Grillaður camembert með sólþurrkuðum tómötum og basilku


IMG_1047

Í gær vorum við með matarboð og ég ákvað að fara á bloggið mitt, velja eina vinsælustu kjúklingauppskriftina þar og bjóða gestunum upp á þann rétt. Ég var svo spennt á meðan á matarboðinu stóð því Anna Sif vinkona mín var að hlaupa heilt maraþon hlaup í New York á sama tíma. Algjör dugnaðarforkur, frekar nýfarin að hlaupa og ákvað að drífa sig bara í maraþon eins og ekkert væri. Tæknin er svo sniðug að við gátum fylgst með henni hlaupa á korti í tölvunni „live“. Hún rúllaði þessu upp stelpan eins og henni er von og vísa og sagðist vera til að að hlaupa annað maraþonhlaup daginn eftir! Ég vil nú meina að andlegi stuðningurinn frá okkur hérna meginn við hafið hafi örugglega haft sitt að segja! 😉 Við hámuðum í okkur góðan mat, skáluðum fyrir hlauparanum í ljúffengu rauðvíni á meðan við fylgdumst með hlaupinu. Þegar ég var úti í Stokkhólmi í sumar keypti ég þessar flottu servíettur í H&M home deildinni sem er oft með mjög skemmtilegar vörur. Mér fannst vel við hæfi að dekka borðið með þessum New York servíettum í gær.

IMG_1085

New York – Manhattan servíetta úr H&M Home

IMG_1080Kjúklingur með sætum kartöflum og mangósósu

Ég var með léttan forrétt fyrir matinn, grillaðan camenbert. Það er með ólíkindum hversu góðir slíkir ostar geta orðið þegar þeir eru bakaðir.

IMG_1052 Hérna fyllti ég ostinn með ferskri basiliku, sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk en það eru í raun engin takmörk á því hvað hægt er að setja inn í ostinn. Til dæmis er örugglega gott að nota hnetur, hunang, mango chutney, aðrar ferskar kryddjurtir, chilisultu, þurrkaða ávexti eða hvað sem hugurinn girnist.

Uppskrift:

  • 1 camembert
  • 2-3 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • grófmalaður svartur pipar
  • flögusalt
  • ca. 1 dl fersk basilka, söxuð smátt
  • örlitla ólífuolíu

IMG_1050

Camembert osturinn er klofinn í tvennt. Sólþurrkaðir tómatar, hvítlaukur og basilika er dreift ofan á annan helming ostsins og kryddað með salti og pipar auk þess sem örlítið af ólífuolíu er dreift yfir. Hinn helmingurinn af ostinum er lagður yfir og pakkað vel í álpappír. Grillað við meðalhita á grilli í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna vel. Borið strax fram með góðu brauði eða kexi.

IMG_1053

Ein hugrenning um “Grillaður camembert með sólþurrkuðum tómötum og basilku

  1. Bakvísun: Ravioli í ítalskri tómatsósu og ferskur aspas með parmesan osti | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.