Eggjahræra með ostum


Um daginn setti ég inn uppskrift af eggjaköku en mér finnst eggjakökur afskaplega góðar. Eins eru ostar í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst því þessi uppskrift súper góð þar sem þessu hvor tveggja er blandað saman! Þetta er sniðugur réttur til að bjóða í veislum, afmælum, saumaklúbbum eða við sambærileg tilefni og er skemmtileg tilbreyting frá heitum réttum, ostasalötum og slíku. Hér bar ég hræruna fram á snittubrauði sem ég var búin að rista í ofni en það er líka gott að bera hana fram á hefðbundnu ristuðu brauði eða jafnvel kexi. Það er svo ómissandi setja rifsberjahlaup á hræruna eða jafnvel chilisultu.

Uppskrift

  • 1/2 stk Gullostur
  • 1/2 stk Brie ostur
  • 6 sneiðar Goudaostur
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk basilika
  • salt og pipar

Aðferð:

Skerið Brieostinn og Gullostinn í bita og rífið eða skerið Goudaostinn smátt. Sláið saman eggi og mjólk og kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni á pönnu og látið taka sig, setjið ostinn saman við og hrærið stöðugt í. Bakið ekki of lengi því eggjahræran á að vera dálítið blaut. Berið hana fram, heita eða kalda, með ristuðu brauði og rifsberjahlaupi.

4 hugrenningar um “Eggjahræra með ostum

  1. Af hverju fórum við ekki í Drömhuset í fyrra? Mig hefur svo lengi langað að fara þangað og síðan finnst mér við bara verða að eignast nokkra Pernillu-kjóla.
    Ég held að fari að koma tími á aðra Stokkhólmsferð til heimsækja m.a. Gustavsberg, Djernía og Drömhuset. Já, og búðina i Kista Galleria sem við munum ekki hvað heitir (því það er svo mikið fínna að muna ekki hvað hún heitir en að upplýsa að hún heiti Ö&B).
    Knús, Svava.

    • Veit ekki af hverju við klikkuðum á Drömhuset í fyrra! Ég hugsaði einmitt til þín og fór í ,,Djernía“ og keypti þar skálarnar! Við þurfum eiginlega að fara nokkrum sinnum á ári til Stokkhólms! Ég fór í Ica Maxi og Elfar fór með börnin á meðan á safn!! Svo löng var sú Ica Maxi ferð, þú hefðir þurft að vera með! 🙂

  2. Bakvísun: Uppáhalds í eldhúsinu | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.