Lax með geitaosti


IMG_7331Geitaostur er ekki allra! Mér finnst geitaostur frábærlega góður í allskonar matrétti þó ég borði hann ekki eintóman. Ég sakna þess verulega frá Svíþjóð að geta keypt geitaost úti í venjulegri matvöruverslun á eðlilegu verði. Hér er til geitaostur í Hagkaup sem er frekar dýr en þar fyrir utan er hann bara til í ostabúðum og ég held að kílóaverðið sé í kringum sjö þúsund kall! Hvað er málið með það, ég veit ekki betur en það séu nokkur hundruð geitur á Íslandi, þarf osturinn að vera svona dýr?

Ég ákvað samt að vera ægilega góð við mig og mína og keypti bæði lax og geitaost! Geitaostinn keypti ég í Hagkaup. Hann er innfluttur, franskur og kemur í 125 gramma boxum, kostar í kringum 600 krónur minnir mig. Mig hefur nefnilega lengi langað að gera laxarétt sem ég gerði oft úti í Stokkhólmi og er svo æðislega góður. Þetta er ákaflega einfaldur réttur að matbúa og með fáum hráefnum. Ég bar fram með honum sætar ofnbakaðar kartöflur, klettasalat og hvítlauksbrauðið hennar Ínu, nammm! Á myndinni sést að hluti af laxinum er bara kryddaður, ekki með geitaostablöndu, það er vegna þess að allra yngstu börnin kunna ekki gott að meta! 🙂

Uppskrift:

  • 1 laxaflak
  • 125 geitaostur
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 2-3 msk hunang
  • salt og pipar

Bakarofn hitaður í 200 gráður undir-og yfirhita. Geitaosturinn mulinn niður og blandað saman við sýrðan rjóma með gafli. Hunangi, salti og pipar bætt út í. Laxaflakið lagt í eldfast mót og geitaostablöndunni hellt yfir flakið. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 20 mínútur. Borið fram með kartöflum og/eða sætum kartöflum, salati og góðu brauði.

IMG_7298

5 hugrenningar um “Lax með geitaosti

  1. ég er ekki hrifin af laxi en er alltaf að svipast um eftir uppskriftum sem að gera þennan holla fisk girnilegan og góðan, ég verð að prófa þessa uppskrift við tækifæri!

  2. My lord, þetta var stórfenglegt! Ég elzka sko geitaost og þessi uppskrift var dásamleg…á alveg pottþétt eftir að elda þetta aftur, takk fyrir mig:)

  3. Bakvísun: Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.