Súkkulaðikaka með „fudge“ kremi


Súkkulaðikaka með "fudge" kremi

Eldhússögur óska lesendum sínum gleðilegs sumars með algjörri bombu! Það verður sannarlega hægt að njóta þessarar köku oft í sumar eftir góðar grillmáltíðir! 🙂 Langvinsælustu kökurnar á blogginum mínu eru Snickerskakan, kladdkakan með karamellukremi og súkkulaðikaka með Pippkaramellukremi. Þessi kaka gott fólk, mun kláralega komast léttilega í þá vinsældarklíku! Hún er dálítil blanda af öllum ofangreindum kökum. Hún er gerð í potti eins og Pippkakan og er því afskaplega einfalt að baka hana. Síðan er kremið er karamellukennt eins og kremið í kladdkökunni. Þetta er auðvitað blanda sem getur ekki klikkað!

IMG_9260

Það eru bara tveir ókostir og þá er ég ekki beinlínis að vísa í sjálfa kökuna. Annað er að nafnið „fudge“ er bara ekki til í íslensku, hvað er málið með það?! Fudge er einhverskonar mjúk súkkulaðikaramella en mér finnst sú skýring ekki jafn lýsandi og orðið „fudge“. Ég skrifaði einmitt um þetta karamelluvandamál í íslenskunni í þessari færslu um banana-karamellubökuna (ef þið hafið ekki prófað hana enn þá eruð þið að missa af miklu! 🙂 ). Hitt vandamálið fer nú samt meira í taugarnar á mér! Í gær var ég með matarboð og um daginn var ég að laga til og undirbúa boðið. Ég tók rafhlöðuna úr myndavélinni minni og ætlaði að setja það í hleðslu. Samtímis var ég að gera hundrað aðra hluti eins og okkur konum er einum lagið. Þegar ég ætlaði að smella rafhlöðunni í hleðslutækið var ég skyndilega ekki lengur með það í hendinni. Til að gera langa sögu stutta þá finn ég ekki rafhlöðuna! Ég er búin að leita út um allt, líka í ruslinu, en rafhlaðan finnst hvergi! Ég þurfti því að taka myndir á litlu myndavélina mína. Ég var alveg viss um að þær myndir myndu ekki gera kökunni nógu góð skil. En ég tók nokkrar myndir í dag (átti smá afgang af kökunni) í dagsbirtunni og ég verð að segja að Canon Powershot vélin er nú alveg ótrúlega góð miðað við að þetta sé bara lítil sjálfvirk vél. Ég læt allavega þessar myndir alveg flakka og held áfram að leita að þessari blessuðu rafhlöðu! Í gærkvöldi þegar ég bauð kökuna var hún bara búin að bíða í ísskáp í um það bil þrjá tíma. Þá var kremið ekki alveg harðnað og hún leit svona út.

IMG_9234Vissulega djúsí og hrikalega góð. En í dag var kremið alveg stífnað og hver kökubiti eins og fullkomin blanda af seigri súkkulaðimjúkri karamellu (þ.e. fugde! ). Ég mæli því eindregið með að þið gerið þessa köku deginum áður en þið berið hana fram! Dásamlega stellið mitt frá Cup Company heldur áfram að lyfta matnum og kökunum sem ég elda og baka á hærra plan! 🙂

IMG_9261

Uppskrift:

  • 150 g smjör
  • 3 dl sykur
  • 1 dl kakó
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 egg
  • 2 dl hveiti

Fudge-krem

  • 1,5 dl rjómi
  • 2 msk smjör
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g mjólkursúkkulaði

Ofninn stilltur á 175 gráður undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og potturinn tekinn af hellunni. Þá er sykri, kakói og vanillusykri bætt út í og hrært vel. Eggjum bætt út í, einu í senn og hrært. Að lokum er hveitinu bætt út í pottinn og hrært saman við deigið. 24 cm smelluform smurt og deiginu hellt í formið. Bakað í ca. 18-20 mínútur við 175 gráður (ekki blástur). Kakan á að vera vel blaut. Á meðan kakan kólnar er kremið útbúið en smelluformið er ekki tekið af kökunni.

Rjóma hellt í pott og suðan látin koma upp. Þá er potturinn tekinn af hellunni og súkkulaðinu bætt út , hrært þar til það er bráðnað. Að síðustu er smjörinu bætt út í. Kreminu er hellt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað dálítið. Athugið að kremið er það þunnt að kakan þarf að vera í kökuforminu þar til kremið hefur stífnað. Kakan er látin inn í ísskáp í minnst þrjá tíma, helst yfir nóttu, þar til kremið hefur stífnað.

IMG_9255

Ein hugrenning um “Súkkulaðikaka með „fudge“ kremi

  1. Guð minn almáttugur. Þessi er of girnileg, ef það er hægt. Er einmitt að kæla snickerskökuna, hlakka svo til að smakka hana á eftir. Þú ert snillingur !!

    • Já Sigurborg, það er alveg við hæfi að ákalla æðri máttarvöld yfir þessari köku! 🙂 Vonandi féll Snickerskakan í kramið! 🙂

  2. Váá þessi er nú alveg æðisleg, ég sit hérna bara og slefa! Flott að hafa hindber svona ofan á kökunni, þau punta svo mikið.

  3. Var að prófa að gera þessu girnilegu köku en hún er svo rosalega litil en bragðaðist æðislega!! Ég var bara að pæla hvað eg gerði rangt ? 🙂

    • Var að baka og kakan varð rétt þykkari en pönnukaka… Var því að velta fyrir mér hvort það ætti ekkert að ver lyftiduft… Eða hvað maður sé að gera rangt… Annars tók kallinn smakk og sagði hana guðdómlega

      • Það á alls ekki að vera lyftiduft í kökunni því það liggur í eðli hennar að vera massív, þétt og „chewy“. Hún á samt ekki að vera þunn eins og pönnukaka en hún er frekar þunn samt miðað við margar aðrar kökur. Mín kaka var rétt tæplega 2 cm á þykkt með kreminu (ég mældi hana sko eftir að ég las kommentin ykkar – átti eina sneið eftir! 🙂 ). Það eina sem mér dettur í hug er að þið hafið notað of stór form. Ég notaði 24 cm smelluform, það væri líka hægt að nota 22 cm form.

  4. Ég er voða glöð þegar ég finn uppskrift af kökum þar sem hrærivél er ekki notuð ( er ekki til á mínu heimili). Algjör snilld að gera þessa í pottinum og setja í ísskápinn. Gerð í gær og borðuð í dag í kaffiboði sem ég var boðin í, tók kökuna með í forminu á milli húsa sem er brilliant. Leit nákvæmlega út eins og þín og er rosa góð. Ég átti reyndar ekki til ber, þau verða keypt fyrir næstu köku, held að það geri hana enn betri ef það er hægt!

  5. Eru virkilega 5 àr sidan thid fluttud til Islands? Ótrúlegt hvad timinn lidur! Thetta er annars hrikalega girnileg kaka, sómir ser àbyggilega vel à Valborgsmässoafton. Og eitt enn: er afar ànægd med nafnid à heimasidunni thinni – eldhussögur er alveg elegant heiti à matarbloggi!
    Bestu kvedjur , I

    • Já Imba, tíminn líður ótrúlega hratt! Ég tala enn um að ég sé nýflutt til Íslands – það er líklega kominn tími til að hætta því! Takk fyrir hrósið, ég er einstaklega ánægð með nafnið á blogginu. 🙂 Sérstaklega af því að nafninu laust niður í huga mér, án mikillar umhugsunnar, þegar ég var að búa til bloggið. Gleðilega Valborgarmessu! 🙂

      • Kakan var dásamleg en mér fannst hùn reyndar betri e 3 tima en daginn eftir, ekki svo ad skilja ad hùn hafi beinlinis verid vond thá heldur. Bestu kvedjur, Imba

  6. Þessi er æðisleg, og svo einföld 🙂 má bara ekki klikka á að hafa hana í forminu þegar maður setur kremið 🙂 Takk fyrir þitt flotta blogg.

  7. Hæ aftur! Þessi kaka er alger dásemd. Ætla að gera hana núna í 3. skiptið, nú fyrir grannagrill seinnipartinn. Vona að nágrannar mínir séu jafn miklir „súkkulaðielskendur“ og ég. Góðar kveðjur, Imba.

  8. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

  9. Þessi er fullkomin,takk fyrir að deila uppskriftinni. Ég var með hana í eftirrétt eftir þvílíka steik og hún hvarf samt á augabragði 😉

  10. Hún er allveg frábær hef prófað að gera hana nokkrum sinnum og allir elska hana 😉 Hún ferður sko gerð fyrir morgundaginn! 😉

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.