Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi


Þessi kaka heitir á frummálinu ,,brownie-fudge“ ostakaka. Mér finnst vanta frekar mörg orð yfir hráefni og eldamennsku í íslensku. Til dæmis er ekkert íslenskt orð yfir brownies sem hefur náð fótfestu. Stundum er reyndar notað orðið „brúnkur“. ,,Fudge“ þýðir ljós karamella en mér finnst það alls ekki eins lýsandi orð eins og ,,fudge“. En það er allt að gerast í þessari köku þrátt fyrir skort á íslenskum lýsingarorðum! Brownie, saltar hnetur, ostakaka, karamellukrem … blanda sem getur ekki annað en kitlað bragðlaukana. Það er hægt að nota ósaltar kasjúhnetur eða pekanhnetur en best er að nota saltar. Ég hef reyndar ekki fundið saltar pekanhnetur enn, en það er hægt að kaupa kasjúhnetur saltar.

Ostakökublanda

  • 300 gr Philadelphia ostur
  • ¾ dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur

Hrærið saman Philadelphia osti, sykri og vanillusykri þar til blandan verður slétt. Geymið blönduna.

Brownie deig:

  • 2 egg
  • 100 gr smjör
  • 2 dl sykur
  • 3 msk kakó
  • 2 dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 dl kasjúhnetur eða pekanhnetur, saxaðar gróft

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Setjið smjör og kakó í pott og hitið á vægum hita þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast við kakóið, hellið svo smjörblöndunni út í eggjablönduna og hrærið. Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið, bætið við grófsöxuðum hnetunum og blandið varlega saman við.

Hitið bökunarofninn í 180 gráður. Smyrjið bökunarform með lausum botni (gott að nota lítið form, t.d. 20 eða 22 cm). Hellið helmingnum af kökudeiginu í formið og sléttið úr því. Hellið svo varlega ostablöndunni ofan á og sléttið úr henni út í alla kanta. Að lokum er restinni af kökudeginu hellt yfir og dreift vel yfir ostablönduna. Bakið neðarlega í ofninum  við 180 gráður í ca. 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

Karamellukrem

40 gr smjör
1 msk mjólk
1½ dl flórsykur
2 msk kakó
kasjú hnetur eða peacan hnetur til að skreyta með

Bræðið smjör og mjólk saman í potti. Bætið flórsykri og kakó út í. Hrærið og látið malla í 2-3 mínútur. Leyfið kreminu aðeins að kólna og notið síðan sleikju til að dreifa því jafnt yfir kökuna. Skreytið með grófsöxuðum hnetum. Látið kökuna standa í kæli þar til kremið hefur harðnað. Best er að leyfa kökunni að standa í kæli yfir nóttu. Berið fram með þeyttum rjóma.

17 hugrenningar um “Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi

  1. ég sló algjörlega í gegn á teymisfundi í vinnunni þegar ég mætti með þessa 🙂

  2. Er þetta uppskrift úr Gestgjafanum? Finnst eins og ef hafi sèð hana àður en langar að prófa eftir að eg sè hana her hjà þèr
    🙂

  3. Takk fyrir svarið Dröfn.
    Þegar maður kemur vìða við til þess að SKOÐA uppskriftir þà verður oft erfitt að muna hvar maður sà hvað 😉 en eg er farin að Skoða síðuna þína oftar og oftar. Einföld i uppsetningu og góðar uppskriftir.

    Takk fyrir mig.

  4. “ Einföld i uppsetningu“ Þetta àtti auðvitað að vera að sìðan er sett þannig upp að einfalt og gott er að Skoða hana og leita að uppskriftum:)

  5. Þessi er alveg fáránlega góð!! Kom með hana í vikulegan kökuklúbb í vinnunni og hún var næstum étin upp til agna og allir vildu uppskrift! Þvílík bomba 😉

  6. Ég gerði þessa í gær að bauð upp á í vikulegum hitting mæðra í fæðingarorlofi. Hún sló rækilega í gegn og ég má til með að deila því með þér að ég breytti uppskriftinni aðeins. Ég notaði ósaltaðar kasjúhnetur en bætti í staðinn við svolitlu lakkríssalti frá Saltverk og það var brjálæðislega gott!!

    Auk þess vil ég þakka fyrir frábært blogg, ég hef prófað ótal uppskriftir frá þér og líkað vel 🙂

  7. Bakaði þessar föstudegi – wov..hún er djussi og massiv, borðum hana algjör sem eftirrétt , kalla hana svona sparriskaka*.. Næst ætla aðeins að minnka hvita sykur,finnst soldi ofsætt .
    Drofn, þrufaði þú einhvertima að nota sevia sætindi i staðinn hvíta sykur???

    Kv.

    • Gaman að heyra Rasa! 🙂 Nei, ég hef ekki prófa Stevíu – ég held að þú þurfir að skoða önnur matarblogg fyrir þannig uppskriftir! 😉

      • 😀
        Þín síða er girnileg og finn alltaf eitthvað sem langar að þrufa 😉
        annars, það minnsta málið að breyta aðeins til 😉 kv.

  8. Eg er með hana i ofninum ….eina sem eg er að velta fyrir mer er að ostablandan blandast bara við deigið sem eg reyndi að breiða ur varlega ofan og varð að einum graut …a það að gerast ?

    • Sæl Andrea. Það er svo langt síðan að ég bakaði þessa að ég man ekki alveg hvernig þetta „móment“ gekk hjá mér. Mig minnir samt að það hafi alveg gengið vandræðalaust hjá mér. En þó svo að deigin hafi blandast saman hjá þér þá held ég að kakan verði ekkert verri fyrir vikið! 🙂

  9. Bakvísun: Brownie ostakaka meA� kasjA?hnetum og karamellukremi | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.