Eggjahræra með ostum og innkaup í eldhúsið


Áður en ég set inn uppskrift dagsins ætla ég að setja inn nokkrar myndir af því sem ég keypti fyrir eldhúsið í Stokkhólmsferðinni. Fyrst fór ég í Drömhuset en það er voða sæt búð sem kemur oft fyrir í þeim sænsku bloggum sem ég les reglulega og mig hefur lengi langað að kíkja í. Þar féll ég fyrir þessu fallega formi.

Ég les reglulega bloggið hjá Pernillu Wahlgren sem er þekkt söngkona í Svíþjóð. Hún var að koma með sína eigin kjólalínu sem meðal annars er seld í Drömhuset. Ég veit að Svava vinkona mín les bloggið hennar líka og ég tók þessa mynd sérstaklega fyrir þig Svava! 🙂

Ég er lengi búin að leita að fallegum hvítum trébakka og fann nákvæmlega rétta bakkann í Hemtex.

Ég keypti svo tvær grænar Margrethe skálar, en ég átti nokkrar fyrir. Margrethe skálarnar voru hannaðar árið 1954 af Sigvard Bernadotte. Sigvard var hönnuður en jafnframt sænskur prins, föðurbróðir núverandi Svíakonungs og hann nefndi skálarnar eftir frænku sinni, núverandi Danadrottningu. Svíar eigna sér þar með hönnunina af þessum skálum en danir eru hins vegar duglegir að minnast þess að í raun var það Daninn Jacob Jensen, sem starfaði hjá Sigvard, sem hannaði skálarnar. Þessar skálar eru klassískar og eru ódrepandi, enda margir sem eiga svona skálar sem eru orðnar kannski 40-50 ára og enn í notkun!

En svo ég víki að uppskrift dagsins. Um daginn setti ég inn uppskrift af eggjaköku en mér finnst eggjakökur afskaplega góðar. Eins eru ostar í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst því þessi uppskrift súper góð þar sem þessu hvor tveggja er blandað saman! Þetta er sniðugur réttur til að bjóða í veislum, afmælum, saumaklúbbum eða við sambærileg tilefni og er skemmtileg tilbreyting frá heitum réttum, ostasalötum og slíku. Hér bar ég hræruna fram á snittubrauði sem ég var búin að rista í ofni en það er líka gott að bera hana fram á hefðbundnu ristuðu brauði eða jafnvel kexi. Það er svo ómissandi setja rifsberjahlaup á hræruna eða jafnvel chilisultu.

Uppskrift

  • 1/2 stk Gullostur
  • 1/2 stk Brie ostur
  • 6 sneiðar Goudaostur
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk basilika
  • salt og pipar

Aðferð:

Skerið Brieostinn og Gullostinn í bita og rífið eða skerið Goudaostinn smátt. Sláið saman eggi og mjólk og kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni á pönnu og látið taka sig, setjið ostinn saman við og hrærið stöðugt í. Bakið ekki of lengi því eggjahræran á að vera dálítið blaut. Berið hana fram, heita eða kalda, með ristuðu brauði og rifsberjahlaupi.

4 hugrenningar um “Eggjahræra með ostum og innkaup í eldhúsið

  1. Af hverju fórum við ekki í Drömhuset í fyrra? Mig hefur svo lengi langað að fara þangað og síðan finnst mér við bara verða að eignast nokkra Pernillu-kjóla.
    Ég held að fari að koma tími á aðra Stokkhólmsferð til heimsækja m.a. Gustavsberg, Djernía og Drömhuset. Já, og búðina i Kista Galleria sem við munum ekki hvað heitir (því það er svo mikið fínna að muna ekki hvað hún heitir en að upplýsa að hún heiti Ö&B).
    Knús, Svava.

    • Veit ekki af hverju við klikkuðum á Drömhuset í fyrra! Ég hugsaði einmitt til þín og fór í ,,Djernía“ og keypti þar skálarnar! Við þurfum eiginlega að fara nokkrum sinnum á ári til Stokkhólms! Ég fór í Ica Maxi og Elfar fór með börnin á meðan á safn!! Svo löng var sú Ica Maxi ferð, þú hefðir þurft að vera með! 🙂

  2. Bakvísun: Uppáhalds í eldhúsinu | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.