Ég hef sett inn áður uppskrift af sænskri klessuköku (kladdkaka), þessari hérna. Kladdkökurnar eru í ætt við brownies, blautar og bragðgóðar. Þessi kladdkaka fer í hæstu hæðir með einstaklega ljúffengu karamellukremi. Ég ætla ekki einu sinni að segja frá því hversu fljótt hún kláraðist hér heima! Þetta er afskaplega hentug kaka til að bjóða í eftirrétt og þá er ofsalega gott að bera fram með henni ís og/eða þeyttan rjóma auk ferskra berja og ávaxta. Þetta er ákaflega einföld kaka að baka og það er hægt að búa hana til með góðum fyrirvara. Það er heldur ekkert mál að frysta hana með karamellukreminu á. Þessi fær toppeinkunn frá öllum fjölskyldumeðlimunum, þið verðið að prófa! 🙂
Uppskrift:
- 100 g smjör
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 1 1/2 dl hveiti
- 5 msk kakó
- 2 tsk vanillusykur
- hnífsoddur salt
Bakarofn hitaður í 175 gráður, undir- og yfirhita. Smjörið brætt. Restin af hráefninu sett í skál og brædda smjörinu bætt út, hrært þar til að deigið hefur blandast vel saman. Bakað í smurðu lausbotna formi (ca.22 – 24 cm) eða sílikonformi við 175 gráður í 20 mínútur. Kökunni leyft að kólna í ca 10 mínútur.
Karamellukrem:
- 2 dl rjómi
- 1 dl sykur
- 1 dl síróp
- 100 g suðusúkkulaði
- 100 g smjör
Öll hráefnin, fyrir utan smjörið, sett í pott. Hrært í blöndunni og suðan látin koma upp. Blandan látin malla þar til að hún þykknar, tekur ca. 10 mínútur, gott að hræra í svolítið á meðan. Þá er potturinn tekin af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrært þar til allt hefur blandast vel saman. Ég lét kremið standa um stund til þess að það yrði aðeins þykkara. Þá er kreminu hellt yfir kökuna og hún látin kólna í ísskáp í ca. 2-3 tíma. Borin fram með þeyttum rjóma og/eða ís, og jafnvel góðri blöndu af berjum.
Þetta fyrirbæri er lostæti, ekki spá í hvað er í því , bara njóta 🙂
voða sætt, við Auður vorum að baka þessa köku og hún segir allt í einu, „hún á sko skilið mikið hrós þessi kona sem er með þessa síðu, þetta eru frábærar uppskriftir“, bragð er að þá barnið finnur!! Einn lítill aðdáandi þar:)
Hahaha… Auður krútt! 🙂 Kveðja til ykkar duglegu eldhúsmæðgna! 🙂
Skellti í þessa hér seinnipartinn enda elska ég kladdkaka – ég gerði kökuna þó í aðeins of litlu formi (hún er að eins of þykk) og bakaði of lengi. En hún er fín – þarf samt örugglega að þeyta rjóma þá verður hún góð 😉
Þekkiru annars sænsku Leila ? Hún er sjónvarpskokkur og köku uppskriftirnar hennar eru æði – t.d. þessar kladdmuffins með rjóma og hindberjum http://www.recept.nu/leila-lindholm/kakor-och-tartor/agg-och-mejeri/leilas-goda-kladdkaksmuffins/
og annars fleiri af uppskriftunum hennar hér : http://www.recept.nu/leila-bakar
Og takk fyrir frábæra síðu og æðislegar uppskriftir 🙂
Sæl Freyja. Já, það er einmitt mikilvægt að stilla af bæði stærð af formi og bökunartíma þannig kakan sé passlega bökuð svo hún verði blaut og gómsæt!
Ég þekki vel til Leilu frá því að ég bjó í Stokkhólmi í 15 ár og á nokkrar matreiðslubækur eftir hana, uppskriftirnar hennar eru rosa fínar.
Takk fyrir kveðjuna! 🙂
Getur thu gert thetta a ensku líka. Thank you
er allt í lagi að baka hana daginn áður en maður ætlar að bera hana fram?
Já, hún er jafn góð daginn eftir! 🙂
Bakvísun: Grískur kjúklingaréttur með tzatziki jógúrtsósu | Eldhússögur
þessi var alveg súpergóð og verður pottþétt bökuð aftur. takk fyrir mig
Gaman að heyra það Anna! 🙂 Takk fyrir að skilja eftir kveðju.
Þessi kaka er alger dásemd, ég er að hugsa um að borða hana líka í kvöldmatinn með rjóma. Það er alveg klárt að hún verður bökuð aftur og aftur og…………………………………………………………….
Já, þessi er ekki slæm í kvöldmatinn! 🙂 Takk fyrir góða kveðju Inga Hrönn! 🙂
Þessi kaka er bara of góð sko!!! og þvílíkt auðveld 🙂
Gaman að heyra Ólína! 🙂
Bakvísun: Snickerskaka | Eldhússögur
Framúrskarandi flott síða og einstaklega góð og fljótleg kessu-kaka. Það verður mjög mikið krem úr þessu hráefni, ég myndi næst annað hvort gera helmingi minna eða eins og ég gerði núna, ég notaði vel tæplega helminginn af kreminu á kökuna og setti restina í glerkrukku til að setja ofan á ís eða vöfflur. Frábært framtak hjá þér frú mín góð og ég ætla næst að prófa Snickers kökuna. ‘A svo eftir að prófa flest annað á síðunni. Takk fyrir!!
Takk fyrir góða kveðju Elísabet! 🙂 Vona að þér líki Snickerskakan jafnvel sem og allt annað á síðunni! 😉
Var að prófa þessa…mjög góð 🙂
Frábært að heyra það Rebekka! 🙂
Er búin að baka tvær svona núna – og báðar urðu bara örfáir millimetrar á þykkt! Eiga þær ekki að vera aaaaðeins þykkri – og einhverja hugmynd hvað ég sé að gera vitlaust?
Sæl Sandra. Það eina sem mér dettur í hug er að formið sé of stórt. Ég hef notað 22-24 cm stór form. Vissulega verður kakan ekkert rosalega þykk en ekki bara nokkrir millimetrar. Það er ekkert lyftiduft í henni þannig að ég held að stærðin á forminu sé það eina sem hefur áhrif á þykktina.
Hmm…formið var 24 cm í bæði skiptin, Þetta eru allavega algjörar klessukökur! 😉
Er svo með eina snickers klessuköku í ofninum, sýnist hún nú ætla að verða aðeins veglegri 🙂
Bakvísun: Súkkulaðikaka með “fudge” kremi | Eldhússögur
Þetta er nú bara rugl góð kaka ! Sonurinn 10 ára spurði (á meðan hann var að háma hana í sig) hvort hún yrði ekki örugglega bökuð aftur og maðurinn minn sagði að þetta væri besta krem sem hann hefði smakkað. Þessi fær 10 í einkunn frá mínu heimili 🙂 Takk fyrir okkur.
Gaman að heyra að þér og feðgunum líkaði kakan svona vel Hildur! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!
Þetta er uppáhaldið mitt, elska þessa köku! Geri hana reglulega.. 🙂
Frábært Hekla! 🙂 Það var skemmtilegt að heyra!
Dröfn::: tessi kaka kom otrulega a ovart!!- gerdi hana a mjögvstuttum tima og svo kremid en höfdum ekki tima t ad kaela hana og med rjoma plus ferskum nektarinum sem eru “ i season“ her var tetta alveg otrulega gott— tetta var eh svo einfalt en hrikalega gott!!– gud minn godur– geri tessa aftur…og aetla ta kaela hana sma!// sjaumst bradum Halla
Ég verð bara að þakka þér fyrir þessa uppskrift, þetta er ein besta súkkulaðiakaka sem ég hef smakkað og mikið var hún auðveld & einföld 🙂
Frábært Ragga, takk fyrir að skrifa skilaboð til mín! 🙂
Alvöru kladdkaka voru viðbrögðin hjá skvísunum á heimilinu sem brostu út að eyrum . Og svo kláraðist kakan og hún verður sko bökuð aftur 😉
Ein besta kaka sem ég hef smakkað-og ekki skemmir fyrir að það er einstaklega auðvelt að baka hana 🙂
Búin að baka þessa ótal sinnun núna í sumar og gera allskonar tilraunir með hana, það er algjört sælgæti að setja kremið af snickerskökunni (reyndar með dökku súkkulaði) í stað karamellunnar. Best einum til tveim dögum síðar og frábært með kaffinu. Takk kærlega fyrir frábæra síðu 🙂
Frábær hugmynd Ingibjörg að blanda þessum tveimur saman! 🙂
Er þetta deig nóg fyrir 20×30 form?:D
Ég er ekki viss en held að það sé fremur tæpt. Ég myndir gera eina og hálfa uppskrift.
Mjög góð kaka og einföld. Þessi uppskrift er komin í favorite bókina hjá mér.
Gaman að heyra það Kristín – takk fyrir kveðjuna! 🙂
Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur
Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur
Verð með 8 manna matarboð bráðum og langar að hafa þessa í eftirmat…þyrfti ég ekki að hafa 2 svona? 🙂 frábær síða og búin reyna við nokkra rétti frá þér..alltaf frábærlega gott : D
Í raun dugar ein kaka fyrir átta manns ef allir fá sér bara eina væna sneið. Það væri samt ekkert vitlaust að gera tvær og setja þá bara hina í frysti ef hún verður afgangs .. eða stinga henni inn í ísskáp og ég lofa að hún hverfur þaðan mjööög fljótt! 😉 Takk fyrir kveðjuna! 🙂
Hvernig er það ef maður geymir kökuna í ísskáp, er best að taka hana út og láta standa í einhvern tíma eða geyma inni í ísskáp fram á síðustu stund og bera fram kalda?
Sæll Danni. Það þarf ekkert að taka hana löngu áður úr ísskápnum – líklega best að hún fái að standa í svona 20-30 mínútur. 🙂
Takk kærlega fyrir skjótt svar og auðvitað uppskriftina. 🙂
Kannsi ein spurning í viðbót. Mér fannst kremið frekar þunnt þegar ég setti það á og eftir nótt í ísskápnum virðist það frekar hart. Er það eðlilegt eða átti það að haldast mjúkt?
Bakvísun: “Kladdkaka” með appelsínukaramellu Pipp og Rice krispies | Eldhússögur
Bakvísun: “Kladdkaka” með appelsínukaramellu Pippi og Rice krispies | Eldhússögur
Einstaklega góð kaka, hef bakað hana nokkru sinnum og þarf að hafa tvær í afmælum 😉 Fólk biður um uppskriftina og spyr: „Er þetta af siðunni Eldhússögur úr Kleifarselinu“ 😀 Kökurnar frá þér þekkjast greinilega af bragðinu!
Hahaha … sniðugt! 🙂 Gaman að heyra að ykkur líkar kakan, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Sæl 🙂 Hvernig er hægt að sjá á þessari köku hvort hún er tilbúin (þegar hún er búin að vera 20 mín í ofninum)? Mér var bent á hana og uppskriftin er hrikalega girnileg en ég bakaði hana í lausbotna formi og ætlaði varla að ná að skafa botninn af henni því hún er næstum hrá finnst mér, veit svo sem ekki alveg hvernig hún á að vera. Veit ekki hvort þú getur eitthvað sagt mér til 😉
Sko, þessar kökur heita ekki „kladdkökur“ (klessukökur) fyrir ekki neitt! 😉 Þær eiga að vera vel blautar og „klesstar“. En það getur þýtt að það sé erfitt að ná þeim úr forminu. Ég er farin að nota alltaf silikonform fyrir allan bakstur og það er svo mikið betra – mikið auðveldara að ná kökunum úr. Það er erfitt að meta hvort að kakan sé tilbúin öðruvísi en að nota reynsluna, ef þér fannst 20 mínútur vera of lítið þá myndi ég bæta við nokkrum mínútum næst. En það er líka gott að nota, eins og ég sagði, silikonform eða jafnvel setja bökunarpappír í formið og leyfa kökunni að vera klesst en þannig auðvelda sér að losa hana samt úr forminu.
Tók þessa með í grillveislu í gær og hún sló í gegn eins og þegar ég gerði hana seinast 😊
Var svo ánægð með hvernig hún kom út núna, náði að hafa hana doldið blauta sem er alveg gggggeeegggjað úuuuuúuúuufffff. Og lét kremð kólna lengur og hafi ís með sem ég gerði ekki seinast. VÁ hvað ís passar vel með þessari köku og einn kom með þá hugmynd að kremið væri frábær íssósa 😉
Já þetta krem væri sko hægt að borða með skeið sem laugardagsnammi!! 🙂 😉
Bakvísun: DA?samleg kladdakaka meA� karamellukremi | Hun.is