reglulega og mig hefur lengi langað að kíkja í. Þar féll ég fyrir þessu fallega formi.

Ég les reglulega bloggið hjá Pernillu Wahlgren sem er þekkt söngkona í Svíþjóð. Hún var að koma með sína eigin kjólalínu sem meðal annars er seld í Drömhuset. Ég veit að Svava vinkona mín les bloggið hennar líka og ég tók þessa mynd sérstaklega fyrir þig Svava! 🙂

Ég er lengi búin að leita að fallegum hvítum trébakka og fann nákvæmlega rétta bakkann í Hemtex.

Ég keypti svo tvær grænar Margrethe skálar, en ég átti nokkrar fyrir. Margrethe skálarnar voru hannaðar árið 1954 af Sigvard Bernadotte. Sigvard var hönnuður en jafnframt sænskur prins, föðurbróðir núverandi Svíakonungs og hann nefndi skálarnar eftir frænku sinni, núverandi Danadrottningu. Svíar eigna sér þar með hönnunina af þessum skálum en danir eru hins vegar duglegir að minnast þess að í raun var það Daninn Jacob Jensen, sem starfaði hjá Sigvard, sem hannaði skálarnar. Þessar skálar eru klassískar og eru ódrepandi, enda margir sem eiga svona skálar sem eru orðnar kannski 40-50 ára og enn í notkun!

En svo ég víki að uppskrift dagsins. Um daginn setti ég inn uppskrift af eggjaköku en mér finnst eggjakökur afskaplega góðar. Eins eru ostar í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst því þessi uppskrift súper góð þar sem þessu hvor tveggja er blandað saman! Þetta er sniðugur réttur til að bjóða í veislum, afmælum, saumaklúbbum eða við sambærileg tilefni og er skemmtileg tilbreyting frá heitum réttum, ostasalötum og slíku. Hér bar ég hræruna fram á snittubrauði sem ég var búin að rista í ofni en það er líka gott að bera hana fram á hefðbundnu ristuðu brauði eða jafnvel kexi. Það er svo ómissandi setja rifsberjahlaup á hræruna eða jafnvel chilisultu.

Uppskrift

 • 1/2 stk Gullostur
 • 1/2 stk Brie ostur
 • 6 sneiðar Goudaostur
 • 6 egg
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk basilika
 • salt og pipar

Aðferð:

Skerið Brieostinn og Gullostinn í bita og rífið eða skerið Goudaostinn smátt. Sláið saman eggi og mjólk og kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni á pönnu og látið taka sig, setjið ostinn saman við og hrærið stöðugt í. Bakið ekki of lengi því eggjahræran á að vera dálítið blaut. Berið hana fram, heita eða kalda, með ristuðu brauði og rifsberjahlaupi.

Ostasalat


Mér finnst ostar í öllum útgáfum ægilega góðir. Það eru til mjög margar útgáfur af ostasalötum en ég held að mér þyki þetta best. Líkt og með heitu brauðréttina þá held ég að svona ostasalöt séu íslensk fyrirbrigði. Ég man allavega ekki eftir að hafa séð sambærilegar uppskriftir erlendis frá. Annars er það íslenskur spinningkennari sem hefur eignað sér heiðurinn af því að hafa fundið upp ostasalatið!

Uppskrift:

 • 1 jalapeno ostur
 • 1 villisveppa ostur
 • 1 Bóndabrie
 • 1/2 púrrlaukur
 • 100 gr. vínber
 • 1 paprika
 • 180 gr. sýrður rjómi
 • 2 kúfaðar matskeiðar grísk jógúrt

Skorið smátt , blandað saman og kælt í ísskáp áður en það er borið fram með kexi og/eða snittubrauði.