Marineraður sítrónukjúklingur


IMG_9351

Eftir að hafa eldað fyrir árshátíðina síðastliðinn laugardag þá langaði mig ekkert mikið til að standa í eldhúsinu á sunnudeginum. Ég átti afgang af kartöflugratíni, fetaostasósunni góðu auk þess sem ég átti ferskar kjúklingabringur. Þetta hráefni kallaði á afar einfalda eldamennsku af minni hálfu en með ljúffengri útkomu. Grillaðar kjúklingabringur í marineringu er skotheldur matur, einfaldur en dásamlega góður. Það er mikilvægt að ofgrilla ekki bringurnar, ég (eða réttara sagt læt grillmeistarann!) grilla þær þar til þær eru hér um bil tilbúnar. Þá tek ég þær af grillinu, vef ég þeim snöggt inn í álpappír og klára eldunina þannig í álpappírnum einum saman (ekki á grillinu). Það tryggir afar meyrar og safaríkar kjúklingabringur. Eina sem ég þurfti að gera var að búa til salat með þessum ljúffenga mat. Alltaf þægilegt að komast auðveldlega frá kvöldmatnum endrum og sinnum! 🙂 Ég missti mig aftur í að mynda fallega Green gate stellið. Þegar ég skoðaði myndirnar eftir á þá átti ég erfitt með að finna myndir sem sýndu matinn almennilega, þetta voru aðallega nærmyndir af fallega munstrinu á Dora white stellinu, elska’ða! 🙂

IMG_9343Ég hef gefið þessa uppskrift af fetaostasósunni ansi oft upp á síðkastið, en góð vísa er aldrei of oft kveðin! 🙂 Hér er uppskriftin!

IMG_9345Uppskrift:

  • 1 hvítlauksrif, saxað fínt
  • 1 skarlottulaukur, fínsaxaður
  • 1/2 sítróna, safi og fínrifið hýði
  • 1/2 lime, safi og fínrifið hýði
  • 1 msk fljótandi hunang
  • 1 tsk sinnep
  • pipar
  • ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja, kóríander, timjan eða það sem hendi er næst, saxað fínt
  • 3-4 kjúklingabringur

Öllum hráefnunum í marineringuna blandað saman. Kjúklingabringurnar eru svo settar í góðan poka ásamt marineringunni og látið bíða í ísskáp í minnst 1 tíma, helst yfir nóttu.

IMG_9349

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.