Snickerskaka


IMG_8101Í gær buðum við foreldrum mínum í hægeldað lambalæri. Við fórum í barnaafmæli seinnipartinn og komum ekki heim fyrr en rétt fyrir kvöldmat. En þegar maður er með svona læri og meðlæti í ofninum sem sér um sig sjálft þá er lítið mál að bjóða í mat þó lítill tími sé til eldamennsku. Ég bakaði köku í eftirrétt sem var algjört hnossgæti. Í raun er þetta sænsk „kladdkaka“ með hnetu- og súkkulaðikremi. Sænsku klessukökurnar eru ákaflega góðar, til dæmis er þessi sænska klessukaka ein sú vinsælasta á blogginu mínu. Öllum fannst okkur Snickerskakan jafngóð þeirri köku og sumum fannst hún meira að segja enn betri! Eins og með margar kökur þá var hún enn betri daginn eftir. Í gærkvöldi náði ég ekki að kæla hana alveg í tvo tíma með kreminu á þannig að kremið var enn mjúkt. En núna var ég að smakka þessa sneið sem myndin er af hér að neðan, kremið var þá orðið stökkt og kakan búin að brjóta sig …. namm, þvílíkt sælgæti! Eitt er allavega víst að það verður ekki hafin megrun hér á bæ á þessum mánudegi! 🙂 Þessa köku þurfa allir sælkerar að prófa!

IMG_8135

Uppskrift:

  • 4 egg
  • 4,5 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 8 msk kakó
  • 3 dl hveiti
  • 200 g smjör, brætt
  • 100 g Pipp súkkulaði með karamellu (má sleppa)

Krem:

  • 2 dl salthnetur
  • 200 g rjómasúkkulaði

IMG_8080

Ofninn hitaður í 175 gráður, undir- og yfirhita, og ca 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykri, kakói, bræddu smjöri og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og pippmolunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175 gráður (undir- og yfirhita) í 30 til 40 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni.

(Í mínum ofni dugði 30 mínútna bökunartími en hjá sumum hefur kakan verið of blaut eftir 30 mínútur – það þarf að finna út rétta tímann fyrir hvern og einn ofn og fylgjast vel með kökunni. Athugið að hitinn er gefinn upp fyrir undir- og yfirhita, sami hiti á blæstri er í raun hærri hiti.)

Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.

IMG_8091IMG_8105

73 hugrenningar um “Snickerskaka

  1. Bakvísun: Nautahakksrúlla með mozzarella, tómötum og basilku | Eldhússögur

  2. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

  3. Ég fór í boð um daginn þar sem 2 systur mínar ætluðu báðar að koma með köku og þær mættu báðar með þessa! Ég er ekki hissa að hún sé vinsælust 🙂

  4. Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur

  5. langar að baka þessa fyrir fermingarveislu, hafa hana í ofnskúffu og 2 falda uppskriftina en hvernig er þá með eldunartíman, varla 2 falda ég hann líka ? er ekki mikill bakari í mér 🙂

    • Nei, það er svipaður bökunartími. Ég myndi kanna hana eftir 30 mínútur og bæta við nokkrum mínútum í senn eftir það. Passa bara að hún bakist ekki alveg í gegn, það er gott að hún sé blaut.

  6. Hæ! Ekkert smá girnileg. Ætla að gera hana fyrir vinnufélagana á föstudaginn. En var að spá hvort það væri í lagi að gera hana daginn áður og geyma í kæli? Verður hún nokkuð mikið síðri?

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.