Mér finnst ostar í öllum útgáfum ægilega góðir. Það eru til mjög margar útgáfur af ostasalötum en ég held að mér þyki þetta best. Líkt og með heitu brauðréttina þá held ég að svona ostasalöt séu íslensk fyrirbrigði. Ég man allavega ekki eftir að hafa séð sambærilegar uppskriftir erlendis frá. Annars er það íslenskur spinningkennari sem hefur eignað sér heiðurinn af því að hafa fundið upp ostasalatið!
Uppskrift:
- 1 jalapeno ostur
- 1 villisveppa ostur
- 1 Bóndabrie
- 1/2 púrrlaukur
- 100 gr. vínber
- 1 paprika
- 180 gr. sýrður rjómi
- 2 kúfaðar matskeiðar grísk jógúrt
Skorið smátt , blandað saman og kælt í ísskáp áður en það er borið fram með kexi og/eða snittubrauði.
Bakvísun: Brauðréttur og rúllutertubrauð | Eldhússögur
Gert þetta salat tvisvar sinnum. Klikkar ekki – það er geggjað! 🙂
Já, það er hægt að borða endalaust af þessu salati! 😉 Takk fyrir að skilja eftir komment Unnur Ýr! 🙂
Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir papriku, mér finnst hún ekki góð, sama hver liturinn er 😉
Það er eiginlega ekkert sem kemur í staðinn finnst mér, ég myndi bara sleppa henni! 🙂
geggjað girnilegt…….verst að ég bý í DK og hef ekki fundið neina spennandi osta hér!
Hef gert ostasalatið síðan 2003. Fann það að mig minnir í Jóa Fel uppskriftum