Uppskrift:
Botn:
· 200 g Lu Bastogne duo kex
· 70 g smjör, brætt
· 1 msk hunang
Ostakaka:
· 400 g philiadelphia rjómaostur
· 2 egg
· 1 dós sýrður rjómi (36%) 180 g
· ½ dl sykur
· 200 g dökkt Dumle (ca 20 molar)
· 2 msk rjómi (+ þeyttur rjómi til að bera fram með kökunni)
· Hindber eða önnur ber til skreytingar
Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör brætt og kex mulið smátt og því blandað saman við smjörið ásamt hunanginu. Sett í smurt bökunarform með lausum botni, blöndunni þrýst ofan í botninn. Sett í kæli á meðan ostakökublandan er útbúin.
Dumle molarnir eru bræddir yfir vatnsbaði ásamt rjómanum og kælt lítillega. Rjómaostur, sýrður rjómi og sykur sett í skál og þeytt þar til að blandan verður kremkennd. Eggjum bætt við, einu í senn, þeytt vel á milli en þó ekki mjög lengi. Í lokin er bræddu Dumle bætt út í og blandað vel saman við rjómaostablönduna með sleikju. Blöndunni er því næst hellt yfir botninn og bakað við 175 gráður í um það bil 30-35 mínútur Að því loknu er kakan látin kólna og sett að síðustu inn í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nóttu, áður en hún er borin fram. Gjarnan skreytt með hindberjum og sigtuðum flórsykri og borin fram með þeyttum rjóma.
Fallega stellið er af tegundinni Green gate og fæst hér.