Indverskur kjúklingur í jógúrtkarrísósu


IMG_7443Mér finnst indverskur matur afskaplega góður en ég er frekar ódugleg við að búa til slíka rétti frá grunni. Það er aðallega langur hráefnislisti sem fælir mig frá og þá oft að í uppskriftunum eru hráefni sem ég á ekki til. Þennan rétt fann ég í Gestgjafanum og mér fannst hann frekar einfaldur að sjá, ég átti meira að segja allt í hann fyrir utan negulnagla og kardimommur.

IMG_7425

Það var skemmtilegt og auðvelt að laga réttinn og ilmurinn var dásamlegur. Ekki var bragðið síðra, ofsalega ljúffengur réttur. Sósan er kölluð karrísósa þó svo að í henni sé ekkert karrí. Nanna Rögnvaldar skýrir þetta svona út:

„Karríduft er kryddblanda sem er reyndar fundin upp á Vesturlöndum en fékkst ekki á Indlandi hér áður fyrr að minnsta kosti því allir notuðu bara sína eigin kryddblöndu. Ég man satt að segja aldrei eftir að hafa rekist á karríduft í alvöru indverskri uppskrift. Karrí – kari á tamílamáli – þýðir eiginlega kássa (grænmetis- eða kjötkássa) með sterku kryddi eða í kryddsósu.“ Í þessari kjúklinga-karrí uppskrift er því ekkert karríduft en hins vegar ýmis krydd sem eru gjarna notuð í slíka rétti (og í karríkryddblöndur) eins og kardimommur, negulnaglar, kanill og chili.

Uppskrift f. 3-4

  • 2-3 tsk olía (t.d. kókosolía)
  • 2 laukar, saxaðir gróft
  • 2 lárviðarlauf
  • 2-3 negulnaglar
  • 2 kanilstangir
  • 4 svört piparkorn
  • 3 kardimommur, heilar
  • 1 bakki kjúklingalundir (ca. 600 g)
  • 3 tsk garam masala (krydd)
  • ca. 2 cm engiferrót, rifin
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð gróft eða rifin
  • 1-2 tsk salt
  • 1/2-1 tsk chiliduft
  • 1/2 – 1 dl möndluflögur
  • 1 dós hrein jógúrt (180 g)
  • 2 græn epli, afhýdd og skorin í grófa bita
  • ferskur kóríander

IMG_7426Hitið olíuna á pönnu og setjið út á pönnuna lárviðarlauf, negulnagla, kanilstangir, piparkorn og kardimommur í smástund. Bætið lauknum út í og steikið við vægan hita í 3-5 mínútur eða þar til hann hefur mýkst aðeins en er ekki byrjaður að brúnast. Bætið kjúklingalundunum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur, bætið olíu á pönnuna ef með þarf. Setjið Garam masala, engiferrót, hvítlauk, salt, chiliduft og möndluflögur úr í og steikið í 2-3 mínútur. Lækkið hitann og hellið jógúrt út á og hrærið í nokkrar mínútur. Bætið eplunum saman við og látið malla undir loki í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Skreytið með ristuðum möndluflögum og ferskum kóríander. Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati og Nanbrauði.

IMG_7447

6 hugrenningar um “Indverskur kjúklingur í jógúrtkarrísósu

  1. Mjög góður þessi réttur. Jók aðeins við kryddin þar sem mér finnst gott að hafa mikið bragð.

    • Takk fyrir kveðjuna Sveinn. Ég hefði líka verið til í að auka við kryddin ef ég hefði ekki óttast að krakkarnir færu að kvarta! 🙂

  2. Þessi er æði! Hef gert hann nokkrum sinnum og allir borðað með bestu lyst og frábært að henda í grilluðu Naan brauðin með. Bestu þakkir fyrir þessa geggjuðu uppskriftarsíðu.

  3. Æðislegur og nokkuð einfaldur réttur og vel þess virði 😉 þessi fer í uppáhaldsmöppuna ! Elska síðuna þína og fæ oftar en ekki innblástur þegar ég skoða hana. Takk 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.